Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1955, Qupperneq 5

Frjáls verslun - 01.06.1955, Qupperneq 5
í nýaístöðnum samningum hefur engin leið- rétting fengizt á þessu atriði. Hvað veldur 'því, að stúlka, sem er deildar- stjóri, kemst ekki í þennan umrædda flokk? Eg er ekki í vafa um, að stúlka á skrifstofu afkastar eins miklu og karlmaðúr við sömu vinnu. Veit ég það af eigin reynd og annarra, sem ég hef haft tal af. Stúlka við' skrifstofustörf er ekki síður nákvæm og samvizkusöm en karl við sömu störf. Eins er stúlka í búðinni eins lipur og selur sjálfsagt ekki minna en karlmaðurinn. Sama má segja um deildarstjóra.nn. Henni væri sjálfsagt ekki trúað fyrir svo ábyrgðarmiklu starfi, ef hún ekki leysti það af hendi lýtalaust. Hvað veldur svo þessu óréttlæti? Eg hygg að það sé gömul hefð frá þeim tíma., þegar konan átti ekki annarra lvosta völ en að gifta sig eða gerast vinnukona. Það er annað í þessu sambandi, sem ég vil benda á. Er kona., sem vinnur sömu vinnu og karlmað- ur — en fyrir lægri laun —, eins góður starfs- maður þegar fram í sækir? Er ekki eðlilegt, að hún smátt og smátt missi áhugann fyrir starfinu, fái starfsleiða, og hugsi sem svo: Til hvers er ég að leggja mig í líma við starfið, þegar það er ekki metið að verðleikum. En þessu er ekki þannig varið. Við þekkjum öll konur, sem vinna störf sín í kyrrþey, vel og trúlega., þrátt fyrir óréttlætið. Og það &'u ein- mitt þessar konur, sem eiga svo sannarlega skil- ið leiðréttingu mála sinna. A Norðurlöndum er ég ekki svo vel kunnug þessum málum, að ég geti sagt nokkuð um launamál þar, en í Bandaríkjunum veit ég af eigin reynd að nú orðið eru verzlunar- og skrif- stofufólki greidd laun eftir starfi en ekki kynj- um. Þessu þurfum við einnig að breyta. hér á landi. Það er ekki annað en eðlileg framþróun þessara mála. Enda 'hafa sumar stéttir landsmanna gefið konum jafnrétti á við karla í launamálum. Má þar t. d. benda á kennarastéttina, Eins og ég hef reynt að sýna fram á — hafa konur í verzlunarstétt ekki fengið þær kjarabæt- ur. Þa.ð eru til undantekningar, en hávaðinn af konum býr við algjörlega óþolandi ástand í þessum málum. En eitt verðum við konurnar að liafa liugfast. Konur ná ekki réttlæti í þessu máli, nema þær standi sjálfar saman; innan sinna stéttarféiaga og Kvenréttindafélags Islands, og knýi þannig fram hagsmunamál sín, — oghætti elcki baráttunni fyrr en takmarkinu er náð: Sömu lauiJi fyrir sömu vinnu. V.R. fœrir Verzlunarskólannm gjafir Formleg aihending eigna þeirra, er síðasti aðalfundur Verzlunarmannafé- lags Reykjavíkur samþykkti að félagið færði Verzlunarskóla íslands að giöf, fór fram 29. apríl s.l. í húsakynnum V. R. í Vonarstræti 4. Er hér um að ræða eignina Tjarnargötu 8—8 og ennfremur 400 þús. kr. skuldabréf, er greiðast skal á næstu tíu árum. Forystumenn V. R., Verzlunarráðs ís- lands og Verzlunarskólans voru við- staddir eignaafhendinguna. Myndin sýnir er Guðjón Einarsson, formaður V. R. (t. v.), afhendir Hirti Jónssyni, for- manni Skólanefndar Verzlunarskóla ís- Ljósm.: Pétur Thomsen. lands, afsal fyrir eignunum. FRJÁLS VERZLUN 93

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.