Frjáls verslun - 01.09.1961, Page 6
tíma til flutninga á afurðum og vörum til rekstrar-
ins, og jafnframt bræðslunni höfðu þeir bræður eig-
in síldarsöltun þarna svo sem fyrr segir.
Af kunnáttumönnum í síldariðnaði, er störfuðu
þarna, auk Brobakkes, má nefna Arnfinsen vél-
stjóra, P. Vaaren og Knut Sether, verkstjóra, sá
síðastnefndi með ársbúsetu sem eftirlitsmaður hér
austan fjarðarins.
Mannvirki Evangers voru stór um sig og einkar
myndarleg. Geymslu- og íveruhús fyrir starfsmenn
voru rammbyggð bjálkahús í norskum st.il. Bræðsla
þessi var virt á fjórðung milljónar, hús, vélar og
tæki, og var það geysihá upphæð á þeirn lággengis-
tímum, er hún var reist á, en ekki hcfi ég getað
fengið í hendur þá matsgjörð, þótt fróðlegt hefði
verið á fá glöggt yfirlit um hin ýmsu tæki og mats-
verð þeirra.
Ofurlítið þorp myndaðist þarna austan fjarðarins,
og þessi byggð þarna neðst á Staðarhólsengi var hin
mesta prýði bæjarins, blasti beint við eyrinni, og
setti einkar reisulegan svip á hinn ört vaxandi
Siglufjörð. Margir eldri Siglfirðingar minnast þess
hve lífvænlegt var að líta austur yfir fjörðinni á kyrr-
um síðsumarkvöldum, þegar tekið var að rökkva,
og þar gat að líta stórhýsi Evangersbræðra og
ljóshafið frá því blika á lognsléttum firðinum, en
gráhvítur gufumökkurinn úr þurrkurunum steig
hátt í loft upp og hnyklaðist upp eftir fjallinu,
þar til eimyrjan dreifði úr sér uppi undir Skolla-
skál, — kvosinni, — er varð örlagabikar þessa fyrir-
tækis. Þessi bræðsla var reist með það fyrir augum
að hún gæti staðið þarna um áratugi. En fáa mun
hafa grunað, eða þá ekki sinnt um þá hættu er vofði
yfir þessum myndarlegu mannvirkjum. Og á bjart-
sýnisárum eru menn fljótir að gleyma og hlusta
ógjarnan á varúðartal gamalla manna. Og það geta
liðið margir áratugir á milli þeirra náttúruhamfara
er snjóflóð nefnast.
En veturinn 1919 var mjög snjóþungur og þann
12 apríl féll snjóflóð mikið úr Skollaskál í Staðar-
holsfjalli og olli gífurlegu tjóni á mönnum og mann-
virkjum. Flóðið sópaði með sér verksmiðjuhúsinu
og íveru- og geymsluhúsum og miklum birgðum af
tómum síldartunnum og einum þúsund áfylltum
lýsisfötum, langt út á fjörðinn, en síldarþrær og
steyptar undirstöður húsanna stóðu einar eftir.
Snjóflóð þetta náði allt suður að Ráeyri og varð níu
manns að fjörtjóni. Meðal þeirra er fórust var eftir-
litsmaðurinn Knut Sether og kona hans.
Jón Jóhannesson málflm. og fræðimaður í Siglu-
firði samdi skilmerkilega ritgerð um þessar miklu
náttúruhamfarir og birti hana í tímaritinu Grímu,
18. árg., og vísast til hennar fyrir þá, er vilja vita
nánari skil á þessum örlagaríka atburði.
Olaf Evanger hafði á eigin spýtur rcist litla síldar-
stöð nokkru áður, sunnar á þessu svæði, nær Ráeyri,
en hún eyddist og í þessu flóði.
Bræðsla Evangersbræðra var ekki endurbyggð,
en 1922 komu þeir bræður aftur á fornar slóðir og
reistu síldarstöðina að nýju og komu upp lifrar-
bræðslu og íveruhúsum. Olaf sá þar um mikla
síldarsöltun í mörg ár og firma þeirra reisti síldar-
verksmiðjur á Dagverðareyri og á Raufarhöfn, þær
bræðslur seldu þeir svo nokkru síðar, og eru þær
utan við ramma þessarar greinar. Löngun þeirra
bræðra að reisa að nýju verksmiðju hér í Siglu-
firði brann jafnan í þeim, en minningin um reiðar-
slagið mikla hamlaði því að meiri háttar mannvirki
risu að nýju á sjávarbökkum Staðarhólsengis. Þeir
gerðu tilboð í ltoaldsstöðina á sínum tíma og höfðu
í liuga nýja bræðslu, en tilboð Gustavs var of lágt,
aðrir hrepptu þá eign. Þetta telur Olaf að hafi orðið
þeim dýr mistök.
Olaf Evanger og A. Brobakke cru nú líklega einir
á lífi (1961), þeirra manna, cr vorn hér frumherjar
í sildinni á fyrsta tug aldarinnar.
Ég hef átt ánægjuleg bréfaskipti við Olaf um
rekstur þeirra bræðra hér í Siglufirði og í Norcgi
og orðið fróðari af, og nýt ég þess að þcir voru
hér góðir vinir föður míns. Olaf var sá yngri þeirra,
fæddur 1887, og því innan við tvítugt er hann kom
hingað til að gegna ábyrgðarstörfuin. Eg hefi getað
sannprófað margar af frásögnum hans og verð að
undrast hið góða minni hans og áreiðanleik í með-
ferð heimilda.
Fyrirtæki þeirra bræðra i Eggesbönes fór halloka
á árum heimskreppunnar. Gustav fluttist til Ný-
fundnalands, og þar starfaði hann og lézt þar 1954,
varð 73 ára. Brobakke er á lífi, er þetta er ritað, 78
ára, en er nú hættur störfum sakir aldurs. Olaf
fluttist til Danmerkur 1933 og setti upp lifrar-
bræðslu í Esbjerg og keypti og seldi fiskafurðir.
Þetta gekk allvel, en fyrir nokkrum árum seldi
hann eign sína og hætti starfi þessu sakir aldurs.
Hann á nú búgarð og hefir ofurlitla garðyrkju sér
til hugarhægðar. Hann var síðast við störf hér í
Siglufirði sumarið 1933. Bróðir þeirra Gustavs og
Olafs, fyrrum sjómaður, og ógift systir þeirra hafa
rekið verzlun og skipaafgreiðslu í húseignum fjöl-
skyldunnar í Eggesbönes, en verksmiðja og vöru-
6
FRJÁLS VERZLUN