Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1959, Qupperneq 13

Frjáls verslun - 01.07.1959, Qupperneq 13
rétt á að kjósa í samstarfsnefnd, er kosið meðal trúnaðarmanna, en þó þannig, að sameiginlegur trúnaðarmaður allra vinnuhópa á staðnum er sjálf- kjörinn nefndarmaður. Þurfi aftur á móti að kjósa jleiri nefndarmenn en trúnaðarmenn eru hjá fyrir- tækinu, er kosið meðal annarra starfsmanna þess. Um kjörgengi gilda sömu skilyrði og um val trún- aðarmanna, samkvæmt samningsbundnum reglum starfsgreinarinnar. í starfsgreinum, þar sem eklci eru kosnir trúnað- armenn samkvæmt vinnusamningi, fara fram kosn- ingar meðal þeirra starfsmanna, sem viðurkenndir eru fyrir dugnað og unnið hafa minnst 1 V» ár á sama vinnustað. Samstarf og róðleggingar Samstarfsnefndum er einkum ætlað að vera vett- vangur samvinnu, ráðgjafar og gagnkvæmra upp- lýsinga. Verkefni samvinnunefnda eru annars fyrst og fremst þessi: Til þess að efla framlciðsluna á nefndin að fjalla um verkefni, sem varða Iiagkvæm- an rekstur, þar á meðal notkun tæknilegra hjálp- argagna, skipulagningu vinnunnar, efnissparnað og því um líkt — þannig, að stefnt sé að því, að fram- leiðsluafköstin verði aukin sem mest, í þeim til- gangi að lækka framleiðslukostnað, stuðla að lágu vöruverði og vinna fyrirtækinu, starfsmönnum og þjóðfélaginu í heikl sem allra mest gagn. Nefndin á auk þess að stuðla að sem beztri starfsmenntun innan fyrirtækisins. Til þess að bæta vinnuskilyrðin og auka starfs- gleði fólksins eiga nefndirnar að fjalla um mál, sem varða almenna aðbúð verkamanna, öryggi, lieil- brigði og festu í starfi og yfirhöfuð sinna málum, sem varða atvinnuna. Ef horfur eru t. d. á, að verkamönnum verði fækk- að eða rekstri fyrirtækis breytt, á nefndin að fjalla um slík mál með eins löngum fyrirvara og unnt er, með það að marki að draga sem mest úr óþæg- indum, seni þvílíkar ráðstafanir kynnu að baka starfsmönnum. Til þcss að vekja sem rnestan áhuga starfsmanna á rekstri fyrirtækisins ber vinnuveitanda að veita samvinnunefnd upplýsingar um fjárhag og sam- keppnisaðstöðu, miðað við hliðstæð fyrirtæki. Upplýsingar um reikninga fyrirtækisins á og að veita í sama mæli og hluthöfum eru veittar með reikningsyfirliti, sem lagt er fyrir venjulegan ár- legan aðalfund. Ekki má samstarfsnefnd krefjast upplýsinga um þau mál, sem gætu skaðað hagsmuni fyrirtækis. Fulltrúar verkamanna hafa rétt til að bera fram tillögur um endurbætur á framleiðslunni og skal nefndin athuga uppástungur, sem bornar eru fram af verkamönnum í þeim tilgangi og koma þeim á framfæri. Nefndirnar eiga að reyna, eftir því sem hægt er, að gera út um ágreiningsmál með umræð- um í nefndinni og reyna að stuðla að sem beztum skilningi og vinnufriði í hverju einstöku fyrirtæki. Samvinnunefndirnar geta hins vegar ekki feng- izt við mál, sem varða heildarsamninga, gerð þeirra, eða efni, framlengingu, uppsögn, túlkun, eða yfir- leitt nein þau mál, sem varða breytingar á kaupi og kjörum. Kosning og fundartími Venja er, að samvinnunefnd haldi fund einu sinni ársfjórðungslega. Formaður nefndarinnar er einn þeirra fulltrúa, sem vinnuveitendur hafa útnefnt, en varaformaður er aftur á móti kosinn úr hópi starfsmanna. Ritari er hins vegar kosinn óbundnum kosningum af báðum aðilum. Formaður, varafor- maður og ritari semja starfsskrá fundanna sam- eiginlega, og skal senda hana hverjum fundarmanni í síðasta lagi þrem dögum áður en fundur er hald- inn. Um fundartímann er það að segja, að fundir eru venjulega haldnir utan vinnutíma og greiðir vinnuveitandi fulltrúum starfsmanna 6 krónur danskar í þóknun fyrir hvern fund. Ef fundur er haldinn í vinnutíma, samkvæmt ósk vinnuveit- anda, má það ekki hafa í för með sér tekjumissi fyrir fulltrúa verkamanna. Samvinnunefnd veitir starfsmönnum og verka- mönnum fyrirtækis aðgang að skýrslum um störf sín, eftir því sem henta þykir. Upplýsingar um málefni, er samvinnunefnd hefir tekið til meðferðar, geta verið trúnaðarmál, og eru nefndarmenn samvinnunefndar bundnir þagnar- skyldu um þær upplýsingar, sem skýlaust eru veitt- ar sem trúnaðarmál. Ég hefi nú stiklað á stóru um þær meginreglur, sem um var samið að gilda skyldu um samvinnu- nefndirnar. Samningurinn um samvinnunefndirnar er, eins og áður er getið, frá 1. ágúst 1947 og hefur verið framlengdur að mestu óbreyttur síðan. Við athugun samningsins kemur fram, að hann er í raun og veru áframhald og útfærsla á trúnaðar- mannakerfi því, sem nú tíðkast bæði hér og í Dan- mörku. FRJÁLS VERZLUN 18

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.