Frjáls verslun - 01.01.1953, Blaðsíða 18
Ný lög varðandi vevzlun og viðskipti
Síðasta alþingi samþykkti nokkur lög, er snerta
verzlun og viðskipti, og skal þeirra getið hér lítillega.
Niðurfelld aðflutningsgjöld á kaffi og sykri.
Hér er um breytingu á tollskrá að ræða þannig, að
niður falli aðflutningsgjöld af kaffi og sykri, og að
heimilt verði að endurgreiða verzlunum aðflutnings-
gjöld af birgðum þessarra vörutegunda, er þær áttu
22. des. s.l.
Löggilding verzlunarstaðar í Vogum.
Ólafur Thors flutti frumvarp um löggildingu verzl-
unarstaðar í Vogum í Gullbringusýslu. Til voru eldri
lög um það, að Vogavík á Vatnsleysuströnd skyldi
vera löggiltur verzlunarstaður. Helzti kosturinn við
löggildingu verzlunarstaðar er, að auðveldara er að
fá veðdeildarlán út á mannvirki á staðnum.
Sá skilningur var lagður í eldri lög, að í þeim væri
aðeins átt við næsta svæði umhverfis Vogavík, en
byggðin þarna hefur aukizt verulega og langt út fyr-
ir víkina. Samkv. nýju lögunum er öll sú byggð talin
væri að binda til lengri tíma.
Framkvœmdarbanki íslands.
Ríkisstjórnin flutti frumvarp um stofnun Fram-
kvæmdarbanka Islands, og samþykkti alþingi það
sem lög eftir miklar og harðar umræður. Fram-
kvæmdarbankinn verður fyrst og fremst fjárfesting-
arbanki, þ. e. hann á að afla lánsfjár innanlands og
erlendis til fjárfestingar í landinu. Áður var sú láns-
fjáröflun á höndum fleiri aðilja. Sérstaklega er þýð-
ingarmikið það hlutverk að afla stofnfjárlána til
lengri tíma innanlands, en sú starfsemi hefur legið
að nokkru leyti í molum undanfarið. Engin stofnun
hefur verið til í landinu, sem sérstaklega er ætlað að
hafa forgóngu um söfnun fjár innanlands, sem hægt
væri að binda til lengri tíma.
Samkvæmt hinum nýjum lögum er fjármálaráð-
herra heimilt að ábyrgjast fyrir hönd ríkissjóðs allt
að 80 milljón kr. lán erlendis til bankans. Stofnfé
hins nýja banka verður samtals að upphæð 95 millj.
krnur. Leggur ríkissjóður féð fram í skuldabréfum
fyrir lánum Sogsvirkjunar, Laxárvirkjunar og Áburð-
arverksmiðjunnar úr Mótvirðissjóði.
Þá skal bankanum falin varðveizla Mótvirðissjóðs
og einnig skal bankinn. ef fjármálaráðherra óskar
þess, annast innheimtu á vöxtum og afborgunum af
lánum, sem ríkið hefur veitt.
Hlutverk bankans er að efla atvinnulíf og velmeg-
un íslenzku þjóðarinnar með því að beita sér fyrir
arðvænlegum framkvæmdum, sem gagnlegar eru þjóð-
arbúinu og styðja þær. Skal starfsemi bankans í meg-
inatriðum miðuð við það að stuðla að auknum afköst-
um í framleiðslu og dreifingu.
Skýrslur verðlagsstjóra.
Alþingi samþykkti sem lög frumvarp um viðauka
við verðlagslögin. Aðalbreytingin er í því fólgin, að
verðgæzlustjóri skal birta mánaðarlega skýrslu, er
sýni hæsta og lægsta verð á helztu nauðsynjavörum.
sem framfærsluvísitalan byggist á. Einnig skal hann
birta á 3ja mánaða fresti skýrslu, er sýni liæsta og
lægsta útsöluverð á aðaltegundum byggingarefnis í
Reykjavík og Hafnarfirði. Jafnframt skal verðgæzlu-
stjóri afla upplýsinga um útsöluverð sömu vörutsg-
unda á helztu verzlunarstöðum annars staðar á land-
inu og birta tvisvar á ári skýrslu, er sýni hæsta og
lægsta útsöluverð þar á þessum vörum.
Verðjöfnun á olíu og benzíni.
Frumvarpið um verðjöfnun á olíu og benzíni varð
hið mesta hitamál á Alþingi, en var að lokum sam-
þykkt óbreytt í Efri deild. Afstaða þingmanna til
frumvarpsins mótaðist eingöngu eftir héraðshags-
munum hvers þeirra um sig. Þannig voru þingmenn
kjördæmanna við Faxaflóa á móti frumvarpinu eða
báru fram breytingatillögur, en þingmenn hinna fjar-
lægari kjördæma stóðu fast með því og komu því
mikið til óbreyttu í gegnum þingið. Samkvæmt þess-
urn nýju lögum skal söluverð á gasolíu, brennslu-
olíu, Ijósaolíu og benzíni vera hið sama á öllum út-
sölustöðum á landinu.
18
FRJÁLS VER!!MJN