Frjáls verslun - 01.07.1959, Síða 7
Islenzka vinnulöggj öfin
Frjáls Verzlun i'ór ]>ess nýlega á leil við nokkra menn, að ]>eir skrifuðu
svargrein við spnrningunni: ..Hvaða endurbætur eru æskilegar á íslenzkri
v'.nnulöggjöf og á almennri samningagerð milli laun]>ega og vinnúýeitenda?"
S\i'»in sem bárust fara hér á eftir. Er ekki að efa, að mönnum l>yki for-
vitnilegt að sjá umsagnir uin þetta mikitsverða málefni.
Guðni II. Árnason,
jormaður Trésmiðafélags Reykjavílcur:
Árið mun mega telja merkisár, þó ekki væri
nema fyrir það eitt, að þá gengu í gildi lögin um
stéttarfélög og vinnudeilur. Ár eftir ár höfðu staðið
yfir miklar deilur um lagasetningu þessa. Margir
forystumenn verkalýðssamtakanna þá beitt.u sér
af alefli gegn þessari laga-
setningu, og héldu því
fram, að hún myndi hindra
alla starfsemi verkalýðs-
samtakanna svo stórlega,
að þeim yrði í raun og veru
gert ómögulegt að ná rétti
sínum í samskiptum við
atvinnurekendur. Menn
kölluðu lögin ýmsum nöfn-
um, t.d. „þrælalög‘: o s. frv.
Nú licfir þessi löggjöf
verið við lýði i full 20 ár.
Og reynslan á þessum árum hefir f>rðið sú, að laga-
setningin um stéttarfélög og vinnudeilur hefir ekki
aðeins gjört mikið gagn heldur er nú almennt litið
svo á, að við gætum ekki án þessarar löggjafar
verið. llitt cr svo annað mál, að þegar rætt. hefir
verið um þá galla, scm á þessum lögum eru (en
þeir eru að mínum dómi þó nokkrir), og um nauð-
■v.vnlegar breytingar til bóta, hafa allar slíkar um-
ræður strandað af þeirri einföldu ástæðu, að sam-
komulag um væntanlegar breytingar hcfir aldrei
náðst milli atvinnurekendasamtakanna og verka-
lýðssamtakanna. Spurningunni um það, hvaða
breytingar ég tel að gera þyrfti á hinni íslenzku
vinnulöggjöf vil ég svara á þessa leið:
1. Setja þarf ákveðnari og fyllri ákvæði um skip-
un trúnaðarmanna, og mikil nauðsyn er á að
kveða skýrar á um réttiudi og vernd þeirru.
2. Breyta þarf ákvæðunum um tiúnaðarn.anna-
ráð, þannig að ákveða lágmarkstölu þeirra. er
skipa trúnaðarmannaráðin.
Sjálfsagt væ. i að trvggja það, að trúnaðar-
menn á vinnustöðum ættu allir sæti í viðkom-
andi trúnaðarmannaráði.
Í5. Það þarf að taka upp í lögin skýr og ótvíræð
ákvæði um félagsréttindi manna í hinum ýmsu
stéttarfélögum, réttindi þeirra og skyldur. Ég
tel höfuðnauðsyn á því að ákveða alveg sér-
staklega skýrt og afdráttarlaust, hvernig menn
öðlast félagsréttindi eða missa þau.
4. Setja þarf ákvæði, er feli sáttasemjara að birta
opinberlega skýrslur um ástand og horfur á
vinnumarkaðnum, að því er snertir kaup- og
kjarasamninga.
5. Setja þarf ákvæði, er feli sáttasemjaraembætt-
inu að birta a. m. k. árlega yfirlit um kaup og
kjör hinna ýmsu vinnustétta.
0. Setja þarf ákvæði um, að stjórnarvöldin annist
birtingu og útgáfu allra kaup- og kjarasamn-
inga.
Hannibal Valdimarsson,
forseti Al\)ýðusambands tslands:
Lögin um stéttarfélög og vinnudeilur eru nú orð-
in rúmlega 20 ára gömul. Þau voru alger frum-
smíð hér á landi, er þau voru sett sumarið 1938,
en hafa yfirleitt gefizt vel í öllum aðalatriðum.
GuSni H. Árnason
FRJÁLS VERZLUN
7