Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1959, Page 3

Frjáls verslun - 01.07.1959, Page 3
háttað hérlendis, liefði sú kjarabót orðið að eiga sér stað með öðrum hætti, þ. e. nýjum álögum, ef umrædd leið hefði ekki verið farin. Framangreint dæmi er einnig gott að hafa í huga vegna þeirrar staðhæfingar, að í hagsmuna- baráttunni fari jafnan saman annars vegar hags- munir launþega og hins vegar hagsmunir at- vinnurekenda. Meðan launþegasamtökin voru veik og atvinnuvegirnir þoldu kauphækkanir án þess að slíkt hefði í för með sér hallarekstur eða verðhækkanir þegar í stað, var meira til í þessu en nú er. Með þeim miklu afskiptum, sem ríkisvaldið hefur nú af efnahagslífinu, má hins vegar miklu oftar sjá dæmi þess, að við efna- hagsráðstafanir þær, sem gerðar eru, fari saman hagsmunir einstakra atvinnugreina, jafnt laun- þega sein atvinnurekenda. Venjulega er það líka svo, að innan einnar og sömu stéttar rekast ólík- ir hagsmunir á. Þannig geta sjónarmið iðrekenda farið eftir því, hvort þeir framleiða fyrir innan- landsmarkað eða til útflutnings, hagsmunir bænda geta farið eftir því, hvort um mjólkur- eða kjötframleiðslu er að ræða, og afstaða laun- þega til efnahagsráðstafana getur farið eftir því, livort um fastlaunamenn eða aðra er að ræða. Jafnvel ráðstafanir, sem almennt er talið að beint sé gegn einstökum stéttum, eru ekki alltaf jafnilla séðar at öllum innan viðkomandi stéttar. Þannig getur átt sér stað, að gömul og gróin verzlunarfyrirtæki séu í sjálfu sér ekki andvíg verzlunarhöftum, vegna þess eiginleika þeirra, að gera nýjum fyrirtækjum erfitt fyrir að ná góðri samkeppnisaðstöðu. Sérhver breyting leiðir af sér nýjar kröfur Því fjölmennari, sem hagsmunahópar eru, þeim mun aflmeiri eru þeir að öðru jöfnu, en jafnframt fækkar hinum sameiginlegu hagsmunamálum og ávinningurinn af hækkuðum peningatekjum verður minni, eins og áður er sagt. Hið síðast- nefnda á einnig við, þótt um fámenna hópa sé að ræða, ef sérhverri breytingu er jafnóðum svarað af öðrum með nýjum kröfum. Þegar verðbólga er komin á ákveðið stig, hverfur sá ávinningur, sem felst í því, að yfirleitt tekur nokkurn tíma fyrir breytinguna að breiðast út. Glöggt dæmi um þetta var sjónarmið verkalýðs- samtaka í einu ríkja Suður-Ameríku, sem kröfð- ust 30% kauphækkunar vegna þeirra verðlags- hækkana, sem væntanlegar voru á næsta ári. Ef fallizt er á þá skoðun, að héðan af sé lítils árangurs að vænta af stéttabaráttunni um skipt- ingu þjóðarteknanna, vaknar sú spurning, hver séu þá verkefni verkalýðsfélaga og annarra hags- munasamtaka. Þótt hinar sífelldu og almennu kaup- og verðlagshækkanir verði stöðvaðar eða a. m. k. úr þeim dregið, verða samningar um kaup og kjör að sjálfsögðu áfram þýðingarmikill þáttur í starfsemi stéttarfélaga. En jafnframt verður að teljast eðlilegt, að slík samtök gefi því meiri gaum en áður, hvernig bezt verði tryggð aukning þjóðarframleiðslunnar, hvert hlutfall er milli neyzlu og fjárfestingar, hvort fyrst og fremst á að nota aukningu þjóðarfram- leiðslunnar til aukinnar opinberrar þjónustu eða beinna kjarabóta o. s. frv. Öll þau atriði, sem nú voru talin, skipta miklu máli. Þýðingarmest þeirra verður þó að telja aukningu þjóðarframleiðslunnar. Efnahagslífið hefur farið svo úr skorðum, að óvissa hlýtur að ríkja um framvindu þessara mála, ef ekki er frekar að gert en nú hefur verið. En því aðeins er hægt að vænta fylgis þjóðarinnar við þær aðgerðir, sem nauðsynlegar eru til þess að stöðva verðbólguna og koma á jafnvægisbúskap, að með öflugri framfarastefnu sé tryggt, að stund- aróþægindi verði launuð með aukinni þjóðar- framleiðslu, sem ein getur tryggt bætt kjör. Ábyrg aístaSa nauðsynleg. Mikið hefur verið rætt um þau samráð, sem vinstri stjórnin hugðist haí'a við „vinnustétt- irnar“. Stjórnarstefnan hverju sinni hefur að sjálfsögðu margvísleg áhrif á hag þjóðarinnar og einstakra stétta, og þótt hagsmunir heillar stétt- ar fari sjaldan að öllu leyti saman, eins og að framan liefur verið sýnt fram á, eiga stétta- samtök og ríkisstjórn að hafa samráð, þótt með öðrum hætti eigi að vera en á dögum vinstri stjórnarinnar. Ríkisstjórnin á að móta stefnuna og bera ábyrgð á lienni, en ég tel, að bæði hún og þjóðin öll eigi heimtingu á að vita um afstöðu heildarsamtaka stéttanna til þeirrar stefnu í ein- stökum atriðum. Ríkisstjórnin á að standa eða falla með gerðum sínum, en forystumenn stétta- samtaka eiga engu síður að standa eða falla með afstöðu sinni til stjórnarstefnunnar. Þegar ætl- unin er að gera stórátak í húsnæðismálum og rafvæðmgarmálum, eiga þau að taka afstöðu til þeirrar stefnu í stað þess að látast vera henni KIiJÁLS VEIIZLUN 3

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.