Frjáls verslun - 01.06.1955, Page 6
Vörusýningar Sovétríkjanna og Tékkóslóvakíu
í Reykjavík
Viðskipti íslendinga við löndin í Austur-Ev-
rópu hafa aukizt verulega síðustu árin. lltflutn-
ingsafurðir okkar hafa selzt í æ stærri stíl til
landa þessara, en í staðinn höfum við svo fest
kaup á ýmsum nauðsynjavörum frá þeim.
Tvær helztu viðskiptaþjóðir okkar í Austur-
Evrópu hafa nú tekið sér fyrir hendur að kynna
framleiðsluvörur sínar á Islandi og stofnað til
mikillar vörusýningar hér í Reykjavík. Eru það
Sovétríkin og Tékkóslóvakía er standa að vöru-
sýningu þessari.
Þróun viðskiptanna milli íslands og Tékkó-
slóvakíu á árunum 1046 til 1954 er í stuttu máli:
A árinu 1946 var innflutningsverðmætið frá
Tékkóslóvakíu 2.9 milj. kr., eða 0.7% af heild-
arinnflutningnum, en 1954 nam innflutning-
urinn 30.9 milj. kr., eða 5.7% af heildarinn-
flutningi. Útflutningurinn til Tékkóslóvakíu
1946 na.m 8.5 milj. kr., eða 2.9% af heildarút-
flutningi, en 1954 var útflutningurinn 45.2 milj.
kr., eða 5.2% af heildarútflutningi.
Viðskiptin við Sovétríkin frá því að þau hóf-
ust árið 1953 hafa Verið þannig:
Innflutningur frá Sovétríkjunum árið 1953
nam 25.8 milj. kr., eða 2.3% af heildarinnflutn-
ingi, en 1954 nam innflutningurinn 131.9 milj.
kr., eða 11.7% af heildarinnflutningi. Til Sovét-
ríkjanna höfum við selt aðallega hraðfrystan
fisk og síld, og var útfhitningsverðmætið árið
1953, 83.9 milj. kr., eða 12.6% af heildarútflutn-
ingi landsmanna. Árið 1954 var útflutnings-
verðmætið til Sovétríkjanna 128.2 milj. kr., eða
15.2% af heildarinnflutningi. Yfirlit þetta sýnir,
að viðskiptin við Sovétríkin og Tékkóslóvakíu
hafa stórum aukizt og má fastlega gera ráð fyrir
enn meiri aukningu eftirleiðis.
Rússneska og tékkneska. vörusýningin var
opnuð með hátíðlegri athöfn, er fram fór í Þjóð-
leikhúsinu laugardaginn 2. júlí kl. 14. Við opn-
unarathöfnina flutti Eggert Kristjánsson, form.
Verzlunarráðs Islands, ávai-p, en hann er for-
maður heiðursnefndar sýningarinnar, en ræður
fluttu Gunnar Thoroddsen borgarstjóri og Ing-
ólfur Jónsson viðskiptamálaráðherra, en hann er
verndari sýningarinnar. Einnig töluðu sendi-
'herra Sovétríkjanna, Pavel Emioshin, og sendi-
fulltrúi Tékka, Jaroslav Zantovsky.
Er athöfninni í Þjóðleikhúsinu lauk, voru sýn-
ingarnar skoðaðar, en þær eru til húsa í Mið-
bæjarbarnaskólanum og Listamannaskálanum,
en útisýningarsVæði er við skólann og í garðin-
um við Lækjargötu. Byggt hefur verið yfir bæði
portin við Miðbæjarbarnaskólann og innan dyra
eru vistlegir sýningasalir.
Of langt mál vrði að telja upp allar þær vörur,
sem á vörusýningunum eru, enda er þar að sjá
allt frá fíngerðustu listmunum til hinna stór-
brotnustu vinnuvéla og atvinnutækja. Veggir eru
prýddir Ijósmyndum úr atvinnulífi þjóðanna og
af fögrum stöðum, svo og Ijósa-Iínuritum.
Á þessum vettvangi skal enginn dómur lagð-
Ljósm.: Pétur Thomsen.
Frá sýningardáld Sovctríkjtinna i cjra j>orti Miðbcvjarbama,-
skólans.
94
FIIJÁLS VERZLUN