Frjáls verslun - 01.01.1953, Blaðsíða 17
^^ugsburger Buntweberei Riedinger er
ekki einungis vefnaðarverksmiðja,
því fyrirtækið hefur spunadeild. vefn-
aðardeild, litunardeild og frágangs-
deild. Er þetta eina verksmiðjan, sem
framkvæmir allt innan sinna veggja,
að gera fullunnin klæði úr hráefnum
og þetta er einnig eina verksmiðjan,
sem notar ekkert annað hráefni en
gerfiull (zellwolle).
Árum saman hefur gerfisilki verið
samkeppnisfært samanborið við hvers-
konar efni úr jurtaríkinu. Fljótt á lit-
ið er ekki hægt að greina sumar teg-
undir gerfiefna frá ullarefnum. þótt
fagmaður sé að verki. Það er sannan-
lega hægt að framkvæma þetta, því
50.000.000 yards liafa verið sendir á
markaðinn.
Þegar árið 1937 var Augsburger
Buntweberei Riedinger kunnugt um
hvers var af gerfisilkinu að vænta. Þeir
notuðu það í allar vörur, sem þeir
framleiddu án þess að blanda það
öðruin trefjum. Aðaltilgangurinn var
að framleiða ullarefni úr gerfiull.
Að loknum tilraunum, sem fram-
kvæmdar voru erlendis. komst fyrir-
tækið að þeirri niðurstöðu að þegar
tekið væri tillit til útlits, framkvæmd-
arverðlags o.s.frv., stæði gerfisilkið
efnum úr jurtaríkinu fyllilega á
sporði. Framboð þess fyrir veturinn
1952/53 hófst í marz s.l., og fengust
byrjunarpantanir í Bandaríkjunum fyr-
ir 95.000 dollara.
Sum árin fyrir og eftir styrjöldina
og sum stríðsárin höfðu Riedinger 60
—70% af samanlögðum úiflutningi
Þýzkalands á litarspunnu gerfisilki.
Eins og er, þá er þetta eina verksmiðjan,
sem útvegar efni þessi til Bandaríkj-
anna. Utflutningur hennar s.l. vor var
sex sinnum meiri en 1950 og búist er
við 10—15% aukningu á yfirstand-
andi ári.
Unpffrúin á myndinni sczt hcr skarta fallcjfu
pilsi or; licrðasjali, hvorttveg;«:ja úr gerfi-
ullarefni.
Nýjung í vefnaðarvöru:
ERFIULLAREFNI