Frjáls verslun - 01.01.1953, Blaðsíða 6
lausn ekki farið fram innan eins mánaðar, frá því að
krafa var gerð, fellur samþykktin úr gildi.
í VIII. kafla (70.—82. gr.) er rætt um félagsstjórn
og framkvæmdarstjóra, skipun þeirra, störf, réttindi
og skyldur.
Af nýlundum frv. í þessum efnum má nefna, að
formaður félagsstjórnar má hvorki vera framkvæmd-
arstjóri né starfsmaður félagsins. Skyldur félags-
stjórnar eru auknar frá því sem nú er. Segir í frv.,
að stjórnin skuli annast um, að skipulag félags og
starfsemi sé jafnan í réttu og góðu horfi, svo og
fylgjast með því, að framkvæmdarstjóri gegni skyld-
um sínum. Er hverjum stjórnanda skylt að afla sér
vitneskju um atriði, sem hér að lúta. Sérstaklega ber
þó formanni að kynna sér bókhald félagsins að stað-
aldri og staðreyna, að eignir þess séu þar rétt taldar.
Nýmæli eru það í frv., að stjórnanda félags er ó-
heimilt að greiða atkvæði á stjórnarfundi um samn-
ingsgerð milli hans og félagsins eða um málshöfðun
gegn honum. Gildir þetla einnig um samningsgerð við
aðra aðilja og málshöfðun, ef stjórnandi hefur þar
verulegra hagsmuna að gæta, sem kunna að fara í
bág við hagsmuni félagsins.
Sé stjórnanda eða framkvæmdarstjóra áskilin á-
góðaþóknun, mælir frv. svo fyrir, að ekki megi miða
hana við hærri tekjur en hreinan ársarð, eftir að frá
er dreginn tekjuhalli fyrri ára, svo og framlög til
vararjóðs og skattgreiðslu.
í IX. kafla (83.—93. gr.) eru sett ítarleg ákvæði
um reikningsskil og ráðstöfun arðs.
Hér er það merkast nýmæla, að hlutafélagi er gert
áð skyldu að leggja fé í varasjóð, unz vissri fjárhæð
er náð. Skyldan til að leggja í varasjóð er samkv. frv.
bundin þessum skilyrðum m.a.:
1. Þegar félagið skilar hreinum arði, ber að leggja
10% af honum í varasjóð. Áður skal þó dreginn
frá ágóðanum halli fyrri ára, svo og hæfileg
fúlga til greiðslu áætlaðra skatta og útsvara
vegna rekstrar félagsins á reikningsárinu.
2. Sé hluthöfum greiddur hærri ársarður af hlut-
um þeirra en 6%, skal leggja í varasjóð fjár-
hæð, er ekki sé lægri en samanlögð arðsúthlut-
un umfram 6%.
Þegar varasjóður nemur 25% af hlutafénu. mega
framlög þessi lækka um helming, og falla niður. þeg-
ar hann hefur náð 50% hlutafjár. Þó skulu greiðslur
til varasjóðs haldast, ef skuldir félag ins, aðrar en
föst lán, sem greiðast eiga á 5 árum eða lengri tíma,
eru hærri en samanlagðar upphæðir hlutafjár og
varasjóðs.
Ef varasjóður nemur hærri fjárhæð en nú var sagt,
má árlega verja úr honum allt að 20% af því, sem
umfram er, til annarra nota en áður er frá greint.
Um úthlutun arðs eru nokkur ný ákvæði í frv.
Hluthafafundur getur ekki samþykkt hærri arðsút-
hlutun en félagsstjórnin leggur til, þó eiga hluthafar,
sem ráða yfir 20% hlutafjár hið minnsta, rétt lil að
úthlutað sé arði með eftirgreindum skilyrðum:
1. Að arðsúthlutun fari ekki fram úr helmingi af
hreinum tekjuafgangi síðasta reikningsárs, eftir
að jafnaður hefur verið tekjuhalli frá fyrra ári
og frá dregin skyld framlög til varasjóðs og til
greiðslu áætlaðra skatta og útsvars.
2. Að úthlutun arðs fari ekki fram úr 5% af
skuldlausum eignum félagsins.
Ef varasjóður nemur ekki 25% af skráðu hlutafé,
má ekki greiða hærri ársarð en 6% af greiddu hluta-
fé.
X. kaflinn (94.—100. gr.) geymir ákvæði um end-
urskoðun all mjög ýtarlegri og strangari en nú gilda.
Samkv. frv. skal endurskoðandi vera íslenzkur rík-
isborgari, heimilisfastur hér á landi, lögráða, fjár
síns ráðandi og hafa óflekkað mannorð. Hann skal
hafa nauðsynlega þekkingu á bókhaldi og atvinnu-
rekstri, miðað við starfsemi félagsins. — Endurskoð-
andi má ekki vera stjórnandi félags, framkvæmdar-
stjóri þess eða starfsmaður. Hann má ekki vera í
þjónustu stjórnanda, framkvæmdarstjóra, bókara eða
gjaldkera félags né heldur maki þeirra, skyldur þeim
eða mægður að feðgatali eða niðja eða að fyrsta lið
til hliðar, kjörforeldri eða kjörbarn, fósturforeldri eða
fósturbarn.
Hluthafahópur, sem ræður yfir meira en 1/3 hluta-
fjár, hefur rétt til að ráða vali eins endurskoðanda. Er
þetta eitt ákvæði af mörgum í frv., sem tryggja eiga
minni hluta í félagi.
Um félagsslit er rætt í XI. kafla (101.—120. gr.).
Ná ákvæðin fyrst og fremst til þess, þegar skylt er að
slíta félagi vegna brottfalls lögmætra skilyrða. Einn-
ig eru ákvæði um frjáls félagsslit. I því samhandi eru
sett ákvæði um sameiningu hlutafélaga.
I XII. kafla (121.—127. gr.) er rætt um svonefnda
samstæðu hlutafélaga (koncern). Núgildandi lög hafa
engin ákvæði um þessi efni. En samkv. frv. er það
sam.tæða hlutafélags, þegar félag (móðurfélag) ræð-
ur vegna hlulaeignar yfir meiri hluta atkvæða í öðru
félagi eða félögum (dótturfélögum). Hafi dótturfé-
lag sams konar yfirráð í öðru hlutafélagi, teljast bæði
þau félög dótturfélög móðurfélagsins.
XIII. kaflinn (128. gr.—133. gr.) fjallar um
skróningu hlutafélaga. Eru ákvæði hans all-mjöq; frá-
brugðin því, sem nú gildir. Er meginbreytingin í því
fólgin, að samkv. frv. er ætlazt til, að skránins: hluta-
félaga fari fram á einum stað á landinu, þ. e. hjá
skráningarstjóra, sem sé sjálfstæður embættismaður,
og er ætlazt til, að embætti hans sé ákveðið í firma-
lögum. Með þessu fyrirkomulagi á að tryggja, að um
þessi mál fjalli sérfróður maður, sem öðlast víðtæk-
ari reynslu en einstakir embættismenn, og honum
Framli. á bls. 28.
6
FRJÁLS VERZLUN