Frjáls verslun


Frjáls verslun - 20.06.1948, Page 4

Frjáls verslun - 20.06.1948, Page 4
sem oidshiptin Tvær vörusýningar I. Benelux-löndin, Holland og Belgía, leljast hvorugt meðal stórveldanna í heiminum, en þjóðirnar, sem þessi lönd byggja, hafa á sér orð fyrir dugnað og hagsýni í framleiðslu og verzl- un. Standa verzlunarsambönd Hollendinga og Belga föstum fótum víða um lönd og álfur. Eins og gefur að skilja, rofnuðu þessi sam- bönd meðan á stríðinu stóð og löndin voru her- setin af Þjóðverjum. En síðan hefur ósleitilega verið unnið að því að bvggja upp það sem nið- ur féll þá, og hvað Belga snertir, er hægt að fullyrða, að framleiðsla þeirra og verzlun stend- ur með miklum blóma. A hinn bóginn eiffa Jteir við erfiðleika að etja um öflun markaða fyr- ir vörur sínar, veena vöruskiptaverzlunar þióða í millum og allra þeirra takmarkana, sem henni og s'iaidevristakmörkunum fylgja. Hollendingar eru ekki eins langt á veg komn- ir og Belgar. Veidur bar um fyrst og fremst það, að þeir komu þjakaðri undan hersetunni, svo og Frá Utrecht. A miSri myndinni sést aSalbygging sýningarinnar. þeir erfiðleikar sem orðið hafa á síðustu árum í sambúð þeirra og þjóðanna, sem byggja hol- lenzku nýlendurnar. Hins vegar segja þeir, sem árlega hafa komið til Hollands síðan stríðinu lauk, að um miklar og stórstígar framfarir sé að ræða í framleiðslu þjóðarinnar og aukningu siglingaflotans. Hagur almennings hafi stórbatn- að og sé þjóðin á góðum vegi að jafna sig eftir styrjaldarárin. Bæði Hollendingar og Belgar hafa tekið upp þann sið, að halda árlegar alþjóðakaupstefnur í þessum löndum. Er hollenzka kaupstefnan haldin í Utrecht, skemmtilegri borg í miðju landinu, en belgíska sýningin í Brússel, höfuð- borginni, sem margir kalla nú New York Ev- rópu. IL Utrecht á sér langa sögu sem sýningarborg. Er frá því sögn í gömlum hollenzkum skjölum, að þegar á 12. öld hafi verið haldnir þar mark- aðir, þar sem kaupendur og seljendur hittust til að verzla. Eru sagnir um að byggingar hafi verið reistar í borginni í þessu skyni, og að ráðamenn staðarins hafi ábyrgst þeint, sem Jrang- að komu í verzlunarerindum, friðhelgi í borg- inni. HoIIendingar segja að þessir markaðir megi, frá sögulegu sjónarmiði, kallast upphaf þeirrar starfsemi sem þar er nú lialdið uppi. Sýningin, sem háð var í Utrecht í vor, var sú fimmtugasta í röðinni. Var þess minnst á ýmsan hátt í sambandi við Jtessa sýningu. Til garnans og samanburðar um vöxtinn í þessari starfsemi má geta þess, að minnst hefur sýning- in tekið yfir gólfflöt að stærð 4500 ferm., en mestan í ár, eða um 33 þúsund fermetra flöt. 128 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.