Frjáls verslun - 01.01.1953, Blaðsíða 15
byggt fyrir hagstæð lán til 60 ára. Uj>phaflega v.oru
vextir 3%, en liafa nú hækkað í 4%.
Vegna þess að byggingarkostnaður hefur hækkað að
undanförnu all verulega svo og vextir, þá mun vera
óhjákvæmilegt að hækka leiguna nokkuð frá því sem
nú er. Ekki má jafna leiguna, og skajtar þetta því
nokkra erfiðleika, ef leigan verður mun hærrj hjá
þeim sem seinna flytja til bæjarins, en hjá slíku
verður ekki komizt, þar sem bæði verðlag á bygging-
um svo og vextir fer stöðugt hækkandi. En þetta er
mjög alvarlegt þjóðarvandamál í Englandi, engu síð-
ur en hér.
ÞEGAR verðlag á húsum í Englandi er borið saman
við verðlag húsa hér heima, verður að hafa það í
huga, að hús, sem hér um ræðir, eru af allt annarri
gerð en við verðum að byggja. Vegna liins tiltölulega
milda loftslags eru húsin svo til óuj>]>hituð á okkar
mælikvarða, einangrun er lítil, og grunnur er mjög
hagstæður, þar sem hvergi þarf að grafa nema 60 —
70 cm. djúj>a skurði í leirjarðveg og síðan er h.egt að
steyjta undirstöður og neðsta gólf. Verðlag á vtnnu
og efni er mun lægra en hér, en að síðustu eru það
kröfurnar, sem gerðar eru til íbúðarinnar. Þær eru
mun minni en hér gerist almennt.
Hverfin eru öll skipulögð þannig, að allar gerðir
af húsum, sem þeir byggja á hverjum tíma, eru í
hverfi. Er það gert m. a. til þess að tryggja það, að
fólk úr öllum stéttum, bæði hvað efnahag snertir svo
og stærð fjölskyldu, dreifist jafnt um allan bæinn.
ÍÐNAÐARHVERFIÐ er aðeins eilt, og telja þeir
það óþarfa að bafa það víðar í ekki stærri bæ. En þá
verður maður að hafa það í huga, að bær þessi er ekki
stór um sig, þrátt fyrir þá 60 þúsund íbúa, sem hann
á að rúma. Ástæðan fyrir því, að bærinn er ekki
stærri um sig, er sú, að hægt hefur verið að skijtu-
leggja hann hringmvndaðan kringum aðalverzlunar-
hverfið.
Iðnaðarhverfið er skijnilagt á mjög skemmtileg-
an hátt og gæti það alveg eins verið verzlunar-
hverfi til að sjá. Allt er þar svo snyrtilegt, breiðar og
hreinar götur, húsin í sundurlausri byggð og standa
flest nokkurn spöl frá götunni, en á milli gatnanna
og verksmiðjanna, sem lokið var við að byggja, var
búið að jdanta trjágróðri og sá grasfræi, svo að þarna
voru hinir skemmtilegustu garðar fyrir framan hverja
verksmiðju.
SUMAll verksmiðjurnar eru byggðar af bygging-
arnefndinni og leigðar út. en aðrar eru bvggðar af
einstaklingum og eru þá þeirra eign. Ef byggingar-
nefndin byggir verksmiðjurnar, eru þær leigðar út með
mjög hagkvæmum kjörum. Nefndin byggir eingöngu
„standard“ verksmiðjur, einnar hæðar, en þær geta
verið mjög mismunandi að stærð, eftir því sem hver
einstakur leigjandi óskar.
Hús þessi eru öll með bogaþökum, til þess að geta
haft sem lengst bil milli súlna og tryggja þar með,
að húsin hæfi sem flestum. I öllum þessum verksmiðj-
um nota þeir ofanljós og er það gert bæði vegna
þess, að slíkt er hagkvæmast fyrir flesta vinnu og
gefur bezta birtu, enda er þá einnig hægara að
byggja við þessi hús, ef á þarf að halda. Við allar
þessar verksmiðjur byggja þeir einnig nokkuð hús-
rými, sem ætlað er fyrir skrifstofur fyrirtækisins.
Þegar einstaklingar fá leyfi til að byggja þarna, er
þeim leyfilegt að byggja eins og þeim hentar bezt og
geta því byggt hús uj>p á fleiri hæðir ef þeir óska.
Um s.l. áramót var búið að byggja um 65000 m"
verksmiðjuhúsnæðis. Byggingar þessar taka nú þegar
yfir um 50 ha. landssvæðis.
ALLAR þessar byggingar eru byggðar á mjög mis-
munandi hált, ýmist úr múrsteini með járngrind i
súlum og bitum, eða úr járnbentri steinsteypu. Þegar
þeir nota járnbenta steinsteypu, er það allvenjulegt.
að bitar og súlur séu steypt í verksmiðjum og síðan
er komið með þetta á byggingarstað og reist með að-
stoð stórtækra véla.
BYRJAÐ verður á að reisa verzlunarhverfið nú í
isumar. Þau hús, sem fyrst verða reist, verða fyrir
smáverzlanir, en síðan er ætlazt til að halda áfram
og byggja stærri verzlunarhús síðar. í verzlunarhverf-
inu verður einnig ráðhús, hótel, kvikmyndaliús og
aðrar þær byggingar, sem nauðsvnlegt er að hafa í
miðbænum.
Verzlunarhverfi allra stærri og eldri bæja hafa
gróið upp af sjálfu sér. Hér er því verið að gera mjög
þýðingarmikla lilraun með að byggja þetta hverfi
eftir fyrirfram ákveðnu skipulagi, sem verður fróð-
legt að sjá hvernig tekst. Hverfið sjálft er skipulagt
á þann hátt, að aðkeyrsla fyrir alla flutninga til
verzlananna getur átt sér stað bakdyramegin. Þetta
hefur það í för með sér, að hægt verður að losna við
alla vörukeyrslu frá aðalgötunum. Séð verður fyrir
bifreiðastæðum við allar stærri byggingar. Enn frem-
ur verða tvö rúmgóð bifreiðastæði í hverfinu, auk
þess sem hægt verður að leggja bifreiðum langs með
gangstéttum á nokkrum fyrirfram ákveðnum stöðum.
PRJÁLS VF.RZLUN
15