Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1961, Blaðsíða 1

Frjáls verslun - 01.11.1961, Blaðsíða 1
FRJAl.S VERZLUN Vl'j.: Frjáls VtTzlun Útgáfufélag h/f Iiihljú ri: Vuldimar Kristinsson llitnefnd: llirgir Kjaran, formaður Gisii Einarsson Gunuar Magnússon FRJÁLS VERZLUN 21. ÁRGANGUR — 5. HEFTI — 1961 í ÞESSU HEFTI: JAKOB GÍSLASON: Um vatnsafl á Islandi ★ SIGURBJÖRN ÞORBJÖRNSSON: Skattamál einstaklinga og hlutafélaga ★ GUNNAR GUDJÓNSSON: Verðum Iljótlega að taka atstöðu til Elnahagsbandalagsins ★ KRISTJÁN FRIDRIKSSON: Utllutningur iðnaðarvara ★ GUDMUNDUR GUDMUNDSSON: Hatnarljörður ★ GYLFI Þ. GÍSLASON: Finna þarf leiðir til að tryggia raunhæia kjarabaráttu ★ RAGNAR A. ÞORSTEINSSON: Undir þungum árum ★ Aðalfundur Verzlunarráðs íslands 1961 ★ o. m. 11. Stjórn úlgáfufélags FRJÁLSRAR VERZLUNAR Birgir Kjnran, formaður Gunnar Mngnússon Ilelgi Olafsson Sigurliði Ivrisljánsson I'orvaröiir .1. Jtilíusson Skrifstnfa: Vonarslræti 4, I. lueð Síini 1-90-85 — Póstlióir 1193 VÍKINGSPRENT H.F. PRKNTMÓT IIF Samtök verzlunarstéttarinnar Samtök þeirra aðila, sem verzlun relca i einu eða öðru formi, eru ekki ýlcjagömul hér á landi. Elzt mun Verzlunarráð Is- lands vera, en það var stofnað árið 1.917. Þá stofnuðu heild- salar Félag ísl. stórkaupmanna 1928. Anð 1983 komu iðn- relcendur á fót Félagi ísl. iðnrekenda og að lokum komu heild- arsamtök smásala til sögunnar, er Samband smásöluverzlana var sett á laggirnar 1950, — frá árinu 1959 Kaupmannasam- tök Islands. Félagssamtökum verzlunarstéttarinnar hefur þannig fjölgað með árunum, en því niiður hefur heildar-sam- takamáttur stéttarinnar elcki vaxið að sama skapi. Miklu veldur þar um, að höft, skömmtun og hvers Jconar fjötrar á frjálsri verzlun hafa á undanfömum áratugum leitt af sér mis- rétti og stuðlað að margháttuðum vandkvœðum, sem verlcað hafa lamandi á samheldni Jcaupsýslumanna. Með frjálsari verzlunarháttum og auJcnu athafnafrelsi œttu skilyrði til vaxandi samvinnu og bættra samtaka innan stétt- arinnar að hafa sJcapazt. Mörg eru þau verJcefni, sem Icrefjast sameiginlegs átaks stéttarinnar, ef úrbætur eiga að fást. Má í þessu sambandi nefna: afnám ónauðsynlegs opinbers rekstrar á atvinnufyrirtækjum, niðurfellingu verðlagshafta, viðbúnað vegna breyttrar marJcaðsafstöðu, ný rekstrarform fyrirtœkja, nýtt skólahús Verzlunarskóla Islands, auJcna tæknimenntun í iðnaðinum, og margs Jconar sJcipulagsbreytingar á sviði verzl- unar og viðskipta. Hin nýju viðhorf útheimta endurskoðun á félagslegri upp- byggingu Icaupsýslustéttarinnar, og eru þau mál nú í athugun. Nauðsyn ber til, ctð allir kraftar nýtist sem bezt og góð sam- vinna ríki. Þó að ramminn um félagsstarfið, lög samtakanna, slcipti miklu máli, eru þau eJcki einhlít. Mestu máli skiptir, að til forustunnar veljist ávállt víðsýnir, sanngjarnir og sam- vinnuþýðir menn, og að Jcaupsýslumenn veiti þeim og sam- töJcum sínum öflugan stuðning, því að ef verzlunarstéttin hjálpar sér elclci sjálf, verða eJclci aðrir til þess.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.