Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1961, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.11.1961, Blaðsíða 31
af stað. Nótabáturinn sígur hægt frá bryggjunni mcð spilbátinn í eftirdragi. Það er róið löngum, taktföstum áratogum og stýrt í kjölfar bassabát- anna yfir fjörðinn, því þar cr síldar von. Þegar yfir fjörðinn er komið leggja bassarnir upp árar og taka upp síldarlóðið og láta það renna út í kjölfar báts- ins, standa uppréttir í bátnum, lítið eitt hoknir í hnjáliðum, halda lóðsnældunni í vinstri hendi, cn hafa hægri hönd á snúrunni. Bátunum er róið nokkuð greit.t, og nótabáturinn fylgir fast á eftir, nær landi í hæfilegri fjarlægð, góðu kallfæri. Allt í einu snýr annar báturinn við, það er yfirbassinn, hann lóðar til baka nokkurn spöl, snýr við aftur og breytir nú lítið eitt stefnu, snýr ennþá við og veifar nú til nótabátsins. Hann er kominn í síld. Nóta- bátsformaður gefur skipun. Róa áfram greitt. Bassa- báturinn hringsnýst enn á sama blettinum og undir- bassinn er líka kominn á staðinn Bassarnir kallast á og bera sig saman. Nótabátsformaðurinn sveigir nú bátinn beint frá landi og skipar að leggja til. Það er stungið við árum, báturinn stöðvaður og beðið í ofvæni. Og svo kemur kallið, hátt og snjallt: „La go nót“. Hinar þungu árar skella í sjó á ný, og nú er róinn Iífróður og lagzt á árarnar með öllum þeim krafti, sem hægt cr að kreista úr kögglum, ])ví að nú vcltur á miklu, að allt gangi fljótt og vcl. Endakútnum er kastað fyrir borð, og nótkast- ararnir grípa sinn teininn hvor, ásamt fangfylli af garninu og kasta samtaka nótinni. Þetta gengur hægt, en taktfast og örugglega, enda báðir menn- irnir þrekmenn og vanir þessu. Jafnframt þessum aðgerðum í nótabátnum er spilbátnum róið að landi og gefin út dráttartaug nótarinnar, báturinn festur við land með dregginu og allt undirbúið til þess að spila nótina að Iandi. Nótabátnum er róið í stóran sveig meðan kastað er, korkflárnar á nótinni fljóta á sjónum í kjölfari bátsins, hvergi er lykkja á þeim, sem sýnir, að vel er róið út. Þegar lítið er eftir af nótinni, er sveigt að landi, og síðasta spölinn er róið greitt, því að nú er það aðeins dráttartóið, sem út er gefið. Báturinn kennir grunns, og dreggmað- urinn leggur upp snögglega og stekkur fram í, snar- ast fyrir borð, og heppnin er með honum í þetta sinn, hann þarf ekki að vaða sjóinn nema í klof með dreggið í fanginu. Þegar á þurrt cr komið, litast hann um eftir góðri festu og finnur hana fljótlega við stóran stein ofarlega í fjörunni. Hinn framá- maðurinn bíður þess, að hann kalli „fast“, ])á festir hann dreggtóið í bátnum. Hinir ræðararnir hafa á meðan lagt inn allar árar og sett dráttarspilið á sinn stað, og nú liefst aðdrátturinn á báðum end- um. Ef allt gengur vcl og ekki festist, á öllu að vera lokið á 2—3 tímum. Bassarnir eru nú komnir að nótareyrunum og farnir að skimlá. Drátturinn gengur eðlilega og nótin þokast að landi. Þegar nótin hefur verið dreg- in fast að bátnum, verður að færa til þess að þrengja lásinn enn mcira og nótareyrun verður að draga á þurrt land. Loks er nótin „plentuð“ út“ eins og ég hef áður lýst, og gengið frá hcnni, svo lásinn haggist ekki, ef veður breytist til hins verra. Bassarnir lóða nú í lásnum til að kanna síldarmagnið. Síldin er inni, og allir eru ánægðir, að ekki var kastað til einskis. Sótt af kappi Þessi stuttorða lýsing er auðvitað ófullnægjandi og aðeins af því, sem gerðist ef allt gekk að óskum. En stundum kárnaði gamanið og crfiðið margfald- aðist. Nótin festist eða straumur lagði hana flata og síldin slapp, kastið var „búmm“ og nótina varð að kafa inn strax. Það tók sinn t.íma og reyndi á bak og handleggi. Svo var haldið af stað á ný, og cf heppnin var með, var kannske búið að kasta aftur og ganga frá nót áður en myrkt var orðið at' nótt. Af svo miklu kappi var stundum sótt, þegar mikil var síld, að mörgum nótum var kastað i lotu sama sólarhringinn. Lásanætur voru sóttar í land til að skipta, en kastnæturnar kafaðar inn og ekki hætt veiðum fyrr en allar nothæfar nætur voru komnar í sjó og hver maður orðinn úrvinda af þreytu og vökum. Þá var tekin ein næturhvíld eða svo áður en söltun hófst. Reglubundinn vinnutími þekktist ekki við þessar veiðar, allir voru „premíu- menn“, sem við þær unnu og þrældómurinn rétt- lættur með því, að það væri í allra þágu að sækja sem fastast og veiða sem mest. Að vísu eru síld- veiðar þess eðlis, að þær verður alltaf að sækja af miklu kappi, en nú er ólíku saman að jafna við það, sem áður var, um aðstæður allar og erfiði. Ekki hefur mér tekizt að fá alveg örugga vitneskju um kaup á síldveiðum þessum á 19. öld, en gamla menn, sem ég hef spurt, minnir það vera 30 kr. á mánuði og 5 aura „premía“ af hver'ri pakkaðri síldartunnu. En árið 1909 er mánaðarkaupið komið upp í 60 kr„ og „premían“ er sú sama. Þetta gat orðið töluvert kaup, ef vel veiddist, en ekki hef ég þó hcyrt þess getið, að nokkur maður, sem ekki var eigandi eða meðeigandi í nótalagi, hafi orðið ríkur af þessari atvinnu. Hins vegar munu útgerðar- 31 FHJÁLS VEKZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.