Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1959, Qupperneq 19

Frjáls verslun - 01.07.1959, Qupperneq 19
skiptalöndin með hjálp viðskiptasamninga. — í þeim viðskiptum sparast allur auglýsingakostn- aður. Ef vel á að fara, verður hér að koma til lmgarfarsbreyting beggja aðila — ríkisvalds og útflutningsfyrirtækjanna — ef ekki á að stefna öllu atvinnu- og athafnalífi í voða hafta og ófrelsis. — A meðan núverandi kerfi ríkir í efna- hagsmálum verður að reikna með hæfilegum auglýsingakostnaði, þegar um starfsgrundvöllinn er samið hverju sinni, þannig að auka megi þá starfsemi verulega frá því sem nú er. Og raunar verður að fást full viðurkenning á því, að aug- lýsingakostnaður er eins mikilvægur liður í rekstrarútgjöldum fyrirtækis og hver annar. — Það verður einnig að telja til hlutverka ríkis- valdsins að efla starfsemi sendiráða íslands er- lendis í þágu útflutningsins, svo og ræðismanns- skrifstofa, þar sem því verður við komið. — Til dæmis væri atlnigandi, að sérst.akur verzlunar- fulltrúi starfaði við hvert hinna helztu sendiráða. Þá má telja það til hlutverka ríkisvaldsins, að liðka svo til, að útflutningsfyrirtæki geti auð- veldlega stofnsett dótturfyrirtæki erlendis og eflt þannig aðstöðu sína. Af hálfu útflutningsfyrirtækjanna verður al- mennt að vænta ákveðnari og meiri sölustarf- semi, einkum í þeim löndum, sem greiða í frjáls- um gjaldeyri. Starf Vörusýninganefndar Með stofnun Vörusýninganefndar var efnt til samtaka með ýmsum útflytjendum um þátttöku íslenzkra aðila í erlendum vörusýningum. — Nefiidin hefur á undanförnum árum haft for- g'öngu í þessum málum og beitt sér fvrir þátt- töku í nokkrum sýningum erlendis. — Að veru- legu leyti hefur hingað til verið um sameiginleg- ar Iand- og vörukynningardeildir að ræða, en sölustarfinu lítt verið sinnt, enda liafa sérstakir fulltrúar litflytjenda yfirleitt ekki verið við- staddir á sýningunum í því skyni. — Erfitt er því að gera sér grein fyrir þeim beina árangri, sem af þátttökunni hefur hlotizt fyrir útflytjendur, en landkynning hefur óumdeilanlega verið mikil, enda deildirnar vel og smekklega úr garði gerðar — skipulagðar af færum arkitektum. Hlutverk Vörusýninganefndar er bæði að að- stoða útflytjendur og aðra aðila, sem taka vilja „Ég heii mjög mikinn óhuga á því hvert ég íer — líklega meiri en flestir aðrir." þátt í erlendum vörusýningum og vera ríkis- stjórninni til ráðuneytis og skipuleggja opinbera þátttöku, þar sem hún hefur verið ákveðin. Eðli- legt virðist og æskilegt að eíla þennan vísi að samvinnu, sem tekizt hefur milli útflytjenda, þar sem mikið starf bíður í leit nýrra markaða, betri hagnýtingu þeirra, sem fyrir eru, o. fl., sem samvinna getur auðveldlega verið um, enda þótt samkeppni ríki að öðru leyti um hylli viðskipta- vinanna. — Það virðist og eðlilegt, að ríkisvald- ið styðji slíka viðleitni og eíli hana með fjár- framlögum, sem veitt verði án annarra skilyrða en venjulegrar endurskoðunar. — Kemur bæði til greina, það sem nefnt var hér að íraman um áhrif hins rangskráða gengis á afkomu út- flutningsatvinnuveganna, og hitt, að það er bein- línis skylda ríkisvaldsins að efla atvinnulífið eftir föngum og vinna að viðgangi þess á allan hátt, án þess að krefjast beinnar íhlutunar í mál- efni fyrirtækjanna. Lokaorð Það skyldi ávallt haft í huga, að vörusýning er aðeins ein leið af mörgum til auglýsinga og' sölu; hversu hagkvæm þessi leið reynist er að sjálfsögðu mikið komið undir því, hvernig vand- að er til undirbúnings og þátttökn og ekki sízt því, hvernig fylgt er á eftir með því að nýta þau viðskiptasambönd, sem unnizt hafa. Fyrst og' fremst skyldi þess gætt að líta á vörusýninguna aðeins sem lið í stærri auglýs- inga- og söluherferð, þar sem jafnframt hefur verið tekið fullt tillit til þeirra upplýsinga, er fyrír lig'g'ja um viðkomandi markaðr. FIIJÁLS VLRZLUN 19

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.