Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1960, Side 31

Frjáls verslun - 01.06.1960, Side 31
Verzlunarbanki Islands fekur til starfa vorið 1961 Stjórn Verzlunarsparisjóðsins boðaði til fundar ábyrgðarmanna Verzlunarsparisjóðsins hinn 14. júní sl. í því skyni að ræða stofnun verzlunar- banka. Form. stjórnar sparisjóðsins, Egill Gottorms- son stórkaupmaður, hafði framsögu um málið. llakti hann í stórum dráttum aðdraganda að laga- setningu um Verzlunarbanka íslands h. f. og með- ferð málsins á Alþingi. Jafnframt skýrði hann ein- staka þætti laganna. Hann færði Alþingi og ríkis- stjórn þakkir fyrir þann ríka skilning, sem komið hefði fram á hagsmunamálum verzlunarstéttarinn- ar í sambandi við setningu laganna um bankann. 1 lok ræðu sinnar lagði hann fram svofellda tillögu, sem flutt var af stjórn Verzlunarsparisjóðsins og formönnum Verzlunarráðs íslands, Kaupmanna- samtaka íslands og Félags ísl. stórkaupmanna: „Með vísun til laga nr. frá 10. júní 1960 um Verzlunarbanka Islands h. f., samþykkir aulcafund- ur ábyrgðarmanna Verzlunars'parisjóðsins, haldinn í Sjálfstœðishúsinu 1\. júní 1960, að neyta heimild- ar laganna um stofnun Verzlunarbanka íslands h.f. Jafnframt samþykkir fundurinn, að Verzlunar- banki Islands h.f. skuli taka við öllum eignum, skuldum og ábyrgðum Verzlunarsparisjóðsins og starfsemi hans, og koma að öllu leyti í hans stað.“ Nokkrar umræður urðu um tillöguna og fögnuðu ræðumenn lagasetningunni um verzlunarbankann, en að umræðum loknum var tillagan borin undir atkvæði og var hún einróma samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. í lok fundarins var leitað eftir hlutafjárloforð- um meðal fundarmanna og skráðu þeir sig fyrir hlutafjárloforðum að upjdiæð 4,3 rnillj. króna, en gert er ráð fyrir að hlutafé bankans verði eigi minna en 10 milljónir króna. Núverandi ábyrgðarmenn Verzlunarsparisjóðsins hafa forgangsrétt til þess að ski-ifa sig fyrir hlutum í bankanum og gildir sá rétt- ur þeirra í 6 mánuði. Að hlutafjársöfnun lokinni verður boðað til stofnfundar bankans og er gert ráð fyrir, að hann taki formlega til starfa að lokn- urn næsta aðalfundi Verzlunarsparisjóðsins, sem haldinn verður í marzmánuði næstkomandi. Á fundinum voru mættir um 180 ábyrgðarmenn Verzlunarsparisjóðsins, en alls eru ábyrgðarmenn hans 310 talsins. ★ Verzlunarsparisjóðurinn hefur frá upphafi vcrið til húsa í Hafnarstræti 1, en flytur um næstu ára- mót í Bankastræti 5. Og þar verður Verzlunar- banki Islands starfræktur næstu árin. Þess má geta, að núverandi stjórn Verzlunarsparisjóðsins hefur þcgar hafið undirbúning að áætlun um byggingu bankahúss á lóð sparisjóðsins að Vesturgötu 2, en ekki er enn tímabært að greina nánar frá því máli. Myndir teknar í sambandi viS afgreiSslu verzlunarbankamálsins Sigurður Ó. Ólafsson, forseti efri deildar, Gylfi Þ. Gíslason, bankamálaráðherra, Forseti íslands staðfestir lögin um Verzl- afgreiðir frumvarpið, sem lög frá Alþingi undirritar lögin unarbanka íslands FBJÁLS VERZLUN 31

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.