Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1959, Síða 16

Frjáls verslun - 01.11.1959, Síða 16
Túngötu, ásamt elztu dóttur minni, og ætluðum við að heimsækja vin okkar, sem lá veikur á Landakotsspítala. En hvar gatan öll er auð og mannlaus kemur bíll á fleygiferð sveiflar sér upp á gangstéttina og mer mig uppi við girðingu, en kastar dóttur minni til hliðar í götuna. Við læknis- rannsókn reyndist ég vera hryggbrotin og varð að liggja í gipsumbúðum á sjúkrahúsi í tæpt ár, og óvinnufær lengi eftir það. En með’an ég lá á sjúkra- húsinu var útgerðarfélag okkar endanlega gert upp, gjaldþrota og stórskuldugt. Skuldunum var skipt á okkur í hlutfalli við eignarhluti, því að þetta var samábyrgðarfélag, þar sem einn ábyrgðist fyrir alla, og allir fyrir einn. Og þar sem ég var sjúkur og ráðafár um öflun lánsfjár, þá tók bankinn hús- ið mitt eignarhaldi, húsið Skólavörðustíg 17B, sem ég keypti yfir mig og fjölskyldu mína 1914 fyrir tíu þúsund og fimm hundruð krónur. En vinur minn, Hallgrímur Benediktsson, kom í veg fyrir, að bankinn seldi ofan af okkur húsið---------og svo kom seinna stríðið. Þetta var nú mín útgerð. Hún lét eftir sig tölu- verða reynslu, dýra reynslu — en ég sé ekki eftir því. Það gerði Pétur Halldórsson ekki heldur. — Og væri ég ögn yngri að árum væri ég hreint ekki frá því að reyna aftur. Þetta er orðið svo auðvelt og áhættulaust síðan þessir nýtízku fjármálamenn fundu þennan trausta rekstrargrundvöll með for- múlunni: tap er sama sem gróði, meira tap sama sem meiri gróði! Og nú heyrist aldrei, að bank- inn myndi sig til að selja ofan af útgerðarmanni, enda öllu snúið við, því að nú er það bankinn, sem verður að standa í skilum við útgerðina, ann- ars selur útgerðin bankann! — Munduð þér samt ekki velja úrsmíðina að Iifsstarfi, ef þér væruð ungur í annað sinn? — Nei, hreint ekki. Það er ekkert upp úr smá- föndri að hafa. Hingað koma tugir flugvéla og skipa hvern einasta dag ársins og flytja hingað meira af smygluðum úrum, skartgripum og ýmissi hátollavöru en þjóðin torgar. Heiðarlegir úrsmiðir eru að verða óþarfir, og þeir sem ætla sér að lifa af því að selja úr á löglegu útsöluverði, eins og það er orðið, það eru menn, sem orðnir eru á eftir tím- anum.---------Nei, ég mundi fara í útgerðina og kaupa mér reglulega dýran bíl! Aðalfundur Yerzlunarráðsins Framh. aí bls. 22 lántökur o. fl. lleynslan liefur sýnt ótvírætt, að opinber rekstur atvinnufyrirtækja er almenningi stórum óhagstæðari en rekstur einkafyrirtækja í frjálsri samkeppni. Einokun Aðalfundur V. í. 1959 telur, að þjóðinni stafi stóraukin hætta af einokunarsamsteypum og hring- um og beinir því til ráðamanna þjóðarinnar, að við slíku séu settar ákveðnar skorður, svo sem gert hefur verið hjá öðrum þjóðum. Jafnframt sé að því stefnt, að heilbrigð verka- skipting verði milli verzlunar, framleiðslu og sigl- inga á grundvelli frjálsrar samkeppni. Lög um bókhald Aðalfundur V. í. 1959 vill mælast til þess við ríkisstjórnina, að hún skipi nefnd með aðild V. í. til þess að endurskoða gildandi lög um bókhald, þar eð þau eru að mörgu leyti orðin úrelt. Eimskipafélag íslands Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir vexti og við- gangi Eimskipafélags íslands og skorar á meðlimi sína að styðja starfsemi þess. „Hvað viljið þér syngja í dag herra — tenóraríuna úr Pagli- acci eða Rock that crazy mixed-up kid?" 16 FRJ ÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.