Frjáls verslun - 01.01.1953, Blaðsíða 22
f/Jlinnismer/íL
RáSagerSir liafa veriS uppi um þaS alllengi aS
reisa Skúla Magnússyni, landfógeta, minnismerki.
Fyrir nokkrum árum tók svo Verzlunarmannafélag
Reykjavíkur máliS í sínar hendur og skipaSi nefnd
til a&' hrinda því í framkvæmd. í nefnd þessa voru
kosnir þeir Egill Guttormsson, Erlendur Ó. Péturs-
son, Oddur Helgason, Oscar Clausen og Vilhjálmur
Þ. Gíslason. Miklu og vandasömu undirbúningsstarfi
nefndarmanna er nú lokið, þar sem frummynd minn-
ismerkisins er um það bil að verða tilbúin. Ráðgert
er að senda hana til Kaupmannahafnar, en þar mun
hún verða steypt í eir.
Gerð myndastyttunnar var í uj>phafi rædd við tvo
myndhöggvara, þá Einar Jónsson og Guðmund Ein-
arsson frá Miðdal. Færðist Einar undan því að taka
að sér verkið sökum vanheilsu. Guðmundur Einars-
son tók að sér að gera uj)pkast að minnismerkinu, og
féllst nefndin á frummynd hans. Er Guðmundur um
þessar mundir að leggja síðustu hönd á verkið, og
mun frummyndin verða send utan strax og hún er
tilbúin. Er ráðgert að eirsteypan verði fullgerð að
hausti eða snemma næsta vetrar, og gæti þá minnis-
merkið komið til landsins fyrir næstu áramót. Nefnd-
in telur æskilegt, að það verði afhjúpað á aldaraf-
mæli verzlunarfrelsis íslendinga í janúar n.k. Skúli
fógeti lét, sem kunnugt er, mest til sín taka verzlun-
armál og framkvæmdir í Reykjavík á sviði iðnaðar,
auk embættisverka sinna og ritstarfa. Þeirra höfuð-
þátta í starfi hans, sem við koma sögu Reykjavíkur
og sögu iðnaðarins, hefur nýlega verið minnct á
myndarlegan hátt með Revkjavíkursýningunni 1949
og Iðnsýningunni 1952. Eftir er að minnast sérstak-
lega baráttu Skúla fyrir eflingu frjálsrar íslenzkrar
verzlunar, og stendur það engum nær en íslenzkum
verzlunarmönnum. Virðist vel til fallið að tengja þá
minningu við aldarafmæli verzlunarfrelsisins, því að
þau málalok, sem þá fengust, voru að miklu leyti
reist á rökum þeirrar baráttu og þeirra framkvæmda,
er Skúli hóf.
Guðmundur EinarsBon frá Miðdal
leg-jrur síðustu hönd á líkneski Skúla fógeta.
Nefndin og listamaðurinn hafa verið sammála um
það að reyna að fá einfalda og stílhreina mynd. Tel-
ur nefndin, að sú myndastytta, sem nú er nær full-
gerð, nái þessum tilgangi og fullnægi því að vera í
senn góð táknmynd um stórhuga og stórbrotinn mann,
og listaverk, sem geti orðið bæjarprýði. I.íkneskið
sjálft er 2,80 m. á hæð og undir því stallur um 2 m.
hár. Gert er ráð fyrir, að minnisvarðinn kosti upp-
kominn um 125 þúsund krónur. Rætt hefur verið við
borgarstjóra um það að fá hann reistan við Aðal-
stræti á því svæði, þar sem „innréttingar" Skúla fó-
geta voru.
Ekki er vitað, að til sé samtíma mynd af Skúla fó-
gela, en til er lýsing samtímamanns á honum (eftir
Jón sýslumann Jakobsson), og eftir henni hefur að-
allega verið farið. Þar segir: „Var landfógeti Skúli
22
ERJÁLS VERZLUN