Frjáls verslun - 01.01.1953, Blaðsíða 20
I»cir synífja í Páfaffarði
fyrir Hans Hcilaffleika,
Píus páfa.
Mót suðrænni sól
egar „Gullfoss“ lét úr Reykja-
víkurhöfn að kvöldi 25. marz áleið-
is til Miðjarðarhafslanda með rösk-
lega 200 farþega innanborðs, var
mikill mannfjöldi samankominn á
hafnarbakkanum til að óska far-
þegum og farkosti góðrar ferðar.
Með skipinu fór Karlakór Reykja-
víkur í fjórðu utanlandsferð sína,
en kórfélagarnir eru alls 38 auk ein-
söngvarans, Guðmundar Jónssonar,
og einleikarans, Fritz Weisshappels,
Söngstjóri kórsins er sem fyrr Sig-
urður Þórðarson, en Þórhallur Þor-
gilsson, magister, hefur á hendi far-
arstjórn. Söngskráin er á þreniur
tungumálum, frönsku, ítölsku og
s])önsku. — Fyrsti samsöngur Karla-
kórs Reykjavíkur verður í Algier-
horg í Norður-Afríku þann 1. apríl.
Það verður í fyrsta skijiti, sem ísletizkur kór syngur í
þeirri heimsálfu. Á Ítalíu mun kórinn syngja í Pal-
ermo á Sikiley, i Rómaborg og Páfagarði, og ef til
vill í Napoli og Genúa. I Milano verður sungið inn á
])lötur fyrir Flis Masters Voice. Þá verður komið við
í Nizza, Monte Carlo, Barcelona og Lissabon og
sennilega sungið á öllum þessum stöðum. Karlakórinn
mun ennfremur syngja viða í útvarp.
Auk Eimskipafélags Islands og Karlakórs Reykja-
víkur stendur ferðaskrifstofan Orlof einnig að þessu
mikla ferðalagi, en hún hefur séð um allan undirbún-
ing á landferðum ytra. Ásbjörn Magnússon, forstjóri
Orlofs er með í förinni, og hefur hann sérstaka skrif-
slofu til afnota á skipinu. 1 Algier fer einn ferða-
mannahó])urinn suður að mörkum Sahara-eyðimerk-
urinnar, og gefst
mönnum þar kostur
á að koma á bak
úlföldum, vera við-
staddir bænahald mú-
hameðstrúarmanna
og sjá arabiska
dansa í skemmtilegu
umhverfi. Geta fa'r-
þegar á „Gullfossi"
valið á milli fjöl-
margra ferða á landi
frá þeim borgum, þar sem höfð er viðkoma, en ferð-
irnar taka allt frá hálfum degi upp í fimm daga sú
lengsta.
„Gullfoss“ fer með fullfermi af saltfiski til ltalíu
og lestar síðan vörur til Islands á Spáni, Portúgal og
Ítalíu. Skipið er væntanlegt aftur til Reykjavíkur 25.
apríl, og hefur þá ferðin tekið réttan mánuð. Vega-
lengdin, sem „Gullfoss“ fer, er 6209 sjómílur, en
skipið verður á siglingu samtals 16 daga og 17 tíma.
Viðstaða, sem fólk hefur í landi, verður hins vegar
13 dagar og 17 tímar.
Vonandi verður þessi Miðjarðarhafsferð „Gullfoss“
og Karlakórs Reykjavíkur til mikillar ánægju fyrir
alla þátttakendur og jafnframt hin bezta landkvnning
fyrir okkur í hinum suðrænu sólarlöndum.