Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1953, Síða 23

Frjáls verslun - 01.12.1953, Síða 23
ég settur þegar til starfa við kúagæzlu og ljósverk. Þar vann ég í sex tíma hinn fyrsta dag, — og þá var mér sagt að ganga í bæinn. Eftir kvöldverð var mér vísað til stássstofu, en þar sat heimasætan í djúpum stól og horfði á sjónvarp. Ég settist hið næsta henni. Tókst fljótt með okkur svo góð vinátta, að hún hallaði höfð- inu blíðlega að brjósti mér, þegar karl faðir hennar og húsbóndi minn, birtist í dyrunum. Formálalaust skipaði hann mér að fara, •— en hann var það heiðar- legur, að greiða mér sex dollara fyrir ómakið, og með það fór ég og var þá lokið landbúnaðarstörfum mín- um í Bandaríkjunum utan einn dag í heyi nokkru seinna. En það var í annarri sveit. Eftir þriggja vikna flandur á vegum úti, gangandi óg með flutningsvögnum, sem óku mér sinn í hverja áttina, hafnaði ég á Hjálpræðishernum í Minneaj)- olis. Þar fékk ég vinnu við allskonar snatt, — en þeirri sæluvist lauk með því, að norski konsúllinn kom og sendi mig í flugvél til New York. Á flugvellinúm þar hirti útlendingaeftirlitið mig og flutti mig í flugrak- ettubát út á EIlis Island. Þar var ég í mánuð. Vistin þar var heldur knöpp, sæmilegur matur, 10 sígarettur á viku, saumaði strigapoka á daginn, og inn fyrir lás- inn klukkan 8 á kvöldin. Þar hlýddi ég tvisvar messu og sátu konur upj) í kirkjunni, en karlar niðri, — annað kvenfólk sá ég ekki þann tíma allan. Loks var ég fluttur í norska konsúlatið og þar staðhæfði ég, að ég væri norskur ríkisborgari, væri frá Kójjavík á Kormey — en þaðan er faðir minn ættaður. Þeir tóku það gott og gilt, filmuðu mig allan, fengu mér vega- bréf og komu mér síðan fyrir á norska sjómanna- heimilinu í Brooklyn. Eftir þrjá daga var ég sendur „heim“ með hafskipinu „Stavangerfjord“ á „túrista- klassa“ með fimm dollara í vasanum. Þeir voru frá konsúlatinu og fengnir mér um borð. Þetta var í ágúst 1950. Eftir níu sólarhringa steig ég á land í Bergen. Á leiðinni eignaðist ég vinkonu um borð. Hún var við aldur og kenndi í brjóst um mig. Þegar við skildum gaf hún mér 5 dollara og 5 pakka af sígarettum. Norska löggæzlan fékk mér landgöngubréf, er heim- ilaði mér að fara hvert ég vildi. Fyrstu nóttina svaf ég á lögreglustöðinni í Bergen, því ekki var í annað hús að venda. Morguninn eftir lagði ég upp til að finna frændfólk mitt í Kópavík og komst þangað um kvöldið með falskt ríkisborgaravegabréf frá New York. Það plagg sýndi ég þó ekki oftar en ég þurfti!! Eftir að ég hafði hresst mig í vikutíma hiá frænd- fólki mínu fór ég til Stavanger í atvinnuleit. Varð mér þá sú skyssa á að sækja um íslenzkt vegabréf gegnum konsúlatið okkar í Bergen og fékk það strax, illu heilli, liggur mér við að segja. Næsta hálfan mán- uðinn fékk ég vinnu á Jaðri hjá Jens Gausland, óðals- bónda. Hann átti fálkaorðuna og þekkir marga Is- lendinga. Þaðan fór ég fjöll og fyrnindi með jioka minn og tösku, og vegabréfin tvö. I Sandvík fékk ég loks vilyrði fyrir vetrarvist hjá bónda einum. Kom ég þangað undir rökkur, var gefið að borða og settur í stofu. Tvö börn voru á heimilinu, — og meðan ég var að teikna fyrir þau togara og skútur, sem þau skemmtu sér við, kemur bóndi inn og segir, að tveir menn bíði mín úti, þeir voru frá útlendingaeftirlitinu og óku mér þegar til Stavanger, tóku af mér norska vegabréfið, létu mig halda því íslenzka, — og beint í steininn. Þar var ég í þrjár vikur við sæmilegan kost og hafði vinriu á daginn við að reisa barnaheimili. Þaðan var ég sendur til Osló, og kom þangað klukkan 8 að morgni. Var mér þegar stungið inn á Möllegate 19, fangelsið, sem Quisling var gevmdur í. Klukkan þrjú hinn sama dag var ég látinn laus og fluttur um borð í „Kong 01av“, sem flutti mig til Kaujímannahafnar. Þegar þangað kom var „Fjallfoss“ í höfninni, og flýtti ég mér þangað, því þar átti ég marga kunningja. í dyr- unum miðskijjs gegn landgöngubrúnni rakst ég á „jævlagubben“ Lárus Salómonsson. kunningja minn, og ávarpaði hann rétt sí sona, hvar hann hallaði sér upp að dyrastafnum og liélt hönd undir kinn: Nei, hver andskotinn! Ert þú þá kominn hingað? Þá er nú ekki á góðu von! Ég sagði þetta ósköp blátt áfram, án þess að meina nokkuð með því, — ég held mest af fögnuði yfir því að rekast á Lárus og vera loks kominn um borð í íslenzkt skip. En af einhverjum ástæðum tók dansk- urinn þetta illa upp fyrir mér, tók mig fastan, flutti mig í Vesturbrúarfangelsið og hélt mér þar í viku fyrir ósæmilegt orðbragð við opinberan starfsmann, íslenzkan, — staddan í Kaujimannahöfn. Að því búnu sögðu þeir mér að ég mætti fara. Takk fyrir, sagði ég, — en hvar er Lárus? — Hann er farinn heim, sögðu þeir dönsku og bönduðu frá sér með báðum höndum. — Er þá allt í lagi, spurði ég. — Já, allt í bezta lagi, sögðu þeir. En nú var kominn miður nóvember, kalt í veðri og engra ævintýra von, — svo ég labbaði um borð í „Brúarfoss“ og fékk að „vinna mig heim“. Síðan hef ég ekki farið neitt lengra til!! 5. B. FRJÁLS VERZLUN 1T9

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.