Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1961, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.11.1961, Blaðsíða 8
Sigurbjöm Þorbjörnsson, viðskiptairæðingur: Skattamál einstaklinga og hlutafélaga Á samkomu x Sjálfslæðisliúsiiiu 31. okl. sl. flutli Sigurbjörn Þorbjörnsson forspjall, þar sem lxann ræclcli skattamál. Fer hér á eftir samanburður hans á skatlamálum einstaklinga og hluta- félaga. Mig Iangar að gcra tilraun til samanburðar á einstaklingum — þ. e. a. s. launþegum — annars vegar og atvinnurekstri hins vegar, og í því tilfelli miða við hlutafélög. Tek ég hér sameiginlega tekju- skatt og útsvör — og miða dæmið við útsvör í Reykjavík. Ef litið er eingöngu á skatt- og útsvarsstiga, væri hægt að segja þetta: Einstaklingar geta kom- izt upp í allt að 60% skattgreiðslu af ákveðinni tekjuviðbót, en hlutafélög í hámark 55%. Hvað er þá verið að tala um skattþyngsli atvinnuveganna? Þetta er rétt, svo langt sem það nær, en margt vantar inn í myndina við slíkan samanburð. í fyrsta lagi eru kr. 50 þús. hjá einstaklingum skattfrjálsar, auk fjölskyldufrádráttar, mismunandi eftir fjölskyldustærð, og á sama hátt eru verulegir frádrættir veittir í útsvörum. Hlutafélög fá hins vegar í frádrátt 20% af tekjum vegna varasjóðs- tillags. En sá frádráttur gildir þó eingöngu til skatts, en ekki til útsvars. í öðru lagi eru skatt- og útsvarsstigar einstak- linga stighækkandi, en hlutafélög borga hins vcgar alltaf næstum sömu skattprósentu, hversu lágar scm tekjur eru. í þriðja lagi leggst aðeins tekjuútsvar á einstak- linginn, en á hlutafélög er lagt bæði tekjuútsvar og svonefnt veltuútsvar, sem er ákveðin hundraðstala af veltu eða brúttótekjum, mismunandi eftir teg- und atvinnurekstrar. Sé tekið tillit til allra þessara atriða, snýst að- staðan algjörlega við og hlutfallið milli einstaklinga og hlutafélaga verður einstaklingunum algjörlega í vil, þannig að stórum getur munað, hvað skatt- byrði félaganna verður þyngri. Til að gera sér glögga grein fvrir þessu, er ein- faldast að stilla upp ákveðnum dæmum. Annars vegar skulum við taka meðalfjölskyldu, sem mun vera hjón með tvö börn, og hins vegar hlutafélag, sem rekur iðnað — og nettótekjur eru 10% af brúttótekjum. Báðir aðilar hafa verið góðir skatt- borgarar og greitt útsvar sitt á réttum tíma, og því fyrra árs útsvar frádregið, byggt upp á sömu forsendum. Nettótekjur beggja aðila eru lcr. 100.000,00. Skattur og útsvar einstaklings verður þá kr. 12.900,00, eða að jafnaði 12,9%. Tilsvarandi gjöld hlutafélags verða hins vegar kr. 44.200,00, eða að jafnaði 44,2% — þ. e. nærri þrisvar og hálfu sinni hærri. Nettótekjur beggja aðila eru lcr. 200.000,00. Skattur og útsvar einstaklings verður þá kr. 55.490,00, eða að jafnaði 27,75%. Sömu gjöld hluta- félags verða kr. 94.210,00, eða að jafnaði 47,10% — um 70% hærri. Séu dæmin sett nákvæmlega eins, nema nettó- tekjur hlutafélags eru áætlaðar 5% af brúttótekj- um, sem er sennilegra hlutfall, þá breytast dæmin þannig: Nettótelcjur lcr. 100.000,00. Einstaklingur verður óbreyttur mcð kr. 12.900,00, eða 12,9%, en hluta- félag hækkar í kr. 51.700,00, eða í 51,7%, þ. e. rúm- lega fjórfalt hærri gjöld. Nettótekjur beggja aðila eru kr. 200.000,00. Ein- staklingur verður óbreyttur með kr. 55.490,00, eða 27,75%, en hlutafélag hækkar í kr. 108.000,00, eða 54%, ]>. e. nær tvöfalt hærri gjöld . Þótt einstaklingur fari upp í 1 milljón króna í tekjur, nær hann að meðaltali ekki hærri gjöldum en um það bil 48% eða svipaðri hundraðstölu og hlutafélag með 200 þús. kr. tekjur og áætlaðan 10% nettóhagnað af brúttótekjum, sem er mjög hátt reiknað. Það er sama hvernig dæmin eru reiknuð, ávallt Framh. á bls. 7 8 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.