Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1953, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.01.1953, Blaðsíða 13
Aðalinngangur í verzlunarhvcrfið. næst miðbænum, og þeirra er liggja fjærst. Einnig hefur umferð verið flutt af gamla veginum, sem nú liggur í gegnum miðbæinn, á annan helming hring- brautarinnar. Þar sem þvervegir skera hringbrautina, hafa verið gerð hringtorg til þess að losna við um- ferðarhnúta. Vegna þeirra geysiumferðar, sem um götu þessa verður, hefur hún verið algerlega einangr- uð frá íbúðarverfunum með trjárunnum. Það er því ekki hægt að komast út á hana, nema eftir þverveg- unum, sem liggja milli hverfanna. HVERT íbúðarhverfi á að rúma 4500 til 6500 íbúa. Við útreikninga er reiknað með, að 125 manns búi á hverjum hektara landssvæðis. Er þá gengið út frá, að meðal-fjölskylda sé 3,25 manns. Alhugun á þessu var látin fara fram í einum af þessum bæjum og sýndi það sig, að þetta var mjög nálægt því sanna, sem reyndist vera 3,266 manns í meðal-fjölskyldu. HVERT hverfi hefur sitt eigið „centrum“ með öll- um nauðsynlegum verzlunum, er sjá fyrir daglegum þörfum íbúanna, svo og kirkju, leikvelli og skóla, sem verður innréttaður þannig,' að samkomusal hans má nota fyrir samkomur íbúanna, ef á þarf að halda. Ennfremur verður þarna „hús fólksins“, en það er ölstofa. Áður en hafizl er handa um byggingarframkvæmd- ir, er hvert hverfi skipulagt í öllum smáatriðum. Gerð húsa ákveðin og fjarlægð þeirra frá götu, svo og götu- breiddir. Þegar þessu verki er lokið, er byrjað á því að leggja allar nauðsynlegar leiðslur um hverfið, ekki einungis í göturnar, heldur að hverju einstöku húsi. Eftir það eru vegirnir steyptir og fullgerðir, nema gangstétt og síðasta asfaltslitlagið, sem sett er á, um leið og verið er að ljúka við húsin. Á þennan hátt vinnst verkið ódýrast og á s.em stytztum tíma, þar sem öll bráðabirgða vinna verður óþörf. ÁVALLT eru tvö íbúðarhverfi í byggingu samtím- is. Er það gert lil þess að fólk geti frekar valið um. í hvoru hverfinu það vill heldur vera. Nú sem stend- ur eru að mestu fullbyggð tvö hverfi. nema verzlun- arhúsin, sem verið er að byrja á, svo og tveim kirkj- um og ölstofu. í næstu tvö hverfi er nú þegar lokið við að leggja allar leiðslur í gölur og verður bvrjað á byggingu íbúðarhúsanna nú með vorinu. HUS þau, sem þeir hafa byggt, eru tveggja hæða sambyggð einbýlishús, þriggja hæða hús með tveim og þremur íbúðum við hvert stigahús, og svo nokkur einna hæðar íbúðarhús. Eins og að líkum lætur, eru tveggja hæða einbýlishúsin lang flest. enda hefð- hundinn byggingarmáti í Englandi. BYGGINGARNEFNDIN lét gera nákvæma athug- un á byggingarkostnaði hárra íbúðarhúsa, en niður- staða þeirrar rannsóknar leiddi í ljós, að mun dýr- ara yrði að byggja slík hús pr. m2 íbúðarrýmis en ef lægri húsin yrðu byggð. Einnig yrðu þau dyrari í rekstri en hin lægri, og var því algerlega fallið frá því að byggja nokkuð af slikum húsum. Að sjálf- FRJÁLS VERZLUN 13

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.