Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1961, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.11.1961, Blaðsíða 14
En nýjar búgreinar í landbúnaði gefa miklar vonir. Bæði ræktun holdanauta og fiskirækt, sem ég fyrir mitt leyti bind miklar vonir við. Aukningin í sióvarvöruiðnaðinum Ef tilsvarandi aukning ætti að eiga sér stað í sjávarútveginum, eins og sú, sem hér var rætt um í landbúnaðinum, þyrfti framlag hans að aukast úr 1155 milljónum (525 + 630) um 704 milljónir eða upp í 1860 mflljónir. Ég legg áherzlu á, að þessari aukningu tel ég næstum óhugsandi að ná. Auk þess væri fullkomin glæframennska að gera tilraun til að ná henni. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að „svipull er sjávarafli“. Ekkert er á magn hans að treysta í þjóðarbúskapnum. Þó ég hafi áður lítillega fært rök fyrir þessari skoðun, skal hér drepið á það lielzta og nokkru bætt við. Staðreynd er, að meginhlutinn af afla okkar er þorskfiskur og síld, en margföld reynsla er nú fengin fyrir því, að mjög mikil tímaskipti eru að magni þessara tegunda, jafnvel á hinum beztu miðum heimsins. Stafar þetta af því, að aðeins sumir ár- gangar þessara fisktegunda komast upp í svo rík- um mæli, að þeir geti staðið undir miklum afla. Ef einhverjir eiga erfitt með að trúa þessum kenningum um hina mjög svo missterku árganga, þ. e. a. s. að klakið farist að mestu í ca. þrem tilfellum af hverjum fjórum, þá ættu þeir að kynna sér rit um þessi efni. Til dæmis rit Norðmannsins Johanns Hjort, sem fyrstur er talinn hafa sannað þessar kenningar. Norðmönnum þóttu þessar kenningar hans ekki ómerkari en það, að þeir létu eitt helzta rannsóknarskij) sitt, heita eftir honum. Ymsir munu minnast þess, að norskt fiskrannsóknarskip með þessu nafni kom einmitt hingað í sumar. Aðeins um 14 árgangar af þorski, munu hafa komizt upp og orðið sterkir í íslenzka þorskstofn- inum síðan um aldamót, og það er tilviljun, að þeir hafa á þessu tímabili dreifzt þannig, að aldrei hefir orðið verulegt fiskileysi. Hvenær sem er getur orðið svo langt á milli sterkra árganga, að eyða myndist eitthvert árabil, eins og reynsla fyrri ára við ísland sýndi, sbr. frásagnir annála um fiskileysi hér við land svo árum skipti. Fullkomin ástæða er til að vara þjóðina við þeirri fávíslegu bjartsýni, að stækkun landhelginn- ar „tryggi“ stöðugt vaxandi fiskigengd umhverfis landið. Með þessu er ekki verið að gera lítið úr nauðsyn þess að stækka landhelgina, því að það tryggir, eða eykur stórlega líkur fyrir, að lands- menn geti sjálfir fengið að veiða þann fisk, sem er að alast upp á grunnsævinu kringum landið, á hverjum tíma. En, ef klakið misheppnast of mörg ár í röð, þá hverfur fiskurinn af grunnsævi norðan-, austan- og vestanlands, alveg eins og hann gerði hér fyrr á árum, áður en nokkrar togveiðar voru til. Við þetta verður ekki ráðið með neinum frið- unarráðstöfunum og friðun klakstöðva er að öllum líkindum þýðingarlaus, því hrygningin er alltaf nógu mikil. Ræktun þorskklaksins hefir verið reynd árum saman bæði í Norcgi og Bandaríkjunum án árangurs, svo vitað sé, en vafalaust verður þeim tilraunum haldið áfram, í von um árangur ein- hvern tíma í framtíðinni. Ef til vill hefir sú sérstaka heppni, að sterku árgangarnir hér við land, hafa „náð saman“ sein- ustu 60 árin, verið að einhverju leyti að þakka hlýrri veðráttu hér við land heldur en oft var áður, sbr. hin mörgu ísa-ár fyrr á tímum. Loftslag er talið hafa farið hlýnandi frá aldamótum til 1950, en fer nú kólnandi frá 1950, semkvæmt kenningum ýmissa vísindamanna. Engin vissa er þó fyrir, hver áhrif það kunni að hafa á klak þorskfiskanna og síldarinnar. En annað er staðreynd. að með aukinni veiðitækni, verða menn æ fljótari að drepa hvern árgang, þannig að hann er skemmri tíma í gagninu. Hver árgangur ])orskfisks er nú mestallur drepinn áður en hann er 10 ára, en entist, áður sem tals- verð uppistaða í veiðunum allt til 12—13 ára, ef um sterkan árgang var að ræða. Enn er um þetta að segja, að miðin við ísland eru nú um það bil fullnýtt, jafnvel þótt miðað sé við, að heppni verði með klakið. Ágangur úthafs- flota annarra þjóða, vex nú með risaskrefum. Af öllum þessum ástæðum, væri það fjarstæða, ef íslendingar reyndu enn að leggja stóraukið stofn- fé í fiskveiðar. Bezti möguleiki er, að liægt væri að halda í horfinu, en við ættum að leitast við að minnka áhættuna með því að hagnýta fleiri og fleiri fisktegundir. Kem ég þá að fiskiðnaðinum. Aðalsjónarmiðið, sem ég vil setja fram í því sambandi, er, að ekki má byggja upp of stofnkostnaðarfrekan iðnað, í sambandi við sjávaraflann, vegna þess, að hann getur brugðizt — og þá bregst sú verðmætaaukn- ing, sem þessi iðnaður átti að skila. Þess vegna þarf hlutfall þessarar greinar að minnka í þjóðar- búskapnum. Þ. e. fiskiðnaðurinn á að vísu að auk- ast, en hlutfall hans að minnka. Að vísu tel ég 14 frjáls verzlun

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.