Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1955, Page 9

Frjáls verslun - 01.06.1955, Page 9
Ilcr munaði mjóu — en nauta- baninn sla'p'p þó lijandi í þetta skipti. Ljósm.: Þorvarður R. Jónsson. bjóða okkur íslendingana velkomna. Hann kynnti sig sem senjor Casanova og brosti um leið. Já, það er ekkert spaug — nafnið er raun- verulega Casanova. Við vorum ekkert að rengja manninn, enda iætur þetta nafn sérlega vel í eyrum á þessum suðrænu slóðum. Þetta var sem sé einn af starfsmönnum Ole Lökvik, ræðis- manns Islands í Barcelona. Hafði ræðismaður- inn flogið til Mallorca hálftíma áður en við lent- um, og var nú Casanova mættur til að færa okk- ur hugheilar kveðjur frá herra Lökvik. Islenzka ferðamannahópnum og áhöfn „Gull- faxa“ hafði verið búinn móttökufagnaður í húsa- kynnum ITER ferðaskrifstofunnar í Barcelona. Var þar staldrað við um stund og komizt í kynni við spánska gestrisni og hið glað'a lundarfar Spánverjanna, sem við áttum eftir að kynnast æ betur á ferðum okkar um þetta glaðværa. og fagra land. Þjóðaríþrótt Spánverja Við höfðuin þriggja daga viðstöðu í Barcelona og notuðum tímann til að' skoða okkur um í borginni og heimsækja ýmsa merka staði. Ut- lendingar hugsa venjulega um Spán og nauta- atið í sömu andránni, þannig að sá er álitinn hafa farið á mis við mikið á Spáni, sem lætur undir höfuð leggjast að horfa á nautaat. Það þótti þess vegna ekkert sjálfsagðara en við ís- lendingarnir færum allir með tölu í nautaats- hringinn í Barcelona til þess að sjá þessa þjóðar- íþrótt Spánverjanna, ef íþrótt skyldi kalla. Án efa verður nautaatið okkur eftirminnilegt og fáir hefðu viljað missa af því, þó menn deili á um ýms atriði í því sambandi. Nautaatið' á sína að- dáendur og sína fjendur. Það hefur fest djúpar rætur í spænsku þjóðlífi, orðið yrkisefni skálda og annarra listamanna, sem hafið hafa. nauta- banann upp til skýjanna, og gert hann að ódauð- legri þjóðarhetju. I Barcelona var borinn á borð fyrir okkur salt- fiskur — hinn nafntogaði baccalao, sem meir en nokkur annar stuðlaði að því að við gátum farið í þessa Spánarferð. Saltfiskurinn okkar er sem sé sá grundvöllur, sem öll viðskipta- og menningartengsl íslands og Spánar eru byggð á. Baccalao islandes er þekkt hugtak niður á Spáni, en því miður er það oft á tíðum það eina, sem menn þekkja til Islands á þessum slóð- um. Okkur var sérstaklega tilkynnt, að saltfisk- urinn, sem framreiddur var fyrir okkur í þetta skipti, væri íslenzkur, og bragð'aðist hann nátt- úrlega mun betur fyrir þær sakir. í glæsilegum farkosti Frá Barcelona. héldum við suður á bóginn, og var næsti náttstaður ákveðinn í Valencia. Ókum við eftir góðum þjóðvegi, sem lá um fögur og FRJÁLS VERZLUN 97

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.