Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1959, Síða 18

Frjáls verslun - 01.11.1959, Síða 18
Buenos Aires er stærsta borgin á suðurhveli jarðar. Þessi mikla breiðgata heitir „Avenida 9 de Julio" og er kennd við daginn, þegar Argentína hlaut sjálfstæði, 9. júlí 1816. Hvíta súlan var reist árið 1936 á 400 ára afmæli borgarinnar f stað villtu hjarðanna kom nú skipuleg naut- griparæktun (nú eru urn 45 millj. nautgripa í land- inu) og ýmiss konar kornrækt, einkum varð hveiti- rækt og maísrækt almenn. Sauðfé er álíka margt og nautgripirnir, en því er frekar beitt á hrjóstrugra land, svo sem í Patagóníu. Og landbúnaðurinn varð fjölbreyttari. Nú er, einkum í vesturhéruðun- um, mikið ræktað af vínvið, sykurreyr, ávöxtum og grænmeti. Hafa miklar áveitur víða aukið rækt- unarmöguleikana. Iðnaður var lengi mjög lítill í Argentínu, og var þá helzt um að ræða nokkra vinnslu á landbúnaðar- afurðum. Það er ekki fyrr en á árum heimsstyrjald- arinnar síðari, að alvarlega var farið að hugsa um iðnvæðingu. Iðnaður er nú orðinn verulegur í landinu, en þó eru enn fluttar inn flestar tegundir iðnaðarvarn- ings. Töluverð skilyrði eru til iðnvæðingar, svo sem nokkurt magn af ýmsum hráefnum og stór inn- lendur markaður, og olía og vatnsorka geta full- nægt orkuþörf að nokkru leyti. En samt er landið fyrst og fremst vel fallið til landbúnaðar, og hefur ákafinn í að byggja upp iðnað með háum verndar- tollum og öðrum ráðum reynzt þjóðinni að ýmsu leyti dýr. Enda mun metnaður og jafnvel hern- aðarsjónarmið stjórnarvaldanna hafa ýtt töluvert undir iðnvæðinguna. 1 þessu sambandi má minna á, að skammt er síðan Peron, einræðisherra, réð lögum og lofurn í Argentínu. Enda þótt bylting hafi átt sér stað á flestum sviðum þjóðlífsins í Argentínu síðustu áratugina, setur héraðaskiptingin enn rnark sitt á menningar- líf og atvinnuháttu. Aðalhéruðin eru 7 að tölu og verður nú hverju þeirra lýst nokkuð. Pampa Héraðið liggur í hálfhring, með um 550 km radíus, umhverfis höfuðborgina Buenos Aires. Þar eru 88 hundraðshlutar af ræktuðu landi í Argentínu, % hlutar af iðnaðinum og % hlutar af íbúafjöldanum. Landið má heita marflátt, svo langt sem augað eygir. Upphaflega var þar allt grasi vaxið, en nú ber hvað mest á hveitiökrunum í suðri og maís- ökrunum í norðri, þar sem veturnir eru mildari! Maísbændurnir hafa nrikla svína- og alifuglarækt. Meðalhitinn í Buenos Aires er 23°C í janúar og 9°C í júlí. Árleg meðalúrkoma á sléttunni er frá 500 og upp í 1000 mm (900 mm í Reykjavík). Frá Buenos Aires og upp með Paraná-ánni norð- ur fyrir borgina Rosario er byggðin þéttust. Þarna eru kjötpökkunarstöðvar, kornmyllur, ullarverk- smiðjur, skipasmíðastöðvar, málmbræðslur, efna- verksmiðjur, pappírsgerðir og margt annað. Vegirnir í ijöliunum eru ekki alls staðar upp ó marga fiska. þótt þeir séu merktir á kortum 18 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.