Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1961, Page 5

Frjáls verslun - 01.09.1961, Page 5
arbökkum var þá óráðstafaða, en ekki þótti tryggt að dýpi vœri þar nægilegt, því síldarstöðvar þeirra tíma urðu að vera staðsettar ])ar sem bæði veiði- skip og flutningaskip gátu affermt og fermt fram- leiðsluna, því hafskipabryggja var hér engin, en upp- og útskipun á þungavöru bæði seinleg og dýr, ef flytja þarf varninginn í vöruprömmum og ferma í skip úti á sjálfri skipalegunni. En þeir bræður voru mjög áræðnir og stórhuga og höfðu miklar fyrirætlanir í huga og þurftu rúm- gott athafnasvæði fyrir hinn fyrirhugaða rekstur hér á staðnum. Það varð því að ráði að þeir Evangersbræður tóku á leigu stóra sjávarlóð austan fjarðarins, í landi jarðarinnar Staðarhóls, er Chr. Havsteen fyrrum faktor í Gránu átti. Þar reistu þeir síldarstöð og hófu síldarútgerð og söltun. En þeir létu ekki þar við sitja. Þeir höfðu hug á að reisa stóra og fullkomna síldarbræðslu þarna, stóra verksmiðju, búna beztu tækjum þeirra tíma. Um þetta leyti var að hlaupa mikill vöxtur í síldariðnaðinn í Noregi og voru margar bræðslur reistar þar um og fyrir 1910. En síldin hér var að jafnaði stærri og feitari cn þar, og því líkleg til að vera betra hráefni í mjöl og lýsi. Og 1910 hefjast þeir handa um pöntun á vélum og útbúnaði til fyrirtækis þessa. Til að geta klofið hinn mikla stofnkostnað, fengu þeir bræður í lið með sér fyrirtækið Thomas Morgan & Sohn í llamborg, og mynduðu þeir hlutafélag um bræðsluna, þessi tvö fyrirtæki, Morgan og firm- að G. & O. Evanger í Eggesbönes. Félagið hét „Siglufjords Sildolje & Guanofabrik A. S.“, og gekk greiðlega að reisa verksmiðjuna, en hún tók til starfa sumarið 1911, og mcð starfrækslu hennar hefst stór- rekstur í síldariðnaði á íslandi. Bræðslan var reist sunnan og neðan Staðarhólsins, þar sem landið nefnist einu nafni Staðarhólsengi. í lítilli kvos á milli sjálfs Staðarhóls og engisins, rennur lítill lækur, er nefnist Rjómalækur. Þaðan fékk verksmiðian ferskt vatn. Sjálf verksmiðjan var þriggja hæða stórhýsi á steyptum grunni og var síldarþróin, steinsteypt, fyrir framan húsið og síldin flutt upp í suðukerin á þriðju hæð með færibandi. Oll íveru- og geymsluhús voru reist á stóru svæði fyrir norð- an og sunnan bræðsluna. Sjávarbakkar eru þarna lágir og undirlendi nokk- uð, gott dýpi við löndunarbryggjur og landrými mikið. Aflvélin var 140 hestöfl, gufuvél, er knúði pressur og kvarnir og færibönd, og ljósavél fram- leiddi raforku. Um þetta leyti voru fyrstu amerísku snigilpressurnar komnar í notkun í bræðslum í Nor- egi, og þeir bræður lögðu til að snigilpressur yrðu pantaðar, en fyrirtæki Morgans, er átti að fá til sölu síldarmjölið, hélt því fram að mjöl úr dúka- pressum væri gæðameira og því verðmeira, og því fór svo að átta hydroliskar dúkapressur voru settar niður í verksmiðjuna, og skiluðu þær liðlega 800 hektólítra afköstum á dag. Snigilpressur þóttu ekki nægilega reyndar um það leyti. Að öðru leyti var verksmiðjan útbúin beztu tækj- um og áhöldum, er kunn voru í slíkum rckstri á þessum árum. Fimmtíu starfsmenn unnu í verksmiðjunni og var unnið á vöktum. Að sjálfsögðu voru allir kunn- áttumenn í iðnaði þessum norskir, þar sem lands- menn voru með öllu ókunnir slíkum rekstri, en margir íslendingar lærðu skjótt handtökin í þess- ari fyrstu stóru bræðslu, er hér var rekin. Hinir geðþekku Evangersbræður stjórnuðu fyrir- tækinu til og með 1914, en mágur þeirra, Anton Brobakke, var fyrstu árin „kontoristi“ hjá þeim, en 1915 varð hann „disponent“ þarna og hafði veg og vanda af rekstrinum ásamt þeim. Brobakke var maður ötull og einarður, að góðu kunnur mörgum Siglfirðingum, því hann varð síðar verksmiðjustjóri hjá Dr. Paul, þýzkum manni, er reisti bræðslu norðantil á kaupstaðarlóðinni, utan við Söbstad. Evangerverksmiðjan hafði á leigu farmskipin „Marie“, „Agnes“ og „Argo“ um lcngri og skemmri Síldarbræðsla og söltunarslöð Evangersbræðra. austan Siglu- fjarðar í landi Staðarhóls, voru hin myndarlegustu mannvirki. Myndin er tekin 1916. 5 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.