Frjáls verslun - 01.07.1959, Qupperneq 25
Torfi Ásgeirsson, hagfr.:
Skoðanakannanir
og notkun þairra í þágu atvinnulífsms
Hér á landi hafa til þessa verið framkvæmdar
fimm skoðanakannanir á landsmælikvarða. Sn
fyrsta var gerð á vegum „Helgafells“ árið 1042,
mn afstöðu manna til lýðveldisstofnunarinnar.
Onnur var gerð á vegum Stórstúku Islands um
afstöðu manna til áfengisbanns og sú þriðja og
fjórða 10.55 og 1956 um afstöðu almennings til
íjölda mála, og um leið til þess að afla upplýs-
inga um ýmsa hætti og venjur þjóðarinnar.
Nokkrar niðurstöður þessara kannana voru birt-
ar í „Nýju Helgafelli“. 1955—1956 var einnig
gerð könnun fyrir tvö atvinnufyrirtæki, en nið-
urstöður hafa að sjálfsögðu ekki verið birtar,
þar sem þær eru eign fyrirtækjanna.
Skoðanakannanir hafa undanfarin ár rutt sér
mjög til rúms í hinum vestræna heimi. Segja
má, að sú tækni, sem nú er notuð, sé upprunnin
1006, en það ár hóf George H. Gallup rannsóknir
í Bandaríkjunum á almenningsálitinu með að-
ferð, sem við hann hefur verið kennd.
Að vísu þekktust skoðanakannanir af ýmsu
tagi fyrir þann tíma. Segja má að sérhver at-
kvæðagreiðsla sé skoðanakönnun innan þess
hóps, sem atkvæði greiðir, og að þjóðaratkvæða-
greiðsla sé skoðanakönnun um það, sem atkvæði
er greitt. um.
Hið nýja í aðferð Gallups var í því fólgið, að
lumn, á vísindalegan hátt, sagði til um skoðanir
þjóðarheildarinnar (þ. e. a. s. þær skoðanir, sem
myndu hafa komið í ljós við þjóðaratkvæða-
greiðslu) með því að spyrja tiltölulega fámenn-
an hóp manna.
Þótt ótrúlegt megi virðast, er margrevnt, að
til þess að fá skýra mynd af almenningsálitinu
í Bandaríkjunum þarf ekki að spyrja nema 5—6
þusund manns, að því tilskildu, að þessi hópur
se rett valinn. Hér á landi myndi eitt þúsund
manns nægja. Hér er treyst á lögmál, sem við
öll, meira eða minna óafvitandi förum eftir í dag-
legu lífi. Við erum alltaf að dæma einhverja
heild eftir úrtökum úr heildinni.
Til þess að skýra nánar aðferð Gallups skul-
um við athuga eftirfarandi dæmi.
t poka eru eitt þúsund kúlur, sem allar eru
jafnstórar, sumar eru hvítar, aðrar svartar. Pok-
inn er hristur vandlega, og við biðjum einhvern
um að taka eitt hundrað kúlur upp úr pokan-
um. Það kemur nú í ljós, að 25 kúlur eru hvít-
ar en hinar svartar, og við drögum þá ályktun,
að um það bil einn fjórði af öllum eitt þúsund
kúlunum séu hvítar. Auðvitað yrðum við ekki
hissa, el' nákvæm talning leiddi í Ijós, að hvítu
kúlurnar væru ekki nákvæmlega 250, en t. d.
256 eða 240. Á hinn bóginn myndi það þykja
undarlegt, ef þær reyndust aðeins eitt hundrað.
Við mundum þá álíta, að annaðhvort hefði þeim
ekki verið nógu vel blandað áður en dráttur
fór fram, eða þá, að sá, sem kúlurnar dró í úr-
takið, hafi, vitandi eða óafvitandi, valið úr.
I þessu dæmi er tæpt á þremur aðalvanda-
málunum við úrtaksaðferðina, og um leið bend-
ir dæmið til þess hvernig leysa megi vandamál-
in. í fyrsta lagi þarf að gera sér grein fyrir því,
hve svarið þarf að vera nákvæmt en það ákvarð-
ar aftur hve úrtakið þarf að vera stórt. 1 öðru
lagi þarf að „blanda vel“ og í þriðja lagi þarf
að tryggja að „ekki sé gægzt í pokann.“
Skoðanakönnun fyrir atvinnufyrirtæki
Segjum að forstöðumaður málningarverk-
smiðju hafi ákveðið að hefja auglýsingaherferð
l'yrir nýrri tegund málningar. Hvort á hann að
beina skeytum sínum til málaranna eða til íbúð-
areigendanna? Að verulegu leyti er það háð því,
hverjir myndu koma til með að nota hina nýju
málningu. Hann þarf því að vita, hve mikill
FHJALS VERZLUN
25