Frjáls verslun - 01.01.1953, Blaðsíða 23
Ný sérverzlun í úthverfi bcejarins Nýr skólastjóri Verzlunarskólans
Verzlunin „Kjöt og grænmeti“ við Snorrabraut hér
í bæ opnaði 30. janúar s.l. nýtt útibú við Nesveg 33.
Er þetta eina sérverzlunin á stóru svæði þarna vestur
frá. Úthverfin hafa oft og tíðum verið nokkuð af-
skipt hvað snertir góðar verzlanir, hvað þá heldur
sérverzlanir. Ber því vissulega að fagna, þegar góð
og þekkt verzlunarfyrirtæki hjóða íbúum úthverfanna
þjónustu sína. Fyrirtækið „Kjöt og grænmeti“ er ekki
gamallt að árum (stofnað 2. apríl 1947), en það er
fyrir löngu þekkt meðal hæjarhúa fyrir góðar vörur
og afbragðs þjónustu. f þessari nýju verzlun eru að
sjálfsögðu seldar allar þær vörur, sem kjötverzlanir
hafa á boðstólum. Verzlunin er innréttuð á nýtízku
hátt og með frystiklefa, eldhúsi og góðum gevmslum.
Vinna að staðaldri 2—-3 menn við verzlunina. í aðal-
verzluninni við Snorrabraut vinna hinsvegar tíu
manns, en þar starfra^kir fyrirtækið kjötvinnslustöð
fyrir báðar húðirnar.
Verzlunarstjóri nýju búðarinnar við Nesveg er
Halldór Guðmundsson. Forstjóri „Kjöts og grænmet-
is“, Hreggviður Magnússon, er ungur maður, en þó
með langa reynslu að haki í þessari verzlunargrein.
Hreinlæti og hirðusemi er aðalsmerki sérhverrar
góðrar verzlunar. Þau einkunnarorð hafa forráða-
menn „Kjöts og grænmetis“ tileinkað sér, enda eru
búðir þeirra mjög hreinlegar og lil fyrirmyndar öðr-
um verzlunum bæjarins.
FRJÁLS VERZLUN óskar forráðamönnum l'yrir-
lækisins allra heilla með þessa nýju verzlun og hvet-
ur þá jafnframt til að gera ,,innrás“ í fleiri úthverfi
bæjarfélagsins.
með hærri meðalmönnum á vöxt, meðal herðahreiður,
vel limaður en ei gildlimaður, handprúður, lá fram
hrjóstið, rétt líkamaður, að andlitssköpun stór höfð-
ingleitur, en hólugrafinn, nefið þar eftir, eygður var
hann vel, þar til hann 1787 missti sjón á hægra auga,
af ígerðarhólgu. Augnabrúnagerr var hann ef mislík-
aði, (sem var kynfylgja)“.
Skúlanefnd Verzlunarmannafélags Reykjavíkur hef-
ur nú fjársöfnun til styrktar því málefni, sem henni
var falið að vinna að. Mun Hjörtur Hansson, stórkauj)-
maður veita henni forstöðu. Heitir nefndin á verzlun-
armenn svo og allan almenning að taka málaleitan
liennar vel, þannig að framkvæmd þessi megi verða
verzlunarstéttinni til sæmdar og verzlunarfrelsi lands-
manna til verðugrar minningar um ókomin ár.
Dr. Jón (lísljison, skóhistjóri.
Skólanefnd Verzlunarskólans hefur sett dr. Jón
Gíslason sem skólastjóra í stað Vilhjálms Þ. Gísla-
sonar, er tók við útvarpsstjóraembættinu 1. febrú-
ar s. 1.
Dr. Jón Gíslason hefur um margra ára skeið ver-
ið aðal-tungumálakennari Verzlunarskólans. Hann er
fæddur árið 1909 að Gaulverjabæ í Flóa. Stúdent
varð liann 1929 og tók doktorsgráðu 1934. Las hann
gömlu málin, svo og ensku og frönsku við háskólana
i Berlín og Munster í Þýzkalandi. Hann hefur kennt
við Verzlunarskólann síðan 1935, og fastur kennari og
yfirkennari hefur hann verið síðan 1941. Hefur hann
kennt ensku og þýzku, svo og latínu og frönsku í
lærdómsdeild skólans.
Auk kennsluslarfa hefur dr. Jón gefið út ýmis rit,
stór og smá.
Allir þeir mörgu nemendur, er notið hafa tilsagnar
dr. Jóns við málanám, ljúka lofsorði á hæfileika
hans sem kennara og prúðmannlega framkomu.
FRJÁLS VERZLUN árnar hinum nýja skólastjóra
allra heilla í starfinu.
FRJÁLSVERZLUN
23