Frjáls verslun


Frjáls verslun - 20.06.1948, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 20.06.1948, Blaðsíða 10
ur viS sendiráð íslands erlendis, dvalarkostnaður viðskipta- nefndar o. fl. 8,5 millj. kr. Ráðherrann sagði, að á þessum liðum væri reynt að spara eftir því sem unnt væri, og væntan- lega myndu skipaleigurnar iækka við það, að skipastóllinn færi stækkandi. i innflutningsáætluninni, sem hefði verið gerð í vetur, hefði verið gert ráð fyrir 310 millj. kr. til vörukaupa til landsins. En mikill hluti af þeim vörum væri kapítalvörur, svo sem skip, vélar og byggingarefni. Væri nærri sanni, að Y3 inn- flutningsins félli undir þennan vöruflokk. Næsti innflutnings- flokkur væri rekstrarvörur vegna atvinnuveganna. — Til kaupa á slíkum vörum væri svo miklum gjaldeyri varið, að þær og kapítalvörurnar nálguðust tvo þriðju af öllum innflutningi til landsins. í þessu sambandi, upplýsti ráðherrann, að eins miklu fé væri nú varið til kaupa á kornmeti til fóðurbætis fyrir bústofn landsmanna og til kaupa á korni til manneldis. Þó væri ekki meðt. innl. fóðurbætir. Vegna þess hversu inn- flutningur nýsköpunarvara (kapítalvara) og rekstrarvara til atvinnuveganna væri fjérfrekur, ríkti hér skortur á mörgum neysluvörum. Þvi færi þess vegna svo fjarri, að nýsköpunin hefði verið stöðvuð. Aldrei hefði jafnmiklum hluta af and- virði útflutningsframleiðslunnar verið varið til kaupa á ný- sköpunartæk j um. Á tímabilinu jan.-maí 1948 hefðu verið veitt innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir 245 millj. kr., en af þvi eru 93 millj. kr. framlengd leyfi, en á sama tima í fyrra fyrir 272 millj. kr. Lækkunin á leyfisveitingunum nú væri því um 10%. Ráðherrann kvað enga þjóð hafa þurft að fórna jafn litlu til þess að endurbyggja atvinnulíf sitt og íslendinga. SKIPTING INNFLUTNINGSINS. Næsta spurning væri, hvernig innflutningurinn skiptist á milli hinna ýmsu aðila, sem önnuðust innflutningsverzlunina. — Viðskiptanefnd hefði verið falið. að safna skýrslum um það, hvernig hann skiptist milli til dæmis einstaklingsverzlunar og samvinnufélaga. — En sú skýrsla hefði ekki ennþá borizt, en myndi verða birt síðar. Meginreglan í úthlutun gjaldeyrisleyfa væri sú, að láta þá sitja fyrir um leyfi, sem ódýrast gætu selt vöruna. Þessi regla gilti í þeim vöruflokkum, sem hægt væri að koma henni við í. í öðrum vöruflokkum væri inn- flutningnum skipt eftir svipuðum hlutföllum og áður. En erf- itt væri að framkvæma skiptingu, svo að öllum líkaði. Síðan fór ráðherrann nokkrum orðum um tillögurnar um að láta skömmtunarmiða gilda sem innkaupaheimild, og kröf- urnar um að innflutningnum yrði skipt eftir landshlutum. Sagði ráðherrann, að reynt hefði verið að mæta óskum manna utan af landi þannig, að vörudreifingin yrði sem sanngjörnust. — En hann kvað það skoðun sína, að ekki væri hægt að búta allan innflutning til landsins niður eftir landshlutum. Um skömmtunarseðla-tillögurnar, sagði hann, að meirihluti ríkisstjórnarinnar hefði ekki vilja fallast á þær. BATNANDI VERZLUNARJÖFNUÐUR. Ráðherrann gaf því næst yfirlit um útflutning og innflutn- ing áranna 1946—1948, fyrstu fjóra mánuði ársins. Sam- kvæmt upplýsingum ráðherrans voru á nefndu tímabili fluttar út og inn vörur fyrir þessar upphæðir: Otflutt: Innflutt: 1946: 78 millj. kr. 1946: 109 millj. kr. 1947: 52 — — 1947: 158 — — 1948: 119 — — 1948: 128 — — Samkvæmt þessu hefur verzlunarjöfnuðurinn á fjórum fyrstu mánuðum þessara ára orðið óhagstæður sem hér segir: 1946: 31 millj. kr. 1947: 106 — — 1948: 9 — — Þess er þó að gæta, að í innflutningi þessa árs eru meðtald- ir þeir nýsköpunartogarar, sem komið hafa á þessu tíma- bili og pantaðir voru áður og gjaldeyrir hafði verið lagður til hliðar fyrir. Þegar litið væri á verzlunarafkomuna í maí, yrði heildar- afkoman, það sem af er árinu, nokkru hagstæðari. í maímán- uði hefði verið flutt út fyrir 33,7 millj. kr., en inn fyrir 27 millj. kr. Verzlunarjöfnuðurinn í þeim mánuði liefði þannig orðið hagstæður um 6,7 millj. kr. Þetta væru þó bráðabirgða- tölur. Það mætti því segja, að ekki munaði miklu til þess að jöfnuður yrði á milli innflutnings og útflutnings, það sem af væri þessu ári. Þessar tölur gefa þó ekki rétta hugmynd um gjaldeyrisástandið. Otflutningurinn hefur verið minni til þeirra landa, sem við fáum frá frjálsan gjaldeyri en til vöruskipta- landanna. í viðskiptunum við Bretland hefur nú náðst jöfnuður. Á þessu ári er búið að veita gjaldeyrisleyfi fyrir 85 millj. kr. í dollurum. Þar af koma til greiðslu í dollurum 70 millj. kr. Reynt verður að kaupa eins mikið af dollaravörum frá Ev- fópu og unnt er, og vonast er eftir því,' að vegna þátttöku ís- lendinga í Marshalláætluninni verði unnt að selja íslenzkar vörur í Evrópu fyrir dollara, sem ella hefðu verið greiddar í sterlingspundum. Ráðherrann ræddi Marshalllögin nokkuð og taldi það höfuðkost þeirra, að þau hjálpuðu Evrópuþjóðunum til þess að endurreisa framleiðslukerfi sitt. Hann taldi mikla nauðsyn bera til þess fyrir okkur Islendinga að treysta við- skiptabönd okkar við Evrópulöndin. Og við höfum undanfarið unnið að því að gera viðskiptasamninga við mörg þessara landa, en aðrir eru í undirbúningi. Islendingar óskuðu viðskipta- samninga við Rússa í desember s.l., en þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir hefur þeirri ósk ekki verið svarað. Rússar hafa tilkynnt okkur, að þeir myndu sjálfir láta okkur vita, hvenær þeir óskuðu að taka samninga upp. Viðskiptamálaráðherra lauk máli sínu með því að lýsa því yfir, sem sinni skoðun, að á meðan útflutningur okkar næmi 400 millj. kr. á ári, þyrftum við ekki að vera í vandræðum. Núverandi gjaldeyriserfiðleikar stöfuðu af hinum mikla inn- flutningi nýsköpunarvaranna og ýmsum innri ástæðum. Hann kvað ríkisstjórnina óska þess, að góð samvinna mætti ríkja milli hennar og verzlunarstéttarinnar. „Bandaríkjaleppar". Dagblaðinu „Þjóðviljanum“ verður mjög tíðrætt um Banda- ríkjaleppa, sem hann kallar svo, og á hann þar við þá menn, sem beint og óbeint eru í þjónustu Bandaríkjamanna. En nú langar mig til að spyrja þetta sama blað: Hverjir eru umboðsmenn stærstu iðnaðar- og auðfélaga Bandaríkj- anna? Er það ekki Samband ísl. samvinnufélaga? Nú heimtar „Þjóðviljinn“ sérréttindi um innflutning til handa þessu fyrirtæki, en heildsalar þeir, sem hafa lagt mikla vinnu og fjármuni í að koma á viðskiptum við Mið-Evrópu- löndin, eiga að skerast niður við trog. Þarna sést samræmið: Samkvæmt kenningu „Þjóðviljans" ætti S.l.S. að vera stærsti og helzti „Bandaríkjaleppur“ á íslandi, en á sama tíma sem slík leppmennska er fordæmd, bera blaðið og forkólfar þess, s. s. Sigfús Sigurhjartarson, ísleifur Högnason og Brynjólfur Bjarnason, fram kröfur um að þetta fyrirtæki fái aukin for- réttindi um verzlun í landinu. Þetta kallar maður nú heilindi! Heildsali. 134 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.