Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1960, Qupperneq 32

Frjáls verslun - 01.06.1960, Qupperneq 32
„Þetta eru gerviblóm, sem eru á borðinu, er það ekki?“ „Jú, herra. A náttúrulækningaveitingastað þýðir ekki að hafa lifandi blóm. Gestirnir myndu éta þau.“ ★ „Af hverju kallið þið þctta „spennandi“ kjöt- kássu?“ „Af því að matreiðslumaðurinn setti allt í hana, sem hann hafði við höndina.“ ★ Viðskiptavinur: „Er þetta te eða kaffi? Það er eins og steinolía á bragðið." Þjónn: „Ef það er eins og steinolía, þá er það ábyggilega te — kaffið okkar bragðast eins og terpentína." ★ „Núna höfum við allt á matseðlinum herra minn“, sagði þjónninn. „Já, ég sé það,“ sagði viðskiptavinurinn, „en ég vildi íiú heldur fá hreinan matseðil.“ ★ „Þjónn, ég var hér í gær og fékk steik.“ „Já, herra, viljið þér fá þá sömu í dag?“ „Já, það er svo sem allt í lagi, ef enginn annar er að nota hana.“ ★ „Bill, ég er hræddur um að við gefum of mikla drykkjupen- inga . . ." 0 ★ „Gerið svo vel og komið með aðra samloku.“ „Var það nokkuð annað?“ „Já, ég þarf líka bréfapressu. Samlokan, sem þér komuð með áðan, fauk í burtu.“ ★ Miðaldra piparsveinn var að borða morgunverð í veitingahúsi, þegar hann tók eftir áletrun á egg- inu, sem honum hafði verið fært. „Ef einhver, sem sér þessi orð, myndi vilja giftast 18 ára gamalli bóndadóttur, þá hafi hann sam- band við------- Piparsveinninn skrifaði stúlkunni strax og sagð- ist vilja kvænast henni. Nokkrum dögum síðar kom svar: „Þér eruð of seinn. Ég er gift og á fjögur börn.“ 32 FHJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.