Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1955, Page 2

Frjáls verslun - 01.06.1955, Page 2
Magnús J. Brynjólfsson kaupm.: HORFT UM ÖXL Stofnendur Verzlunarinannafélags Reykjavík- ur höfðu það sérstaka markmið: að efla sam- heldni og einingu verzlunarstéttarinnar. A þess- um grundvelli er félagið stofnað og hefur hann reynzt því giftudrjúgur og farsæll. Það sýnir 64 ára starfsemi V. R. Fjöregg frjálsrar verzlunar er samheldni og eininq allrar verzlunarstéttarinnar, ]>ví að hags- munir allra aðila er sameiginlegur, jafnt af- greiðshimanna, skrifstofumanna og annarra starfsmanna, sem og eigenda fyrirtækjanna. V. R. er stofnað í gróanda íslenzks þjóð'lífs. T>að kemur sér upp bókasafni, strax á fyrsta ári, og ver árlega fé til kaupa á blöðum og bókum. Tekur upp iólatrésskemmtanir fyrir fátæk börn árið 1896. Átti hlutdeild í að koma Verzlunar- skólanum á stofn, ásamt Kaupmannafélaginu, 1905. Sýnir þetta bezt, að V. R. var langt á und- an samtíð sinni í ýmsum þjóðfélagsmálum. Giftudrjúg samvinna milli kaupmanna og verzl- unarmanna. með stofnun V. R., var byggð upp með hagsæld beggja fyrir augum. Þetta verða félagar V. R. að hafa hugfast. Stofngrundvöllur- inn: samheldni og eining eiga að vera einkunnar- orð félagsins. Við þekkjum allir þau öfl. sem vinna að sundr- ungu og glundroða á málefnum verzlunarstétt- arinnar. Þar eru að verki menn, sem hafa ekki þjóðarhag fyrir augum, heldur sérhagsmuni og upplausn iiins frjálsa þjóðskipulags. Dugandi, samvizkusöm og áhugasöm verzlunarstétt er sú sameign þjóðfélagsins, sem livorki mölur né ryð fær grandað. Það var eðlilegt með núverandi þróun í þjóð- félagsmálum, að félagsleiðir verzlunarmanna og kaupmanna skildu. Það var þeim, er þetta ritar, Ijóst fyrir löngu. Auðvitað var skilnaðurinn ekki sársaukalaus þeim, er um fjölda ára höfðu verið félagar í V. R. og glaðzt yfir vexti og velgengni félagsins. En framkoma allra aðila, er hlut áttu að máli, við að gera skilnaðarsamkomulagið V. R. til sóma og svo að atvinnurekendur máttu vel við una, var til fyrirmyndar. Samkomulagið um að láta mikinn hluta eigna V. R. ganga til Verzlunarskóla Tslands á 50 ára afmæli hans í sumar, var sannarlega í anda stofnenda V. R. ITér var unnið í anda markmiðs félagsins í byrjun: að efla samheldni og einlægni innan verzlunarstéttarinnar. Með þessum ein- kunnarorðum að sjónarmiði, í öllum samningum og málefnum verzlunarstéttarinnar, hvort held- ur eru fjötrar á athafnafrelsi verzlunarinnar, launamál eða önnur hagsmunamál, er auðvelt að leysa hverskonar ágreininga og deilur, sem up]> kunnu að koma, með samningum og samkomu- lagi, því að öll málefni verzlunarstéttarinnar eru sameignleg hagsmuna.mál hennar. Ef við höfum þetta hugfast, er gifta og öryggi stéttarinnar tryggt í nútíð og framtíð. Við skulum strengia þess heit að standa vörð um frelsi. hagsæld og einingu verzlunarstéttar- innar. Vinna af alefli á móti þeim öflum, sem stuðla að snndrung og upolausn á því skipulagi, er frjáls verzlun hlýtur að hvila og byggjast á. Áhugaleysi félagsmanna V. R. á málefnum fé- lagsins getur orðið þeim afdrifarik, ef þeir sækja illa fundi, þegar þýðingarmikil mál eru ti'l um- ræðu eða ef um stjómarkjör er að ræða. Fá- mennur hópur getur þá náð völdum í félaginu og kollvarpað og eyðilagt allt það starf, sem tekið hefur áratugi að byggja upp. Það er ósk mín og von V. R. til handa á þess- um merku tímamótum í þróunarsögu félagsins, að forráðamennirnir veljist ávallt, eins og hmg- að til, úr þeim hópi manna, sem hefur þá víð- sýni, samheldni og einingu í málefnum verzlun- arstéttarinnar og skilning á hagsmunamálum V. R., er tr\rggir framtíð félagsins um ókomin ar í anda stofnendanna. Þá er vel farið. 90 FRJALS VERZT.UN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.