Frjáls verslun - 01.01.1953, Blaðsíða 7
Olíustöð Shell við Skerjafjörð.
ÍSHELL
SHBLL A. ÍSLJLILSnDX
Þdttaskil í olíuverzlun landsmanna.
Olíunotkun landsmanna var ekki fyrirferðamikil að
magni til á fyrstu árum tuttugustu aldarinnar. Ekki
var heldur við öðru að búast. Vélamenningin liafði
ekki enn náð að halda innreið sína inn í atvinnuvegi
þjóðarinnar. Atvinnutækin voru starfrækt á hinn
frumstæðasta hátt. Steinolía var þó orðin hér nauð-
synjavara og hafði svo verið frá því á síðari helming
19. aldarinnar. Hún var notuð til ljósa á velflestum
bæjum og flutt á helztu hafnir landsins í tunnum.
Með komu fyrsta bátamótorsins til landsins árið
1907 má segja að hefjist ný þáttaskil í atvinnuvegun-
um. Landsmenn höfðu reyndar skömmu áður komizt
í kynni við togarana, en þeir voru knúðir af gufu-
afli. Nú var skriðan komin af stað. Bæði til lands og
sjávar jókst þörfin fyrir olíu- og benzínhreyfla. Til-
koma bifreiðarinnar olli hér straumhvörfum. Hinum
nýju aflvélum varð að sjá fyrir ódýru eldsneyti, og
óx sú þörf með hverju ári. 011 olía og benzín lands-
manna var flutt hingað í tunnum, og síðan dreift út
um hafnir landsins með strandferðaskipum eða öðr-
um skipum, sem til náðist. Þessi tunnuflutningar voru
óhentugir og dýrir. Tilgangslaust var að senda hingað
sérstök olíuflutningaskip erlendis frá, þar sem hveigi
var aðbúnaður til að losa þau.
Með sívaxandi olíu- og benzín-notkun varð mönnum
það ljóst, að hér þurfti að koma á stórfelldri breyt-
ingu til batnaðar. Olíuflutningar með tankskipum
mundu lækka verðið á þessari nauðsynjavöru og
dreifing öll verða auðveldari og betri. Til þess að svo
mætti verða, varð að reisa hér olíustöð með öllu því
sem henni tilheyrði. Það var haganlegast fyrir þjóð
ina og óhjákvæmilegt í sambandi við þróun atvinnu-
veganna og auknar samgöngur. En slíkar fram-
kvæmdir kosta mikið fé, og það var ekki fengið að
öllu leyti hér innanlands.
Risavaxnar bYrjunarframkvœmdir.
Undirbúningur að stofnun félagsins hófst þegar á
árinu 1926. og náðust samningar við brezk-hollenska
félagið Shell, er starfrækir olíuverzlun um allan heim,
um að leggja fram fé til framkvæmdanna á móti Is-
lendingum.
Árið eftir var svo hafizt handa um byggingu olíu-
stöðvarinnar, en fest hafði verið kaup á lóðarspildu
í því augnamiði í Skildinganesi við Skerjafjörð.
FRJÁLSVERZLUN
7