Frjáls verslun - 01.07.1959, Síða 10
nema áður hafi farið fram allsherjaratkvæðagreiðsla
í félaginu um uppsögnina, með þátttöku lögákveð-
ins hluta skráðra félagsmanna, t. d. % hluta þeirra,
og uppsögnin verið samþykkt með meirihluta
greiddra atkvæða. Ennfremur ætti að setja það
skilyrði fyrir lögmæti uppsagnar, að gagnaðila bær-
ust kröfur um breytingar á gildandi samningum
samtímis tilkynningu um uppsögn.
Eins og allir vita, geta verkföll og verkbönn
haft hinar örlagaríkustu afleiðingar fyrir þjóðfélag-
ið. Það virðist því vera lágmarkskrafa fyrir liig-
mæti slíkra ákvarðana, að allsherjaratkvæða-
greiðsla innan félags hafi óvefengjanlega leitt í
ljós, að hreinn meirihluti félagsmanna sé því sam-
þykkur, að stofnað sé til vinnustöðvunarinnar. Nú
nægir að örfáir trúnaðarmenn fjölmennra félaga
komi sér saman um vinnustöðvun, og hljóta allir
að sjá, hve stórhættulegt slíkt ofurvald í höndum
örfárra manna gæti orðið þjóðfélaginu.
Tilkynningarfrestur um vinnustöðvanir er nú ein-
ungis 7 dagar. Frestur þessi þyrfti að lengjast t. d.
í 14 daga.
Aðalregla núgildandi )aga er sú, að náist ekki
meirihluti greiddra atkvæða með þátttöku minnst
35% félagsmanna um miðlunartillögu sáttasemjara,
skoðast tillagan felld. Þetta virðist mér vera alls
ófullnægjandi viljayfirlýsing og álít að til þess
að fella svo þýðingarmikla tillögu verði að krefjast
að hreinn meirihluti félagsmanna greiði atkvæði
gegn henni.
Mjög mikil ringulreið hefur verið ráðandi um
gildistíma samninga, og hafa bæði atvinnurckendur
og raunar þjóðfélagið í heild oftlcga þurft um sárt
að binda vegna tíðra vinnustöðvana. Það yrði því
að teljast til þjóðþrifa, ef unnt reyndist að lögfesta
einhvern dag ársins er allir kjarasamningar skyldu
við miðast. Einnig mætti athuga um lágmark gildis-
tíma.
Banna þyrfti að leggja niður vinnu í verkfalli,
þegar slík stöðvun gæti leitt af sér eyðilcggingu
á verðmætum, sem skapazt hafa áður en vinnu-
stöðvunin kom til framkvæmda. Nægir í því sam-
bandi að benda á það stórfellda tjón, sem af því
gæti hlotizt, ef vélgæzlumenn í frystihúsum gerðu
algert verkfall og neituðu að vernda þau verðmæti,
er þeir þegar hefðu tekið greiðslu fyrir að skapa.
Gæti slíkt framferði valdið tjóni, sem skipti jafnvel
hundruðum milljóna.
Margt, margt fleira mætti nefna af æskilegum
breytingum á gildandi reglum, en ég hef víst þegar
notað ríflega það rúm, sem svari mínu er ætlað og
læt hér staðar numið.
Þó get ég ekki stillt mig um að bera fraiu enn
eina athugasemd. IJndanfarin ár hefur sú venja
skapazt við undirskrift kjarasamninga, er gerðir
hafa verið fyrir milligöngu sáttasemjara og nefnda,
að aðilar eru látnir undirrita skuldbindingar um,
að allar sakir á gagnaðila í sambandi við vinnu-
stöðvunina, skuli niður falla. Þetta álít ég stór-
hættulega venju, sem ætti að lögbanna og þarf það
engra skýringa við.
Páll Sœmundsson,
jormaður Sambands smásöluverzlana:
Þeir, sem fylgzt hafa með róti launa- og efnahags-
mála hér á landi undanfarin ár, hafa flestir þótzt
sjá, að ekki væri allt með felklu í launamálum vor-
um, og margt hlyti að standa þar til bóta.
Það fyrsta, sem maður
stanzar við, þegar um þessi
inál er hugsað er það, til
hve stutts tíma samið er
hverju sinni, og hve lítið
samband virðist vera inn-
byrðis milli samninga og
samningstímabila liinna
ýmsu launþegahópa. Mér
virðist augljós nauðsyn
þess, að launasamningar
séu gerðir til mun lengri
tíma en nú tíðkast, og að
þeir séu jafnframt látnir gilda fyrir svipað eða sama
tímabil hjá sem allra flestum starfsgreinum. Auk
]>ess verst maður ekki þeirri hugsun að æskilegt
væri, að aðilar hinna fjölmörgu launaflokka færu
að átta sig á afstöðunni hver til annars og komast
þannig niður á einhvern fastan grundvöll, sem
hægt væri að byggja á til frambúðar.
Eitt er það í kjarasamningum Verzlunarmanna-
félags Reykjavíkur og kaupmanna sérstaklega, sem
vert er að drepa á í sambandi við ofangreinda
spurningu. Það eru ákvæði 8. gr. samninganna, þar
sem ýtarlega er ákveðið hvenær verzlanir mega
opna og hvenær loka skuli, og mun þetta vera al-
10
F U J A L S V E H Z L U N