Frjáls verslun - 01.11.1961, Blaðsíða 33
Netavciði landsmanna var almenn, einkum til beitu-
öflunar. Um 1890 voru þrjú alíslenzk nótalög við
Seyðisfjörð og önnur þrjú við Eskifjörð og Reyðar-
fjörð.
Á þessu stutta yfirliti um afrakstur síldveiðanna
á tveim síðustu áratugum 19. aldarinnar má nokkuð
sjá, hve þýðingarmikill þáttur þær voru í afkomu
fólksins á Austfjörðum á þessum árum, en þó er það
ótalið, sem liggur utan við aðalefni þessarar rit-
smíðar, en það er sú meginþýðing, sem síldveiðarnar
höfðu fyrir Austfirði, sú örvun og aflgjafi, sem þær
urðu fyrir þorskveiðarnar og alla aðra athafnasemi
á fjörðunum. Elztu þorpin stækkuðu óðfluga og
ný mynduðust. Verzlunarstöðum fjölgaði og útgerð
hófst í stærri stíl en áður, einkum eftir tilkomu
frystihúsanna, sem vitanlega voru öll is- eða snjó-
frystihús og voru ekki eingöngu byggð í þorpunum,
heldur einnig hjá nokkrum útvegsbændum við sjó-
inn. Sérstök útvegsmannastétt varð til í þorpunum,
auk þess sem bændur við sjávarsíðuna gcrðu út í
æ ríkara mæli.
Samband síldveiðanna og útgerðarinnar verður
bezt séð á þvi að bera saman tölu útgerðarmanna
og báta í fjórðungnum og útflutning síldarinnar.
Árið 1880 eru útgerðarmenn í Múlasýslum báðum
taldir á manntalsskýrslum 11.8, þar af 57 við Seyðis-
fjörð, en aðeins 9 við Reyðarfjörð. Sildveiðin cr
þá ennþá mcst við Scyðisfjörð. En 1890, aðeins 10
árum síðar, eru útgerðarmenn taklir 174 og eru þá
orðnir 24 við Reyðarfjörð, 17 við Norðfjörð, 17
við Fáskrúðsfjörð, 10 við Stöðvarfjörð og 11 við
Berufjörð. Við aldamótin cru fiskibátar í Suður-
Múlasýslu taldir 264, en 103 í Norður-Múlasýslu.
Þessar tölur tala skýru máli um þýðingu síldveið-
anna fyrir útgerð og athafnalíf \ ið sjóinn á þessum
tíma.
Hér læt ég staðar numið. Tilgangur minn með
þessu erindi var sá að varpa nokkru ljósi á veiði-
aðferð, sem nú er aðeins saga, blað í atvinnuþró-
unarsögu heils landsfjórðungs. Hafi mér tekizt að
draga hér saman það helzta, sem máli skiptir í þjóð-
háttalýsingu og bjarga því frá gleymsku, er tilgangi
mínum náð. Ég hef borið allt, sem máli skiptir,
undir gamla menn, scm sjálfir tóku jiátt í þessum
veiðiskap. Þakka ég þeim hér mcð öllum ýmsar
upplýsingar og ábendingar, án jæss j)ó að nefna
nokkur nöfn. Síðasta kynslóðin, sem sat undir
jmngum árum nótabátanna, er nú sem óðast að
hverfa af sjónarsviðinu. Það var því ekki seinna
vænna að hafa tal af jieim um liðna tíð.
ÚR GÖMLUM RITUM
FRAMFARIR II.
Þessi grein er framhald af greininni í síðasta liel'ti, eftir Vestur-íslendinginn Friðrik
J. Bergmarin, þar sem hann lýsir íslenzka þjóðlifinu um aldamótin síðustu. í knfl-
anum, sem hér fer á eftir er rælt um verzlunina, kaupfélögin, sjávarútveg, ensku boln-
vörpuskipin, samgöngumál og garðrœkt og Iriárækt.
Eitt af því, sem mest er talað
um á ættjörðu vorri, er verzlunin.
Menn kvarta og bera sig hörmu-
lega vfir verzlunarástandinu. Það
er víst ekki um skör fram, j>ví
að í sambandi við verzlunina
stendur hið mesta ólag, sem er
og hefir lengi verið á búskap jjjóð-
arinnar, — ólag, sem meiri þörf
væri að kippa í lag en nokkuru
öðru, sem aflaga fer, en líklega
FRJÁLS VKEZLUN
verður torveldara við að eiga en
flest annað. Sölubúðirnar eru sjálf-
ar eins konar ímynd J>ess óskap-
lega ólags, sem er á verzlun lands-
ins. Það er ekki til ein einasta al-
mennileg sölubúð á öllu landinu,
sem fólk í öðrum löndum fengist
til að koma inn í. Þær cru dimm-
ar, óhreinar og illa hirtar, og
komumaður sér ekkert af öllu
því, sem hann vanhagar um. Því
miður er hér alt skulda- og skifta-
verzlun. Menn eru búnir að skulda
upi> á ullina sína og fiskinn sinn
Iöngu áður en þeir leggja ]>að inn.
Verzlanirnar taka við peningum
fegins liendi, ef svo vill til, að
einhver hefir eitthvað af þeim
handa í milli; en þær fá mönnum
helzt aldrei peninga aftur, jafn-
vel þó einhverjir leggi inn meira
en skuldinni nemur. Svo vaxa
skuldirnar eðlilega. Skuldaklafiun,
sem þjóðin er bundin á við verzl-
anirnar, er hinn mesti ófrelsisklafi,
sem hugsast má. Hann hefir lengi
slæmur verið og eg veit nú ekki,
þegar öllu er á botninn hvolft,
hvort hann er nú raunar miklu
lakari en oft áður, þó mikið sé
um J>að talað. En j>essi skulda-
verzlun fer með andlegt sjálfstæði
lýðsins. Ilve mjög skoðanir alþýðu
eru á reiki í öllum efnum og hve
33
L