Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1961, Side 33

Frjáls verslun - 01.09.1961, Side 33
í bezta lagi. Langferðamenn koma nú auðvitað helzt á beztu heim- ilin. Það er alment meiri menn- ingarbragur kominn yfir fólkið. En ]retta vottar aftur það, að eyðslan hefur aukizt, en framleiðslan ekki nærri því að sanra skapi. Menn leyfa sér nú vms munaðarvöru- kaup, sem enginn hugsaði til áður. Danskur umsjónarmaður frá einu helzta danska verzlunarhúsinu, sem rekur verzlun við Norðurland, sagði mér, að aldrei væri unt að senda svo mikið af rúsínum til verzlunar einnar í Þingeyjarsýslu, að það væri ekki undir eins búið. Sú þjóðsaga gengur staflaust um einhvern þingeyskan bónda, að hann hafi pantað eitt sinn svo mikið af fínu keksi frá útlöndum, að furðu gegndi, og ]>egar hann var spurður hví hann gjörði þetta, sagði hann, að menn, sem hugs- uðu jafn-mikið og hann, mættu ekki borða grófari brauðtegundir. Svo mikið er keypt af brjóstsykri sumstaðar, að kaupmennirnir segj- ast ekki gjöra annað en vega brjóstsykur. En þetta eru nú öfg- ar, sem mcnn leiðast út í allra fyrst af barnaskap og lagfæra svo aftur. Verzlanirnar eru orðnar svo margar og hver kaupmaður otar úl sínum vörum í kapp við ann- an. Afleiðingin eru búðarskuldir, sem sagt er að fari sívaxandi. En auðvitað hcfir nú ávalt mikið ver- ið um þær talað. Svo segja sumir: Þetta dugar ekki. Við verðum að spara, spara, neita okkur um alt þetta, eins og gjört var fyrir 30—40 árum. En sú prédikun er verri en gagnslaus. Það er ekki svo auðvelt að neita sér um þau lífsþægindi, sem maður hefir einu sinni vanið sig á. En hitt má segja: Þú mátt ekki láta eyðsluna fara svona langt fram úr framleiðslunni. Þú verður að minsta kosti að framleiða þeim mun meira, sem þú levfir þér að eyða meiru, þú verður að stækka túnið þitt og fjölga skepnunum. Um þetta stendur nú stöðugur bardagi. Er þetta hægt? Hvernig eigum við að fara að því? Hvernig er hægt að fá tekjur og útgjöld til að standast á? Fjórir búnaðarskólar liafa verið stofnaðir í landinu, sinn i hvorum landsfjórðungi. í því sýndist stór og mikil framför fólgin; enda væntu menn sér mikils af þeirn. Þessir búnaðarskólar eru nú búnir að standa býsna-lengi og kenna fjölda af ungum bændaefnum, sem líklegastir hafa þótt til að geta fært sér þá í nyt og þá leiðbein- ing, sem þeir gefa. En hvernig sem því er varið, heyrðist mér hér um bil öllum, scm eg átti tal við um þá, bera saman um, að þessir bún- aðarskólar mundu fremur hafa vakið ótrú á landbúnaðinum með- al bænda. Og þá er nú illa farið. Margt þarflegt hafa menn numið svo sem að sjálfsögðu. En þeim, sem hafa lært þar, þykir alment hafa gengið búskapurinn fremur stirðlega og það lítið komið í ljós, að þcir stæðu betur að vígi en gömlu bændurnir, sem ekki lærðu í neinum búnaðarskóla. Fjárhag- iir þessara stofnana er líka sagður fremur slæmur, hverju sem þar er um að kenna, þrátt fyrir mikinn styrk af almannafé og mikinn vinnuafla ókeypis, svo fjárhagsleg- ur árangur af fyrirmyndarbú- skapnum sýnist vera fremur slærn- ur. Þegar smabændurnir i kring verða varir við þetta, segja þcir liver við annan: Ekki er von að vel fari fyrir okkur, sem engan höfum styrkinn né lærdóminn, þeg- ar svona fer fyrir þeim, sem troð- fullir eru af búfræðilegri mentun og hafa landssjóðinn í vasa sín- um. Margir skynsamir og reyndir bændur sögðu: Af búnaðarskólun- um höfum við að eins lært eitt, og það er þetta: Ekkcrt nema gamla búskaparlagið ber sig hér á landi voru. — Þetta er öfugt. Fyrirmyndarbúskapurinn þarf um frani alt að komast i það lag, að hann sannfæri menn um, að land- búnaðurinn beri sig og að framtíð landsins sé fullkomlcga borgið, því framleiðsluna sé hægt að auka svo mikið, að ágóðinn af búskapnuin geti orðið álitlegur. Þetta ]iarf hann að sýna í framkvæmdinni. Ilann þarf einmitt að veita bænd- unum trúna á framtíð Iandsins. Er ekki unt að koma honuin í það horf, að hann gjöri það? Það af jarðabótum, sem ferða- menn verða mest varir við út um landið, er túnasléttun. Það er mjög alment að henni unnið nú um alt land, og verði lienni þann- ig haldið áfram enn um nokkurn tíma, verður ekki sérlega langt þangað til að öll tún á landinu eru slétt orðin. í því er heilmikil fram- för fólgin. Því það hefur býsna- mikinn tíma- og vinnusparnað i för með sér. En sumartíminn á Is- landi er dýrmætur, af því hann er svo skammur. Heilmikið af tún- görðum hefir líka verið hlaðið og sumstaðar eru menn farnir að kaupa gaddavír frá útlöndum lil girðinga. Kálgarðar hafa ofurlítið aukist og kartöflurækt, einkum á Suðurlandi. En hvorttveggja ætti að margfaldast, og virðist það vera óskaplegt sinnuleysi, að það skuli ekki vera orðið alment um alt land, sem hægt er að veita sér með svo hægu móti. F.vrir þjóð, sem lifir af sauðakjöti, er það þó enginn smávegis búbætir, að hafa nóg jarðepli og kálmeti til heimilis- þarfa. Vatnsveitingar er einlægt verið að eiga eitthvað við; en hræddur cr eg um, að það sé víðast ofur- mikið kák. Að minsta kosti er það FllJÁLS VEIIZLUN 33

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.