Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1961, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.11.1961, Blaðsíða 19
breytni, ásamt bættri fiskverkun, talin marka nýj- an áfanga í sögu fiskveiða við Faxaflóa og varð Hafnarfjörður vegna hafngæða og legu ein mesta fiskihöfn íslands í lok einokunartímabilsins. En nafn Skúla er einnig tengt Hafnarfirði á annan óheppilegri hátt. Þegar fyrstu verzlunárstöðunum voru veitt kaupstaðarréttindi árið 1780, var Hafn- arfjörður ekki í tölu þeirra, og mun ein af þrem ástæðum fyrir því, að svo varð ekki, vera afstaða Skúla Magnússonar í þvi máli, en hann dró mjög taum Reykjavíkur af ýmsum ástæðum. Til gamans skal getið hinna tveggja ástæðnanna, sem ég tel að hafi valdið því, að Hafnarfjörður fékk ekki kaupstaðarréttindin að því sinni. Önnur var lýsing Þórðar sýslumanns Jónassonar á staðn- um, þar sem hann telur, þrátt fyrir ýmsa kosti Hafnarfjarðar, að landrými og athafnasvæði sé þar svo þröngt, að verzlunarstaðurinn verði ekki stækk- aður, þar sem nálega allt það svæði, sem sé byggi- legt sé þegar numið. Hin ástæðan var hrcint handa- Bjarni (Sigurðsson) Sívertsen hófsverk dönsku stjórnarinnar í vali hinna 6 nýju íslenzku kaupstaða. Þá féll hinn fyrsti skuggi Reykjavíkur á verzlunarstaðinn í Hafnarfirði. Það er ekki fyrr en 1. júní 1908, sem Hafnarfjörður öðlast kaupstaðarréttindi. Athafnalíf Þó að Hafnfirðingar hafi frá öndverðu nær ein- göngu stundað fiskveiðar, settu verzlun og fisk- veiðar erlendra manna mestan svip á bvggingar og bæjarbrag þar til fram undir miðja 19. öld, en þá fer verzlunin að láta undan síga fyrir fiskveið- unum. Þó verður verzlunarjöfnuður Hafnfirðinga ekki hagstæður fyrr en árið 1911, er verðmæti út- flutnings fór fram úr verðmæti iunflutnings. í byrjun þessarar aldar komu margir útlendingar, svo sem Hollendingar, Norðmenn og Englendingar, mjög við fiskveiðisögu Hafnarfjarðar, en samhliða þeim fer í vaxandi mæli að bera á íslenzkum at- hafnamönnum og frá 1929 er allt athafnalíf í Hafn- arfirði í höndum Islendinga sjálfra. Hefur Hafnar- fjörður eignazt mjög dugmikla athafnamenn, sem margir hverjir, ef ekki allir hafa unnið sig upp úr allsleysi og orðið bæjarfélagi sínu til sóma og hag- sældar. Eftir að Hafnarfjörður féll í skugga Reykja- víkur sem verzlunarstaður hlaut hann vegna legu sinnar og aðstöðu að efla útveginn að mun og varð þegar í upphafi einn af aðaltogaraútgerðarbæjum landsins, og þess má geta, að sú fyrsta tilraun, sem íslendingar gerðu með útgerð togara var gerð frá Hafnarfirði árið 1905, þó að hún stæði ekki lengi. Af þessum sökum má segja að atvinnulíf bæjar- búa hafi verið frekar einhæft allt fram til skamms tíma. En þegar svo er, fylgir því sá ókostur, sem fylgt hefur litgerð frá öndverðu og fylgir enn, að atvinna verður mjög ójöfn og ótrygg frá ári til árs og jafnvel um árabil. Hafnfirðingar hafa orðið illi- lega fyrir barðinu á þessum sveiflum, þeir hafa í ríkum mæli verið þátttakendur í góðærum, en liafa lika fengið að kenna á ofurþunga atvinnuleysisins. Af íbúatölu bæjaríns á hverjum tíma má nokkuð marka hvernig árferðið hefur verið. Um aldamótin eru íbúar Hafnarfjarðar tæplega 400 og árið 1930 eru þeir um 3500, en á næstu árum stendur íbúa- talan liér um bil í stað, en 1950 er hún komin upp í um 5000 og við manntal 1960 komst lnin upp fyrir 7000. Margur undrast livað vöxtur og viðgangur hinna hafnfirzku kaupmanna hefur verið hægfara. í Hafn- arfirði hafa margir byrjað að verzla á undanförn- FRJ ALS VERZUUN 19

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.