Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1961, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.11.1961, Blaðsíða 13
krónum í þjóðarbúið. Þ. e. a. s. verðmætasköpun búsins hefir þá verið 90 þúsund, en ekki 150 þúsund. Verðmætasköpun hinna einstöku greina þjóðar- búskaparins er hér talið að greinist þannig: (Og nú bið ég yður einkum að leitast. við að festa yður í minni fimm fyrstu liðina, því, ef þeir væru í nógu góðu lagi, mundu hinir liðirnir fylgjast með svo að segja af sjálfu sér. Segja má, að skuturinn mundi ckki eftir liggja, ef vel væri róið frammi í.) Skiptingin er þcssi: Tafla I. 1. Landbúnaður 10% 700 milljónir 2. Vinnsla landbúnaðarafurða (í þröngri merkingu) 2% 140 — 3. Sjálvarafli óunninn 7,5% 525 — 4. Vinnsla sjávarafurða 9% 630 — 5. Verksmiðju- og verkstæða- iðnaður 12,5% 875 — 6. Byggingaiðnaður 12% 840 — 7. Opinber starfræksla (kennsla, heilbrigðisþj. o. fl.) 7% 490 — 8. Verzlun 12% 840 — 9. Flutningar 8% 560 — 10. Ýmislegt annað (þ. á m. tekjur af eignum, jarðhiti, rafmagn, vatnsveitur, vextir o. fl, o. fl. 20% 1400 — 100% 7000 milljónir Eins og ég kom að áðan, eru fimm fyrstu liðir þessarar upptalningar réttilega nefndir undirstöðu- atvinnuvegir, því, ef takast mætti að fá nauðsyn- legan vöxt og öryggi í þessa þætti, sem þó „vigta“ hér aðeins 41%, þá mundu hinir þættirnir, sem eru um 59% vaxa tilsvarandi eða meir, svo að segja af sjálfu sér. Ef takast mætti að auka afköst hinna fyrst töldu fimm liða um t. d. 00—65% á næstu tíu árum, þá mætti sæmilega við una, cn meira væri æskilegt. En aukning, sem væri langt fyrir neðan þetta mark, mundi þýða það, að þjóðin drægist stórkostlega aftur úr nágrannaþjóðunum. Mundi það jafnvel orsaka flótta úr landinu, ekki sízt ýmissa hinna verðmætustu starfskrafta, eins og vísindamanna, verkfræðinga, lækna, framkvæmdamanna o. s. frv. Ef við höldum ekki í þessa starfskrafta, er von- laust, að við getum hækkað raunverulegt kaup hins almenna launþega, eins og nauðsyn ber til. Eins og áður er frá greint, tel ég, að langstærsti hluti framleiðsluaukningarinnar, eigi og hljóti að fara fram í iðnaðinum. Skal nú leitazt við að sýna hvers vegna. Eftir töflunni hér að framan, eru nú um 2870 milljónír þjóðarframleiðslunnar frá fimm undir- stöðugreinum (41% af 7000). Þessi tala þyrfti sam- kvæmt framansögðu að hækka upp í 4620 millj., miðað við 61% aukningu, sem er tilsvarandi 2% plús 2%% árlega, sbr. hér að framan. Aulcning landbúnaðarframleiðslunnar Landbúnaðarframleiðslan tel ég, að liafi öll skil- yrði til þess að aukast fullkomlega að sínum hluta, því að enda þótt stofnfjárstuðull landbúnaðar sé yfirleitt mjög hár (e. t. v. 7—9), þá er líklegt, að með skynsamlegri fjármögnun þess landbúnaðar, sem fyrir er, þurfi stofnfjárstuðull aukningarinnar ekki að vera nærri cins hár. Ef til vill ekki nema 4, ]). e. a. s. það mundi kosta í fjárfestingu um 2000 milljónir eða ca. 180—190 milljónir árlega að fá aukningu, sem svaraði rúmum 500 millj., í land- búnaðinum (síðasta árið), miðað við lok þess tima- bils, sem hér er rætt um. E. t. v. er rétt að greina hér frá, hvað átt er við með orðinu stofnfjárstuðull, sem er nýlegt orð í mál- inu. Það þýðir, að ef stofnkostnaður einhverrar greinar er t. d. 100 þúsund og þessi grein skilar í framleiðslu, að frádregnum aðkeyptum vörum, 100 þúsundum árlega, þá hefir hún stofnfjárstuðulinnl. Ef hún skilar 50 þúsundum, þá hefir hún stofnfjár- stuðulinn 2, og ef lnin skilar aðeins 10 þúsundum í verðmætaaukningu, þá hefir hún stofnfjárstuðul- inn 10 o. s. frv. Þess vegna er mikilvægt fyrir þjóð með takmarkað fjármagn að velja þær greinar at- vinnurekstrar, sem hafa lágan stofnfjárstuðul, lág- an stofnkostnað miðað við verðmætasköpun. Á að gizka einn þriðji þeirrar aukningar, sem ég ræddi um í landbúnaðinum, mundi hafa markað innanlands, en tveir þriðju yrðu útflutningsfram- leiðsla. Stórum hluta þeirrar fjárfestingar, sem til þyrfti, yrði mætt með spörun innan sjálfs land- búnaðarins, samkvæmt fyrri reynslu, en að öðru leyti, yrði að ná markinu með markvissri banka- pólitík, þ. e. a. s. að beina lánveitingum til þeirrar framleiðsluaukningar, sem væri ódýrust í stofn- kostnaði t. d. í sambandi við stækkun búanna, en minna, nú um skeið, til að stofna til nýs búrekstrar, t. d. nýbýla, vegna þess hve þau eru dýr í stofn- kostnaði (stofnfjárstuðull e. t. v. 8—10). FRJÁLS VERZLUN 13

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.