Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1961, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.11.1961, Blaðsíða 22
undirbúningi. K.F.IJ.M. hefur lengi átt og á mikil ítök meðal Hafnfirðinga. Ymsir sértrúarflokkar og hópar starfa þar af sama áhuga og dugnaði og þeir eru þekktir fyrir annars staðar frá. Ilinar æðri Jistir eiga hugi margra. Þar eru skáld, sem yrkja bæði í bundnu og óbundnu máli, sagn- fræðingar og söguritarar, listmálarar, sem festa á fleti J)að, sem fyrir augun bcr og hugskotssjónir, og tilheyrir list þeirra ýmsum mismunandi vinsæl- um „ismum“ málaralistarinnar, tónskáld, sem gefið hafa þjóð sinni fögur lög, en þar ber af hið aldna og stórmerka tónskáld, Friðrik Bjarnason, sem fyr- ir löngu er orðinn landsfrægur maður. Karlakórinn Þrestir starfar með miklum áhuga og veitir bæjar- búum unun með söng sínum, svo og lúðrasveitir tvær, Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Lúðrasveit drengja. í Hafnarfirði munu vera starfandi allt að 100 félög og félagasamtök, sem hafa mismunandi til- gangi að gegna og mismunandi stefnuskrár. Sum eru hagsmunafélög ákveðinna stétta, nokkur um tómstundamál, svo mætti lengi til tína. Félags- og skemmtanalífi í bænum hefur nokkuð háð skortur á góðu og heppilegum húsakynnum, þó að Sjálf- stæðishús, Alþýðuhús og Góðtemplarahús bæti nokkuð úr. En vel hefur verið séð fyrir kvikmynda- sýningum í tveim húsum, sem þekkt eru fyrir smekklegt val kvikmynda, cnda aðsókn eftir því. íþróttir hafa oft staðið í nokkrum blóma og frægt er hið hafnfirzka handknattleikslið, sem getið hefur sér góðan orðstír bæði hérlendis og erlendis. Fegrun bæjarins hefur átt vaxandi skilningi að fagna á seinni árum, bæði hjá einstaklingum og bæjarfé- lagi. Einstaklingai- leggja mikla vinnu og hugvit í að j>rýða garða við hús sín með blóma- og trjá- skrúði, en bæjarfélagið útbýr almenningssvæði. IJndir forustu Málfundafélagsins Magna hefur vcr- ið ræktaður upp svo fagur og sérkennilegur skrúð- garður að hann ber af flestum sambærilegum görð- um hér á landi. „Hér ilmar allt af gróðri og ómar af söng og allt er svo þrungið lífi.“ Lokaorð Á bæjarfélagið hafa verið lagðar ýmsar kvaðir og af því krafizt ýmiss konar framkvæmda fyrir almenning. Það hefur orðið að leggja fram mikið fé til kaupa á bæjarlandinu, og síðar kaup á Krýsu- víkinni. Það verður að leggja fram ákveðnar fjár- upphæðír lil menntamála, félagsmála, framfærslu- mála og hvað þetta heitir nú allt saman. Það verð- ur að hafa á hendi ýmiss konar framkvæmdir til sameiginlegra þarfa bæjarbúa, svo sem lagningu vega, raflýsingu, vatnsveitu, holræsagerð, hafnar- gerð, byggingu barnaleikvanga o. fb, o. fl. Til þess að geta innt þetta af höndum hafa verið lögð út- sviir á bæjarbúa. Margt er búið að gjöra og mörgu búið að breyta, en margt er líka. eftir að fram- kvæma, og svo er rifizt um bæjar- og þjóðfélags- mál hvenær sem tækifæri gefast. , * Góðir lesendur. Mér er fullljóst að það, sem hér hefur verið dregið fram, er ritað á mjög sundur- lausan og skipulagslausan hátt, sumt smátt til tínt, en öðru veigameiru sleppt. Vandamál, framkvæmd- ir og bæjarbragur mun sjálfsagt vera mjög á svip- aðan hátt, hvar sem er á landinu. Það má lengi deila um það, hvort einn staður sé fegurri, viðkunnan- legri eða búsældarlegri en annar. Þar er komið inn á hugtakið átthagaást. Hverjum einstökum þykir sjálfsagt sín sveit fegurst og bezt, og í því tilfelli eru Hafnfirðingar engir eftirbátar annarra. Eigi að síður er það staðreynd, að flestir, sem fara að eiga heíma í Hafnarfirði, jafnvel útlendingar, kunna þar svo vel við sig, verða svo snortnir af hlýleika byggðarlagsins og sérkennilega fögru og skjólgóðu landslaginu og jafnvel af fólkinu þar, að þeir vilja hvergi annars staðar búa, og geta flestir tekið undir með skáldkonunni hafnfirzku, Guðlaugu Péturs- dóttur, er hún kveður: „Þú hýri Hafnarfjörður, sem horfir móti sól, þótt hraun þín séu hrjóstrug er hvergi betra skjól. Þinn fagri fjallahringur með fönn á efstu brún og hamraborgir háar, á holti gróin tún. Sér íeikur létti blærinn við lága klettaströnd, þar bærist fley á bárum og blika seglin þönd. Er dvína dagsins glæður og daprast geisla fjöld, þín gæti, gamli Fjörður, hin góðu máttarvöld. 22 FRJÁLS VBRÍLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.