Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1960, Page 15

Frjáls verslun - 01.06.1960, Page 15
Dagsverkafjöldi nokkurra ára var sem hér segir: 1925 — 22.500 dagsv. 1941 — 174.000 dagsv. 1939 — 93.000 — 1942 — 201.000 — 1940 — 122.000 — 1943 — 159.000 — Fækkun vinnustundanna frá 1942 til ársins 1943 á eflaust rót sína að rekja til aukinnar vélanotkun- ar það ár. Vinnustundafjöldi veghefla óx um 55% á tímabilinu 1945—1953, og vinnustundir við vél- skóflur nær sexfölduðust á tímabilinu. Undanfarin 5 ár hefur vélakostur Vegagerðarinn- ar enn stórbatnað, og munu mulningsvélasamstæð- urnar vera einn merkasti liðurinn í þeim vélakaup- um. Á flestum sviðum liafa orðið stórfelldar urnbæt- ur við vegagerð. Má t. d. benda á, þann aðbúnað, sem vegavinnuflokkar höfðu, og hafa nú. Fyrir 20 árum höfðust verkamenn við í tjöldum, og eldað var á olíuvélum eða prímusum, einnig í tjöldum. Nú má heita, að tjöldin séu smátt og smátt að hverfa úr sögunni og færanlegir skálar komnir í þeirra stað, — skálar, sem eru með öllum nauðsyn- legum þægindum, svo sem rennandi vatni, ljósaút- búnaði, stórum, olíukyntum eldavélum og gashit- unartækjum. Skálar þessir eru vel einangraðir og frágangur allur hinn snyrtilegasti. í ár munu vera rúmlega 300 tjöld í notkun hjá Vegagerðinni, og hefur þeim fækkað mikið frá síðastliðnu ári. Utgjöld til vegamála Gjöld ríkissjóðs til vegamála hafa nær því á á hverju ári hækkað mjög að krónutölu. Meðalút- gjöld á ári voru á tímabilinu: 1876—1915 83,6 þús. kr. 1931—1935 1.562,0 — — 1941—1945 13.124,4 — — 1951—1954 46.284,5 — — Meðalútgjöld á ári til vegamála, miðað við heild- arútgjöld ríkissjóðs voru 11,9% á tímabilinu 1940— 1954. Upp í útgjöld til vegamála hefur ríkissjóður haft allverulegar tekjur af sköttum og tollum á bifreiðum og rekstrarvörum þeirra. Sundurliðun útgialda (samkv. ríkisreikningum) til vegamóla órin 1940, 1948 og 1957 og til somanburðar er tekin sundurliðun hliðstæðra gjalda í Svíþjóð, fjárhagsórið 1947—48. 1. Stjórn og undirbún. vegagerða: laun, ferðakostn., skrifst.kostn. o. fl. 2. Nýir akvegir ................................................. 3. Viðhald og endurbætur (ofaníburður o. fl.) ................... 4. Til brúargerða ............................................... 5. Til fjallvega ................................................ 6. Til áhaldakaupa, bókasafns vegavinnumanna o. fl............... 7. Til sýsluvega og sýsluvegasjóða .............................. 8. Malbikun ..................................................... 9. Vetrarferðir ................................................. 10. Ferjur ...................................................... 11. Orlof, tryggingariðgjöld, fyrningar, sæluhús o fl............ í S L A N D SVÍÞJÓÐ 1040 1948 1957 1947—48 % % % % 6,0 3,7 3,3 9,0 15,0 28,0 23,0 14,1 48,0 52,0 50,0 48,0 4,5 7,5 15,0 4,91) 1,0 0,5 1,1 1,0 1,3 1,5 4,0 4,2 3,7 0,7 0,4 0,1 5,9 0,07 0,08' 18,4 0,1 0,01 0,002 sjá 4. lið 1,0 2,4 2,2 sjá 1. lið 1) Einnig lil ferin og bryggjn fyrir þær. Um 2. lið, útgjöld til nýrra akvega, er þess að geta, að 1940 skiptist upphæðin á 72 vegi, 1948 á 147 og 1957 á 227 vegi á landinu. — Árið 1948 skiptist framlag til brúargerða á 26 brýr, yfir 10 m langar en 1957 á 34 stórar brýr. Um sundurliðun gjaldanna í Svíþjóð og saman- burð þeirra við ísland kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. Sviar verja nú tiltölulega litlu til nýrra akvega og brúargerða, og er það að ýmsu leyti skiljanlegt; m. á. önnur byggðadreifing, gjörólíkt landslag og þar með vatnakerfi, og síðast er ekki sízt, að í Svíþjóð hafa verið lagðir vegir í margar aldir. Áttundi liður er mun hærri hjá Svíum, enda að- stæður til malbikunar (og lagningu annars varan- legs slitlags) nokkuð aðrar en liér á landi. Undir vetrarferðir eru ýmsir liðir, svo sem snjóhindrunar- grindur, vegamerking, söndun, snjómokstur o. fl. Nánari sundurliðun viðhaldskostnaðar í Svíþjóð, sbr. þriðja lið, er eftirfarandi: 26% ofaníburður, 13% rykbinding og 9% heflun. Er sérstök ástæða til að benda á, að af öllum útgjöldum til vega- viðhalds í Svíþjóð fara um 27 hundraðshlutar í kostnað við rykbindingu. — Eins og sjá má af töfl- unni, fer langmestur hluti útgjalda vegna vega- mála til viðhalds og endurbóta, bæði hér á landi og í Svíþjóð, og mun svo einnig vera í öðrum lönd- um, þar sem meiri hluti veganna eru malarvegir. rHJÁLS VERZLUN 15

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.