Frjáls verslun - 01.06.1960, Blaðsíða 29
Vér viljmn hér aðeins hreyfa við
fáeinum atriðum, sem vér álítum
að sé einna mest verð, og sem að
vorri hyggju bæði landstjórnin og
allir góðir kraptar þjóðarinnar
þurfa að leggjast á eitt til að koma
í betra horf, ef landinu á að verða
nokkurra töluverðra framfara auð-
ið, áður mjög lángir tímar líða.
Þetta, er vér álítum hin helztu
aðalatriði í velferðarmáli landsins,
og sem vér viljum drepa lítið eitt
á, er:
1) mentun alþýðunnar,
2) landbúnaðurinn,
3) sjávarútvegurinn,
4) samgaungur og verzlun,
5) handiðnir m. m.
Sjávarútvegmrinn
Annar aðalatvinnuvegur íslands
er sjávaraflinn, eða fiskiveiðarnar,
og er þeim engu minna ábótavant
en landbúnaðinum. Þegar litið er
til þess, að landið sjálft er eitt af
hinum ófrjósamari af bygðum
löndum, en hafið kringum það citt
hið fiskisælasta, og þegar svo jafn-
framt er borið saman, hve mikinn
aflarekstur íslendingar hafa af
landinu sjálfu á annan bóginn, en
af sjónum á hinn, þá verður það
augljóst, að sjórinn er að sínu
leyti lángtum síður notaður en
Iandið. Þó landsgagnið geti auk-
izt talsvert, þá er óhætt að full-
yrða, að sjávaraflinn getur aukizt
margfalt meira. Vér létum áður í
ljósi, að landsgagnið mundi auð-
veldlega geta tvöfaldast, ef alúð
væri lögð við að auka það og bæta,
en vér álítum það engu meiri öfg-
ar, að sjávargagnið gæti með jöfn-
um dugnaði eins auðveldlega tí-
faldast. Á ári hverju koma híngað
mörg hundruð hafskipa frá öðrum
löndum, einkum Frakklandi og
Englandi en þar að auki frá Nor-
egi, Danmörku, Hollandi, Belgíu
og jafnvel Vesturlieimi, til að
veiða á miðunum kríngum landið,
og framfærir þessi atvinnuvegur
eflaust mörg þúsund manna. Ef
vér ímyndum oss, að öll þessi hin
útlendu skip ætti heima á íslandi,
þá er auðsætt, að svo mörg þús-
und manna gæti Iifað hér fram
yfir þá fólkstölu, sem nú er, og
þó getur enginn neitað, að nægi-
legur fiskur er í sjónum kríngum
landið handa enn þá fleiri skipum
og mönnum til að veiða.
Til framfara sjávarútvegsins
heyrir fyrst og fremst, að islend-
ingar komi sér upp hæfilega stór-
um skipurn, er bæði sé sterk, vel
löguð og vel búin í alla staði, með
góðum og traustum fargögnum og
veiðarfærum. Eptir því hvernig til
hagar, er hin mesta nauðsyn fyrir
landið að eiga sem flest þiljuskip,
til þess að geta veidt fiskinn, þó
eigi gángi hann fast upp í land-
steina, og til að geta leitað hans
lengra en rétt fram frá bæjar-
dyrum hvers eins. Smábátarnir,
sem að kalla eingaungu hafa verið
skipaeign vor, eru óhæfir til veiði-
skapar, nema þegar fiskurinn geng-
ur sem grynnst, því þegar lángt
þarf að sækja aflann, eru þeir fyrst
og fremst of litlir til þess að fara
á þeim, nema í bezta sjóveðri, og
svo bera þeir svo lítið, að marg-
falt meiri tími gengur til ferðanna
fram og aptur af miðunum, en til
að afla, því þó rnenn hitti fyrir
hlaðfiski, geta menn á bátunum
ekki sætt því, nema þá stundina,
sem verið er að fá upp á bátinn,
og mega svo til að halda heimleið-
is, þar sem menn annars gæti feng-
ið margfalt, ef menn hefði nógu
stórt farið, og mætti sæta meðan
fært er, þeim afla, er menn einu-
sinni hafa liitt fyrir. Þetta er þó
ekki svo að skilja, að bátarnir sé
með öllu ónýtir, eða óhæfilegir til
veiðiskapar, því þeir eru einmitt
betri og hentugri, en stór skip,
þegar aflinn er skammt undan
landi; þeir mega því enganvcginn
missast heldur, þó stærri skipum
væri komið upp. Ept.ir því sem
ýmislega hagar til á ýmsum stöð-
um og ýmsum tímum, þarf ýmis-
lega aðferð til að sæta veiðiskapn-
um. Þegar aflinn fæst ekki nema
í mikilli fjarlægð frá landi, þá duga
eigi nema stór skip, þegar hann
er uppundir landi, eða inni á mjó-
um fjörðum, þá eru bátarnir miklu
hentugri. En opt stendur svo á,
t. a. m. á Faxaflóa og víðar, að
fiskurinn er mestur lítið eitt lengra
undan en svo, að gott sé að róa
þángað á bátum. Þegar svo er,
væri haganlegast, að þiljuskip og
bátar veiddi í félagsskap, þannig,
að eitt þiljuskip, sem einhver mað-
ur eða félag ætti, héldi sig um þær
slóðir, og nokkrir bátar, sem heyrði
til sömu eigendum, héldi sig í nánd
við það, svo lengi sem fært væri
fyrir þá að vera úti, legði afla sinn
upp í skipið í staðinn fyrir að eyða
tímanum með því að flytja veið-
ina til lands, og fengi aptur í skip-
inu það, sem þá kann að vanliaga
um, svo sem vistir eða veiðarfæri.
Með þessum hætti mætti opt, þeg-
ar stillíngar og gæftir haldast
nokkurn tíma, veiða margfalt við
það, sem veidt yrði á sama stað
og sama tíma, ef eintómir bátar,
eða eintóm þiljuskip væri höfð við
veiðina, því þá notast kostir
hvorutveggja skipanna jafnframt.
Bátarnir eru lángtum liðlegri til
að leita í allar áttir eptir fiskinum,
en hin stóru skip, en þau geta apt-
ur tekið við miklum afla, flutt með
sér mikla útgerð, salt, vistir, vatn
o .s. frv., og haldið lengi út, en
þetta geta bátarnir ekki af eigin
ramleik.
Það er nú alltítt, að góður afli
er, og það stundum um lángan
tíma, á einhverjum stað við land-
ið, meðan aflalaust eða aflalítið er
FRJALS VERZLTJN
29