Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1953, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.01.1953, Blaðsíða 14
sögðu kom þaö greinilega fram, að lóðarverð hefur mjög mikla þýðingu við slíkan samanburð svo og byggingarmáti. í lok desember 1952 höfðu þeir lokið við að byggja 1450 íbúðir frá því verkið hófst, en íbúðir í byggingu voru þá um tvö þúsund. Ibúðir þe:sar skiptast þannig eftir herbergisfjölda: Tvö herbergi, eldhús og bað, 5% Þrjú — — — 25% Fjögur — — 64% Fimm — — — 5% Sex — — — 1% VIÐ BVGGINGU þessarra íbúðarhúsa hefur verið notað hið venjulega enska byggingarefni, sem er múr- steinn í alla veggi, en loft og þak úr timbri. Á þakið er síðan settur þaksteinn. Til þess að gera húsin sem ódýrust, hefur verið leitazt við að finna nýjar „stand- ard“-gerðir íbúða svo og nýjan byggingarmáta, þrátt fyrir notkun hins hefðbundna byggingarefnis, sem notað er. Arkitektinn, sem ég talaði við, taldi, að þetta hefði að nokkru leyti tekizt. Einkum taldi hann, að um verulegan efnissparnað væri að ræða. Ekki ber þó að skilja þetta svo, að þeir séu aðeins með eina gerð íbúða af hverri stærð, því að nú um áramótin var verið að byggja 50 mismunandi gerðir húsa, enda telja þeir það mjög nauðsynlegt að hafa ávallt marg- ar gerðir í byggingu í einu, svo hver og einn leigjandi geti fundið íbúð við sitt hæfi. Vegna þess að gerðirn- ar eru svo margar, hafa þeir ýmsa ,,standard“ hluti, svo sem eldhús, hurðir með körmum, glugga, þak- sperrur, bita o.fl., sem þeir geta notað í öll húsin. HUS þessi eru aðeins hituð upp með arineld í stofu, en sumir arineldanna eru þannig úr garði gerð- ir, að nokkurn hita er hægt að fá í næstu herbergi. Sérstakur ofn er til að hita baðvatn og heitt vatn í eldhús, og er þessi ofn ýmist hitaður með gasi eða kynntur með kolum. Ibúarnir eiga þess kost að velja um, hvort þeir vilja heldur gas- eða rafmagnseldavél í eldhús. í öll- um húsunum er timburgólf úr furu. ALLAR íbúðirnar hafa sinn eigin garð nema þær, sem eru í þriggja hæða húsunum, en þær íbúðir hafa svalir og sameiginlegan leikvöll fyrir börn. Eldhús- in í einbýlishúsunum snúa öll út að garði, þar sem yngstu börnin geta leikið sér undir eftirliti húsmóð- urinnar, á meðan hún gerir eldhúsverkin. Erda er mjög þægilegt að koma slíku við, þar sem öll húsin eru kjallaralaus, og stofugólf liggur aðeins einu þrepi ofar en garðurinn. Fyrir stærri börn er svo lítill sam- eiginlegur leikvöllur fyrir hverja húsasamstæðu. KOSTNAÐURINN við að byggja fjögra herbergja íbúð er um kr. 85.000.00, en fer stöðugt hækkandi. Ekki er hægt að segja annað en að leigan sé mjög hagstæð, en hún er nú í þeim húsum, sem síðast voru byggð, um 315.00 kr. á mánuði fyrir fjögurra her- bergja íbúð. Ástæðan fyrir því, að hægt er að leigja íbúðir þessar út á svo hagstæðu verði, er. að þarna er Sambyggð tveggja hæða einbýlishús. 14 FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.