Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1953, Qupperneq 1

Frjáls verslun - 01.12.1953, Qupperneq 1
Jólin eru haldin í minningu um undurícgran og mikilfenglegan atburð. Þau eru minningarhátíð kristirma manna, en jafnframt eru þau hvíldardagar, sem gefa okkur kost á því hverjum og einum að kalla fram eigin endur- miruungar. Endurminningarnar eru lifandi saga, og af sögunni, reynslu geng- inna kynslóða og eigin reynslu, eigum við að draga okkar Iœrdóma. Verzlunarstéttin á sínar minningar, og að baki þeim er dýrkeypt og lœr- dómsrík reynsla þjóðarinnar. Við minnumst dönsku einokunarinnar og íslenzka haítatímabilsins sem dapurlegustu svipmyndanna úr myndasafni íslenzkrar verzlunarsögu. Við minnumst í sama mund Reykjavíkur sem lákúrulegs, dansks smáþorps, og síðar á haftaiímunum, hvernig ömurlegar biðraðir mót- uðu daglegt líf höfuðborgarinnar. Þessar enduminningar eiga að vera okkur til varnaðar. En sem betur fer eigum við um þessi jól einnig betri og ánœgju- legri endurminningar frá liðnu ári, minningar um aukið verzlunarfrelsi, vax- andi velmegun og örar íramfarir í höfuðborg okkar, sem stöðugt verður fegurri og bjartari. Við skulum einnig varðveita þessar minningar og vera þakklát íyrir þœr. Jólin eru hátíð samúðar og friðar. Við skulum vona, að komandi ár verði á friðarins og vaxandi samúðar milli þjóða og stétta. í þeirri von óskar FRJÁLS VERZLUN öllum lesendum sínum gleðilegra jóla og farsœls komandi árs.

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.