Frjáls verslun - 01.01.1953, Blaðsíða 26
Ai sjónarhóli verzlunarmanns:
VERZLUNARFÓLK OG PÖNTUNARFÉLÖGIN
Að undanförnu hefur það tíðkast mjög hér í Reykja-
vík, að setja á stofn svo nefnd pöntunarfélög. Þeir
sem frumkvæði eiga að þessum samtökum, eru aðal-
lega úr hópi opinberra starfsmanna, en auk þess hefur
starfsfólk ýmissa einkafyrirtækja einnig farið inn á
þessa braut. Vinnur starfsfólkið sjálft að innkaupum
og dreifingu þeirra vara, sem hafðar eru á boðstól-
um, en dreifingin fer oft á tíðum fram í húsnæði, sem
viðkomandi stofnun eða fyrirtæki lætur starfsfólki
sínu í té án endurgjalds. Dreifingarkostnaður verður
því sáralítill, en af því leiðir sá möguleiki fyrir pönt-
unarfélögin að selja vörurnar undir því verði, sem
sérverzlanir verða að fá fyrir þær á hverjum tíma.
Á þessu stigi málsins er erfitt að gera sér grein
fyrir því, hvort pöntunarfélögin eiga framtíð fyrir
sér hér á landi eða ekki. Ur því mun framtíðin skera.
Það er nú einu sinni svo í okkar þjóðfélagi, að ýms
fyrirbæri, sem þjóta upp cins og gorkúlur, eru bráð-
smitandi, og áður en varir er stór hópur manna búinn
að taka „pestina“. Þannig er þessu varið með pöntun-
arfélögin. Þau hafa af og til skotið upp kollinum; sum
hafa þróast en önnur hafa lognast út af. Nú í seinni
tíð virðast fleiri hafa smitast af stofnun pöntunar-
félaga en dæmi eru til áður, og er sérstaklega áber-
andi, hve fjölmennur hópur opinberra starfsmanna
er þar á meðal. í þessu sambandi er ekki úr vegi að
varpa fram þeirri spurningu til þeirra manna, er að
þessum félögum standa, hvort þeir séu þess með-
vitandi að enn er við líði stétt manna, sem nefnt er
verzlunarfólk, og er þá í þessu tilfelli átt við af-
greiðslufólk í verzlunum.
Nú leikur enginn vafí á því, að svo framarlega sem
hin svonefndu pöntunarfélög halda áfram að stinga
upp kollinum og starfa óhindrað að dreifingu vara
til meðlima sinna, þá hlýtur að reka að því, að smá-
kaupmennzka hér á landi dragist saman stórlega, ef
hún þá ekki legzt niður með öllu. Virðist þá vera ofur
auðvelt að álykta, hver verði örlög fjölmennrar stétt-
ar launþega, sem stendur algjörlega varnarlaus gegn
ásókn utanaðkomandi aðila. Það getur ekki dulist
mönnum, :sem staldra við og hugsa málið til hlítar,
að með stofnun pöntunarfélaga er verið að ganga í-
skyggilega inn á verksvið launþega í verzlunarstétt,
sem hafa gert afgreiðslu í verzlun að atvinnu sinni.
Fólk í ólíkum starfsgreinum, sem aldrei hefur við
afgreiðslustörf fengizt, binzt nú samtökum, sem bein-
línis miða að því að rýra atvinnumöguleika hjá stór-
um hóp samborgara þess. Ætli það myndi verða látið
lengi viðgangast, að verzlunarfólk myndaði með sér
samtök, sem gengu jafn freklega á atvinnuréttindi
þessa fólks, sem stuðlað hafa að viðgangi pöntunar-
félaganna, og raun ber vitni? Slík samtök yrðu án
efa kyrkt í fæðingu og verzlunarmenn stimplaðii sem
hinir mestu óþurftarmenn þjóðfélagsins.
Hér er það mikið alvörumál á ferðinni, að opin-
berir aðilar geta ekki látið hjá Iíða að veita því at-
hygli og gera þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar verða
að teljast, ef heil stétt launþega þessa lands á ekki að
þurrkast út með öllu. Nú kunna sumir að álíta, að
stofnun pöntunarfélaga sé fyrst og fremst áhyggju-
efni kaupmannanna sjálfra, þar sem vöruvelta þeirra
hlýtur óhjákvæmilega að dragast saman. Þetta er þó
ekki rétt nema að nokkru leyti, þar eð allur sam-
dráttur, sem á sér stað í verzlunni, bitnar fyrst og
fremst á launþegunum. Virðist það ofur augljóst mál,
að minnki vörusala verzlunar til mikilla muna, þá
fer ekki kaupmaðurinn að segja sjálfum sér upp
starfi. Það er afgreiðslumaðurinn, launþegi kauji-
mannsins, sem verður látinn víkja frá störfum, þegar
svo er komið, en kaupmaðurinn annast verzlunar-
störfin meðan hægt er að halda rekstrinum áfram.
Getur það talizt ósanngjörn réttlætiskrafa verzl-
unarstéttarinnar að óska eftir vernd hins opinbera
gegn því að gengið sé jafn freklega inn á verksvið
hennar og gert er með stofnun pöntunarfélaga? Það
verður að vinna markvisst að því að tryggja verzlun-
arfólki mannsæmandi atvinnurétlindi á við aðrar
stéttir þjóðfélagsins, þannig að þetta fólk þurfi ekki
ætíð að eiga yfir höfði sér öryggisleysi í atvinnu sinni.
Verzlunarfólk verður að sameinast um að fylgja
fram slíkri réttlætiskröfu.
26
FRJÁLS VERZLUN