Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1959, Qupperneq 26

Frjáls verslun - 01.11.1959, Qupperneq 26
ÚR GÖMLUM RITUM Hvenær varð verzlunin frjáls? Eftirfnrandi grein er tekin úr X. árgangi blaðsins Fjallkonunnar (14. febrúar 1893) og er hún eftir Björn Kristjánsson kanpmann og síðar ráðherra. Greinin lýsir nokkuð ástandinu í verzlunarmálunum eins og það var fyrir aldamótin. Þrátt fyrir allar framfarirnar, er það ekki enn með öllu óþekkt fyrirbrigði að verzlunin leggi eins konar átthagafjötra á menn. Og sjálfsagt eru sumir, sem vildu vera í aðstöðu kaupmanna á fyrri öldum, en neytendur eiga heimtingu á að engum aðilum haldist slíkt uppi, nú á síðarihluta 20. aldar. Það er svo stutt síðan verzlunin hér á landi var talin að vera gefin frjáls, það er, að öllum þjóðum var heimilað að reka hér verzlun, að það mun þykja kynleg og fá- vizkuleg spurning: Iivenœr var verzlunin gejin jrjálsY Enn þótt leyst væri úr þessari spurningu eins og næst liggr fyr- ir, að hún hafi verið gefin frjáls 15. apríl 1854, þá er það ónóg úr- lausn. Úrlausnin ætti að geta ver- ið á þá leið, að tiltekið ár hejði hverjum einstaklingi hinnar ís- lenzlcu þjóðar verið gejið jrjálsrœði til þess, að verzla hvar sem hann vildi. Er það frelsi fengið? Nei. Því fer svo fjarri, að hver lands- manna hér geti verzlað hvar sem hann vill, að það mun mega telja undantekningar, þegar einliverir geta það, ])ar sem meiri hluti al- ])ýðu er svo háð kaupmönnum, að einstaklingnum er alls eklci jrjálst að fara með eyrisvirði af verzlun- arvöru sinni annað en til þess kaupmanns, sem hann er, vegna skulda, siðferðilega eða samnings- lega skuldbundinn til að verzla við. Það getr ekki talizt frjáls verzl- un, þegar t. d. kaupmaðr lánar bóndanum eina eða fleiri tunnur af salti með þeirri skuldbindingu, að hann skuli reka við hann öll viðskipti sín næsta ár, jafnvel skila(!) sér ákveðinni lísipunda tölu úr hverri salttunnu. Saltið er þó sannarlega ekki rétthærri verzlunarvara enn aðrar vörur, þvert á móti einhver hin verð- minsta vara, sem flutt er til landsins. Enn þrátt fyrir það munu slíkir samningar enn þá um hönd hafðir hér um slóðir. Og það getr heldr ekki talizt frjáls verzlun, þegar sjávarbónd- inn t. d. verðr að taka sér króka- leið til þess að geta komizt með í poka, svo enginn sjái, þó ekki sé nema 1 lísipund af saltfiski til annars kaupmanns enn hann sið- ferðilega eða samningslega er skuldbundinn til að verzla við, verðr jafnvel að fela það í rúminu sínu, af ótta fyrir að lísipundið verði tekið með valdi á löglegan eða ólöglegan hátt o. s. frv. Slík dæmi má sjá hér árlega. 1 hverju er þá hið fengna verzl- unarfrelsi fólgið? Það er fólgið í því, að verzlun- in geti einhverntíma orðið frjáls, cj annaðlivort þjóðm sjálj lcann að verða svo þroskuð, að siíta af sér verzlunar-lánshnapphelduna, eða kaupmenn þeir, sem pening- una haja og því fœrastir eru um að halda alþýðunni í lánssúpunni, kynnu að komast að þeirri niðr- stöðu, að þeir geti haft eins milc- inn hag af verzlun sinni og nú, og jafmnikla verzlun, þótt verzlunin vœri jrjáls. Er það líklegt, að hinir auðugri kaupmenn hætti við lánsverzlun- ina? Það er nokkuð vafasamt. Þeir munu ef til vill seint kom- ast að þeirri niðrstöðu, að þeir hafi sér trygg eins mikil viðskifti og þeir liafa nú, ef þeir hætta að lána — sem er ástæðulaust — og enn síðr sjá fram á sama haginn af frjálsri verzlun sem Iánsverzl- uninni. Er það ekki ginnandi fyrir fjáð- an kaupmann, að lána ef til vill í ár eða 1 ár t. d. eitt sykr- pund sem kostar þá 40 aura, enn sem kostar á móti borgun út í hönd aðeins 25 aura? 60% árs- vextir er alllaglegr gróði enda þótt af þeim kynni að tapast alt að 10%. Og er ekki munr á, að fá 120 aura fyrir eitt pund af kaffi, þó það sé lánað eitt ár, enn 82 aura ef það er borgað þegar. Það eru líka viðunanlegir vextir, um 50%, þó það þyrfti að áætla fyrir vanhöldum fram undir 10%. Er ekki sorglegt að sjá slík- an verðmun við sömu verzlunina, og sjá tapið einmitt lenda á þeim fátækustu og ósjálfstæðustu? Eina ástæðan, sem gæti knúið efnakaupmennina til að hætta að lána, væri mannúð, umhyggju- semi fyrir þjóð þeirri, er þeir haja 2G FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.