Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1961, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.11.1961, Blaðsíða 21
staklingseigu er útgerð og fiskvinnslustöð hins harð- duglega bjartsýnismanns Jóns Gíslasonar. Bæjar- ntgerð Hafnarfjarðar var stofnuð árið 1930 og hcf- ur hún verið snar þáttur í atvinnulífi bæjarins alla tíð síðan. Þá verða Hafnfirðingar stundum varir við ])að, að þar sé staðsett fiskimjölsverksmiðja. Iðnaður er að ryðja sér til rúms í vaxandi mæli, og er flesta þætti hans þar að finna, þótt í smáum stíl sé um marga þeirra, en einnig er þar mikil iðnaðargrein, sem ekki er annars staðar á landinu, og á ég þar við hina kunnu Raftækjaverksmiðju, sem nú nýlega hefur haldið hátíðlegt 25 ára afinæli sitt. Það er eftirtektarvert hve margir Hafnfirðingar hafa allt frá öndverðu búið og búa í sínum eigin húsum og íbúðum og sýnir það ljóslega dugnað, þrautseigju og sjálfstæði þeirra í verki og hugsun. Þá hafa byggingar til ahnennings- og atvinnuþarfa oft verður gjörðar af stórhug og framsýni. í þeim málum svo og atvinnumálum hefur eina peninga- stofnun bæjarins, Sparisjóður Hafnarfjarðar, verið mikil stoð og stytta. F élagsmólastarf semi Það hefur verið sagt, að matur sé mannsins meg- in, en einnig að maðurinn lifi ekki á brauði einu saman. Menn skulu ekki ætla, eftir því sem hér að framan er ritað, að öll hugsun og allar gjörðir Ilafnfirðinga hafi einskorðazt við brauðstrit og fjáröflun. Þar hefur einnig verið hugsað um heill og hamingju bæjarbúa á mörgum öðrum sviðum. Heilsu manna hefur verið og er fylgzt með af einvala og framsýnu læknaliði, sem notið hefur að- stoðar góðra Iijúkrunarkvcnna. Kaþólski söfnuð- urinn hefur í fjöldamörg ár rckið sjúkrahús, og bærinn hefur komið upp myndarlegu hjúkrunar- heimili, sem jafnhliða er fæðingarstofnun, elliheimili og heilsuverndarstöð. Stór hópur kennara, þó aldrei séu nógu margir, leggur liart að sér mikinn hluta ársins við upp- fræðslu og mótun hátt á 2. þús. ungmenna í tveim barnaskólum, gagnfræðaskóla, iðnskóla og tónlistar- skóla. Framhaldsmenntun þarf að sækja til annarra staða, og þá lielzt til Reykjavíkur. Er leitt til þess að hugsa, að liinn merki og mikilsmetni skóli, Flens- borgarskóli, skyldi ekki geta þróazt í það að verða menntaskóli, eins og hann virtist hafa öll skilvrði til. Trúarbragðaáhugi er í Hafnarfirði eins og gerist og gengur hjá þjóðinni á hverjum tíma. Þjóðkirkjan er höfuðkirkjan, auk hennar er þar Fríkirkja og kaþólsk kirkja. Eina starfandi klaustur hér á landi er staðsett þar, og mun stækkun þess vera nú í Frá höininnl FRJALS VERZLTJN 21

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.