Frjáls verslun - 01.07.1959, Qupperneq 4
Jóhann Jakobsson, efnafrœðingur:
HÁGNÝTAR RÁNNSÓKNIR
Nokkur o/'ð um rannsóknir í þágu iðnaðar
og vez'zlunar
Upphaf og þróun
Starfsemi almennrar rannsóknastofu hér á
landi er litlu yngri en endurheimt heimastjórn-
ar, og ber það vissulega vitni um þann stórhug
og trú á eflingu atvinnulífs í landinu, sem var
einkennandi fyrir brautryðjendur þessa tíma-
bils.
Áratuga- eða frekar aldalangri baráttu var
að Ijúka með sigri íslenzks málstaðar. Árangur-
inn birtist í bjartsýni og framfaraþrá svo sem
skýrast kemur fram í aldamótakveðju Hannesar
Hafstein.
Tillaga um stofnun efnarannsóknastofu kom
fyrst fram á Alþingi árið 1899. Tillögunni var
þá eigi sinnt, en hún kom aftur fram og var
samþykkt á Alþingi árið 1902.
Efnarannsóknastofu þessari var ætlað að
framkvæma rannsóknir vegna landbúnaðar og
í þágu almennra vörurannsókna. Það virðist
þannig þá þegar hafa ríkt skilningur á mikil-
vægi almennra vörurannsókna til hagsbóta fyr-
ir verzlunarstétt og neytendur.
Þegar þetta gerðist var fyrsti íslenzki efna-
íræðingurinn nálægt því að ljúka prófi. Þessi
maður var Ásgeir Torfason, sem lauk efnafræði-
prófi frá Polyteknisk Læreanstalt í Kaupmanna-
höfn, árið 1903.
Starfsemi efnarannsóknarstofunnar hófst þó
eigi fyrr en árið 1906, og var Ásgeir Torfason for-
stöðnmaður hennar þar til hann lézt, árið 1916.
Þessi starfsemi er því nú rúmlega hálfrar aldar
gömul, og lnin liefir haldizt óslitin frá upphafi.
Við fráfall Ásgeirs Torfasonar tók Gísli Guð-
mundsson, gerlafræðingur, við forstöðu stofunn-
ar til ársins 1921, er Trausti Ólafsson, prófessor,
tók við. Efnarannsóknastofa ríkisins, en svo var
rannsóknastofan kölluð er hér var komið sögu,
starfaði undir forstöðu Trausta Ólafssonar til
ársins 1937, er hún sameinaðist nýrri stofnun,
Atvinnudeild Háskólans, og myndaði ásamt
rannsóknastofu fyrir matvælaeftirlit og rann-
sóknastofu fyrir mjólkur- og gerlarannsóknir
einn hluta Atvinnudeildar Háskólans, Iðnaðar-
deildina. Prófessor Trausti Ólafsson hafði síðan
með höndum forstöðu Iðnaðardeildarinnar til
síðari hluta ársins 1946. Gísli Þorkélsson efna-
verkfræðingur var forstöðumaður deildarinnar
frá 1946—1954 og greinarhöfundur síðan.
Með stofnun Atvinnudeildar Háskólans var
stigið stórt spor í framfaraátt á sviði rannsókna
í landinu.
Starfsemi þeirri, sem þegar var í gangi voru
sköpuð stórlega bætt skilyrði í nýrri byggingu
á Háskóla-lóðinni og jafnframt voru tvær nýj-
fylgjandi, en neita að taka afleiðingum hennar,
svo að dæmi sé nefnt.
Ég hygg', að ef verkefni stéttasamtaka bein-
ast meira inn á þá braut, sem nú hefur verið
drepið á, komi betur í Ijós en áður, live marg-
slungnir hagsmunir einstaklinga og stétta eru.
Og hverjum manni hlýtur að vera ljós nauðsyn
þess, að síaukinn samtalcamáttur hagsmunahópa
og heildarsamtaka, beinist að jákvæðri kjarabar-
áttu, baráttu fyrir því, að efnahagslífinu verði
sköpuð skilyrði til framfara með hagkvæmri nýt-
ingu vinnuafls og auðlinda landsins, í stað þesíi
að rýra jalnvel þjóðarframleiðsluna með bar-
áttu sinni um þjóðartekjurnar. Sú nauðsyn hef-
ur mönnum aldrei verið Ijósari en nú, og hún má
ekki gleymast.
4
FRJÁLS VERZLUN