Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1961, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.11.1961, Blaðsíða 23
Gylíi Þ. Gíslason, viðskiptamálaráðherra: Finna þarí leiðir til að tryggja raunhæfa kjarabaráttu Á síðasta aðalfundi Verzlunarráðsins fyrir um það bil ári gerði ég grein fyrir þeim víðtæku ráð- stöfunum í efnahagsmálum, sem ríkisstjórnin hafði þá gert rúmu misseri áður, og þeirri reynslu, sem af þeim ráðstöfunum var þá fengin. Ég ætla nú að rekja í stórum dráttum það, sem gerzt hefur í efnahagsmálum þjóðarinnar síðan og gera grein fyrir þeirri stefnu, sem ríkisstjórnin hefur fylgt og mun fylgja. Á árinu 1900 varð greiðslujöfnuður miklu hag- stæðari en hann liafði verið árin á undan. Ef bera á greiðslujöfnuð þessara ára saman, er nauðsynlegt að athuga innflutning skipa og flugvéla og greiðsl- ur og lántökur vegna þessa innflutnings sérstak- lega, þar eð þessi innflutningur er mjög mismunandi á einstökum árum og ruglar þannig allan sainan- burð. Á árinu 19C0 var t. d. skipainnflutningur miklu meiri en á nokkru ári öðru um meira en 10 ára skeið. Skipin höfðu verið pöntuð á árunum 1958—1959 og voru að langmestu leyti greidd með erlendum lánum. Ef þessum liðum er slcppt, mun heildarhalli á greiðslujöfnuðinum hafa verið um 345 millj. króna að meðaltali árin 1950—1959 miðað við 38 krónu gengi á dollar. Þessi halli var horf- inn á árinu 1900. Þessí mikli bati á greiðslujöfn- uðinum hafði það í för með sér, að gjaldeyrisstaðan batnaði, enda var gjaldeyrisforðinn enginn orðinn í árslok 1959, en bankarnir hins vegar teknir að safna skuldum. Árið 1900 batnaði gjaldeyrisstaðan um 239 millj. króna og um síðastliðin áramót var gjaldeyrisforðinn um 112 milljónir króna. Það er þó enn allt of lág upphæð. Nauðsynlegt er að stefna að því, að gjaldeyrisforðinn svari til a. m. k. þriggja mánaða innflutnings eða um 750 millj. króna. Rétt er að geta þess, að gjaldeyrisstaðan batnaði ekki einvörðungu vegna þess, að greiðslujöfnuðurinn batnaði, heldur einnig vegna hins, að innflytjendur notuðu heimild til greiðslufrests i auknum mæli, og einnig vegna þess, að óvenjumiklar birgðir út- Ræffa flutl á aðalfmidi Verzlunarráðs tslamls, 13. oklóber sl. flutningsafurða voru til í landinu í ársbyrjun 1900. Ljóst er, að þessara atriða getur ekki gætt á árinu 1901 i sama mæli, og er því ekki hægt að gera ráð fyrir, að gjaldeyrisstaðan haldi áfram að batna eins ört og á sl. ári. Má segja, að þetta stafi fyrst og fremst af aflabrestinum og verðfallinu, sem varð í fyrra, en hafði ekki áhrif á útflutning þess árs, en hlaut hins vegar að hafa áhrif á útflutning yfirstandandi árs, ckki hvað sízt, þegar síðasta vetrarvertíð bátaflotans reyndist rýr og aflaleysi togaranna hefur haldizt. Fram til septemberloka hafði þó en norðið nokkur bati á gjaldeyrisstöð- unni og var gjaldeyrisforðinn þá um 220 millj. kr., reiknað á genginu 38 kr. á dollar. Aukið innflutningsfrelsi Ég held, að óhætt sé að fullyrða, að breyting sú, sem gerð var á skipan innflutningsmála 1. júní 1900, hefur reynzt mjög vel. Síðan þá hafa um 00% heildarinnflutningsins verið frjáls frá öllum löndum. Annar innflutningur hefur í raun og veru verið frjáls frá jafnkeypislöndum, en háður leyfum frá öðrum löndum. Um miðja.n september 1901 var innflutningur bifreiða gefinn frjáls, en innflutn- ingur bifhjóla hafði verið gefinn frjáls nokkru áð- ur. Um frekari yfirfærslu vörutegunda á frílist- ann getur ekki orðið að ræða að svo stöddu vegna nauðsynjarinnar á því að tryggja markaði í Aust- ur-Evrópu fyrir ýmsar útflutningsvörur, sem erfitt er að selja annars staðar, einkum saltaða og f.rysta síld. Það er ekki aðeins innflutningur, sem hefur verið gefinn frjáls. Svo nefndar duldar greiðslur hafa einnig að langmestu leyti verið frjálsar síðan í febrúarmánuði sl. Má segja, að þær cinu greiðslur, FR JÁLS VERZLUN 23

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.