Frjáls verslun - 01.09.1961, Qupperneq 35
y Athglnarnenn og frjólst framtak y
Þorvaldur Guðmundsson
Þorvaldur Guðmundsson er
fæddur 9. desember 1911 í Holti
undir Eyjafjöllum. Foreldrar hans
voru Katrín Jónsdóttir og Guð-
mundur Sveinbjörnsson. Þorvald-
ur var á fyrsta ári, þegar hann
fluttist til Reykjavíkur, og hefur
hann átt heima þar síðan.
Fyrsta vinna Þorvaldar við
verzlun hófst með sendisveins-
starfi hjá Matvöruverzlun Tóm-
asar Jónssonar, en síðar varð
hann „innanbúðarmaður“ hjá
Tómasi. Þorvaldur stundaði nám
í Verzlunarskóla íslands á árun-
um 1926—’28. Síðan tóku við
ýmis störf hjá Sláturfélagi Suð-
urJands, m. a. við verzlunarstjórn,
fram til ársins 1935. Það ár fór
Þorvaldur til Þýzkalands til náms
í niðursuðu, enda hafði hann um
tíma unnið við niðursuðu mat-
væla hjá Sláturfélaginu.
Eftir heimkomuna frá náminu
í Þýzkalandi, seint á árinu 1936,
réðist Þorvaldur til Fiskimála-
nefndar, sem sérfræðingur hennar
í niðursuðu. Var þá gerð fyrsta
og eina tilraunin hér á landi með
niðursuðu á þorski, — var hann
seldur til Ítalíu. Næsta verkefni
Þorvaldar á vegum Fiskimála-
nefndar var að skipuleggja fyrstu
rækjuverksmiðju á landinu, sem
komið var upp á ísafirði. Sá hann
hver í eyrað á öðrum, engin stjórn
og engin samtök, svo að oft liggur
við að bátnum hvolfi. Vér íslend-
ingar þurfum að Iæra að vinna;
sumir þurfa að læra að skipa fyrir
um vinnu; aðrir að þegja og hlýða.
síðan um rekstur hennar um eins
og hálfs árs skeið. Þegar fram-
leiðslan á niðursoðnum rækjum
var komin í gott horf, var Þor-
valdur sendur til markaðsleitar í
Danmörku, Frakklandi, Belgiu og
fleiri löndum. Hefur rækja vcrið
seld héðan á hverju ári síðau.
Þorvaldur sá einnig um upp-
setningu rækjuverksmiðju á Bíldu-
dal, en svo þegar ákveðið var, að
Sölusamband íslenzkra fiskfram-
leiðenda reisti niðursuðuverk-
smiðju í Reykjavík var hann ráð-
inn til að veita henni forstöðu.
Sú verksmiðja tók til starfa 1938,
— var þar mikill rekstur og reynd-
ar ýmsar nýjungar. Þegar mest
var að gera, unnu alls 130 manns
við verksmiðjuna. Þorvaldur
stjórnaði niðursuðuverksmiðjunni
til ársins 1944, er hann stofnaði
sitt eigið fyrirtæki, „Síld og fisk“.
„Síld og fiskur“ var upphaflega
fyrst og fremst fiskbúð, og var þar
selt mikið úrval fiskmetis. En
einnig var seldur þar tilbúinn
væizlumatur og smurt brauð, sem
sent var út um bæinn. Smárn sam-
an þróaðist fyrirtækið á þann veg,
að hafa fyrst og fremst með kjöt-
vinnslu og kjötsölu að gera. Um
tíma var rekin matsala í sambandi
við verzlunina, en húsnæði mat-
sölunnar hefur fyrir löngu verið
tekið undir kjötvinnslu. Auk að-
alverzlunarinnar, að Bergstaða-
stræti 37, rekur fyrirlækið nú þrjú
útibú.
Árið 1954 lét Þorvaldur reisa
svínabú á Minni-Vatnsleysu, sem
er langstærsta svínabú landsins.
Einnig cru ræktaðar þar Peking-
endur, sem seldar eru á innan-
landsmarkaði eingöngu.
Þorvaldur tók við rekstri Þjóð-
leikhúskjallarans árið 1951 og hef-
ur rckið hann síðan. Veitingahús-
ið Lido stofnaði hann 1958 og rek-
ur það cinnig.
Á sl. ári var Þorvaldur feng-
inn til ráðuneytis í sambandi við
innréttingu hótels í „Bændahöll-
inni“, sem er í smíðum á Melunum
í Reykjavík. Standa vonir til, að
þetta hótel geti tekið til starfa
á næsta ári, — verður þar rúm
fyrir 150 rnanns í 90 gistiherbergj-
um.
Þorvaldur Guðmundsson liefur
verið í stjórn Kaupmannasamtak-
anna, í stjórn Félags ísl. kjötkaup-
manna og í Verzlunarráði íslands
í nokkur ár. Hann var í stjórn
Verzlunarsparisjóðsins frá byrjun
og liefur síðan verið í bankaráði
Verzlunarbanka íslands h. f. frá
stofnun hans.
Kona Þorvaldar er Ingibjörg
Guðmundsdóttir. Eiga þau þrjú
börn: Geirlaugu, sem er við nám
í Háskóla íslands, Skúla, sem
stundar nám við Verzlunarskóla
íslands, og Katrínu, sem er barn
að aldri.
FRJALS VERZLUN
35