Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1953, Page 12

Frjáls verslun - 01.12.1953, Page 12
„Svona, svona, Claire, elsku barnið, pabbi er hjá þér.“ — Og í vandræðum mínum talaði ég norsku. Mér fannst hún raunverulega vera dóttir mín, eins og á- vallt, er ég hugsaði um hana. Á þessari stund varð mér Ijóst, að ég hafði elskað hana sem barn mitt, og það var indælt að finna nærveru hennar aftur. En — það er langt milli tilfinninga föður og elskhuga hjá heil- brigðum manni. Þegar hún vafði mig að sér og kyssti mig á munninn, fór um mig býsna óþægileg kennd. — Loks kyrrðist æsingin í taugum hennar, og við töl- uðum lengi saman. Hún sagði mér allt, er gerzt hafði síðan við skildum í San Maló. — Saga hennar var í stuttu máli á þessa leið: Hún var tæpra fimmtán ára, þegar Louise gamla dó. Kona danska ræðismannsins tók hana þá að sér, samkvæmt fyrirmælum hans á dánardægri, og með henni fór hún til Parísar. Þrem árum síðar andaðist þessi kona einnig. En áður en hún lézt, afhenti hún Claire nokkur þúsund franka, er maður hennar hafði falið henni til geymslu með þeim ummælum, að þetta væri arfur telpunnar. Sama haust hóf hún nám á listaskólanum. Þar vöktu verk hennar athygli mætra manna, og er peninga hennar þraut, fékk hún styrk til að halda áfram og ljúka skólagöngunni. Síðan var fyrsta sýningin hennar haldin, og eftir það var öl .um fjárhagsáhyggjum af henni létt. Hún hafði eignazt mikið fé eg mikinn heiður, — en í bláu augunum hennar var einmanaleiki og hryggð. — „Þú hefur sjálfsagt skilið, fyrir hvað ég hlaut frægðina,“ sagði hún að endingu. „Og það er engin til- gerð, —- þetta verður svona að vera.“ Ég skildi hana til fullnustu, og við ræddum ekki um það frekar. „Mér hefur verið boðið að sýna í Ameríku,“ mælti hún eftir stundarþögn. „En :— ég vil heldur fara með þér, — ef ég má?“ Aftur fann ég þessa ónotalegu kennd, líkt og óljóst hugboð um hættu. — Og hverju gat ég svarað? — Hún var orðin fulltíða stúlka og heldur seint að veita henni föðurlega vernd og skjól. „Auðvilað, barnið mitt, — það er sjálfsagt,1' anz- aði ég hikandi. „Ég hef aldrei gleymt þér, og öll þessi ár hefur mig langað til að sjá þig aftur. En ég missti af þér tveimur árum eftir —. „Já, ég veit það!“ greip hún fram í. „Ég þorði ekki að skrifa, eftir að ræðismaðurinn dó. Mér fannst það gera minna til á meðan liann tók við bréfunum. — Æ, þú getur víst ekki skilið þetta; ég var svo lítil og líf mitt svo hræðilegt, — og þú, — þú varst —; ég elskaSi þig nefnilega.1' Hún grúfði andlitið að öxl minni, og ég fann, hvern- m Úr myndasafni V.R. XV. Stefán Stefánsson: ►Blindur er bóklaus maSur“. ig hún hélt í mig, eins og barn, sem er hrætt í myrkri. „Claire, — elsku barnið,“ stamaði ég og blygðaðist mín fyrir það, sem ég varð að segja henni, þótt það væri sannleikur. „Ég hef hugsað um þig sem dóttUr mína.“ Þögnin á eftir hefur sjálfsagt ekki varað nema stutla stund, en stundin sú fannst mér löng. „Og ég,“ sagði hún að lokum, „get ekki verið dóttir þín. Ég myndi aldrei hafa getað orðið það.“ Rödd hennar minnti á beinagrindur og skorpin lík í vorbjörtum skógi. KRJALS VERZL.UN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.