Frjáls verslun - 01.11.1961, Blaðsíða 38
gerðar voru 31. ágúst sl., þar sem aðeins 2—3%
innflutningsins voru undanþegin verðlagsákvæðum,
og treystir því, að öll verðlagshöft hverfi hið bráð-
asta, svo sem fyrir löngu er orðið í öðrum vest-
rænum löndum.
Efnahagsbandalag Evrópu
Aðalfundur V. í. 1961 lýsir sig fylgjandi því, að
sótt verði um upptöku íslands í Efnahagsbanda-
lag Evrópu, enda fylgi umsókninni engin skuld-
binding um aðild. Eundurinn telur, að á þennan
hátt fáist gleggstar upplýsingar og umræður um
gagnkvæm réttindi og skyldur, þar sem sérstaða
landsins komi skýrt fram. Síðan skuli metið, hvort
óskað skuli aðildar að bandalagínu,
Seðlabanki — Kaupþing
Aðalfundur V. í. 1961 lýsir ánægju sinni yfir
lögum um Seðlabanka íslands, sem samþykkt voru
á síðasta þingi og breytingum, sem á þeim hafa
verið gerðar. Fundurinn væntir þess, að ákvæði
laganna um Kaupþing komi sem fyrst til fram-
kvæmda, svo að greitt verði fyrir lánsfjármyndun
til langs tíma og aukinni eignaraðild almennings
í atvinnufyrirtækjum þjóðarinnar.
Lagfæring á tollum
Aðalfundur V. í. 1961 skorar á Alþingi og ríkis-
stjórn að lagfæra sem fyrst hið flókna og óeðli-
lega kerfi aðflutningsgjalda, sem hér er búið við.
Jafnframt vill fundurinn benda á nauðsyn þess,
að dregið verði úr niðurgreiðslum á vöruverði úr
ríkissjóði.
Geymslufé hjó bönkum
Aðalfundur V. í. 1961 beinir þeim tilmælum til
Seðlabanka Islands og gjaldeyrisbankanna, að
geymslufjár verði ekki krafizt við veitingu greiðslu-
heimilda, þar eð innflytjendur eru nú mjög að-
þrengdir með rekstrarfé.
Verzlimarbanki íslands h.f.
Aðalfundur V. í. 1961 fagnar stofnun Verzlunar-
banka íslands h.f., vexti lians og viðgangi. Fund-
urinn telur eðlilegt, að bankinn verzli með erlend-
an gjaldeyri og beinir þeim tilmælum til ríkis-
stjórnarinnar og Seðlabanka íslands, að honum
verði veitt réttindi til þcss.
Póstmál
Aðalfundur V. í. 1961 mælist til þess við stjórn
V. í., að hún athugi möguleikana á því, að burðar-
gjöld fyrir bréf með flugpósti og sjópósti verði
samræmd eins og tíðkast í öllum aðildarlöndum
U. P. U. Ennfremur verði athugað, hvort ekki sé
tímabært að koma á póstgíró-fyrirkomulagi.
Ólöglegur innflutningur
Aðalfundur V. í. 1961 beinir þeirri áskorun til
tollyfirvalda landsins, að hert verði á tollgæzlu alls
staðar, þar sem vörur koma á land, svo að girt verði
fyrir ólöglegan innflutning.
Opinber fyrirtælci
Aðalfundur V. í. 1961 ítrekar áskorun sína til
ríkisstjórnarinnar og bæjar- og sveitarstjórna lands-
ins að leggja niður eða breyta í almenningshluta-
félög þeim fyrirtækjum, sem nú eru rekin í beinni
samkeppni við einkareksturinn í landinu, enda er
aðeins á þann hátt hægt að skapa slíkum atvinnu-
rekstri jafna samkeppnisaðstöðu. Eins og nú er,
þrífast slík fyrirtæki í skjóli forréttinda um skatt-
og útsvarsgreiðslur, lántökur o. fl. Það sem hér er
lagt til, er í samræmi við þá þróun, sem á sér stað
í nágrannalöndunum.
Einkasölur ríkisins
Aðalfundur V. I. 1961 ítrekar áskorun sína til rík-
isstjórnarinnar að nema úr gildi lög um ríkiseinka-
sölur, sem ekki starfa lengur, og leggja niður starf-
andi ríkiseinkasölur, sem verzla með vörur svo sem
viðtæki, tóbaksvörur, cldspýtur, bökunardropa, hár-
vötn, ilmvötn o. fl., cnda er ríkinu auðvelt að tryggja
sér jafnháar tekjur af þessum vörum, þótt þær séu
ekki fluttar inn af einkasölum. Slíkt frelsi í við-
skiptum myndi leiða til meira vöruvals og lægra
vöruverðs, því að reynslan hefur sýnt á ótvíræðan
hátt, að rekstur einkafyrirtækja í frjálsri sam-
keppni er almenningi hagstæðari en opinber rekst-
ur.
Einokun
Aðalfundur Verzlunarráðs íslands 1961 inælist
til þess við ríkisstjórnina, að undirbúin verði í
samráði við V. í. lög, er verndi frjálsa samkeppni
og sporni við viðleitni stórfyrirtækja og hringa til
að skapa sér einokunaraðstöðu á íslenzkum mark-
aði.
Tollvörugeymslur
Aðalfundur V. I. 1961 lýsir ánægju sinni yfir
því, að sett hafa verið lög og reglugerð um toll-
vörugeymslur, og beinir þeim tilmælum til stjórnar
V. í., að hún gangist fyrir fundi kaupsýslumanna,
í því skyni að þeir stofni með sér félag, er athugi
möguleika á, að komið verði upp tollvörugeymslu,
og sjái um nauðsynlegar framkvæmdir.
Afgreiðsla tollskjala
Aðalfundur V. í. 1961 beinir þeim tilmælum til
fjármálaráðherra, að skipuð verði hið fyrsta nefnd
með aðild V. í. til að endurskipuleggja afgreiðslu
38
FR.TAI/S VEltZLTTN