Frjáls verslun - 01.11.1961, Blaðsíða 32
mennirnir hafa efnazt vel. Þess má einnig geta
hér, að landeigendur, sem lönd áttu að sjó þar sem
landnótum var kastað, áttu landshlut af afla, og
mun hann hafa verið 5—6%. Gat það orðið dálag-
legur skildingur, einkum þar sem veiðisæld var fvrir
landi. Sem dæmi um þetta má nefna, að í kringum
1890 var eitt sinn að haustlagi eða snemma vetrar
kastað fyrir síld í Eskifirði við ströndina gegnt
kauptúninu. Upp úr þessum síldarlás var búið að
salta 5000 tunnur af síld, þegar norðanveður reif
nótina, en þá tapaðist það, sem eftir var af síld í
lásnuin, og er talið að það hafi verið næstum annað
eins. Landshlutur Hólmaprestsins úr þessum eina
lás var því 250 tunnur.
Mikið hefur stundum verið gert úr þessum upp-
gripum og skjóttekna feng. Halldór Laxness orðaði
þetta svo, af sinni þjóðkunnu snilld og gainansemi,
í Sögu úr síldinni: „Öreigar verða þéttcfnaðir á
ekki lengri tíma en sem svarar einu miðlungsfylliríi,
gjaldþrota menn eru flognir upp í loftið eins og tappi
úr rófubyssu áður en maður hefur svigrúm til að
snússa sig“. Hinar grátbroslegu lýsingar Laxness í
Jiessari frægu smásögu, á ákafa og dugnaði fólksins
í austfirzka sjávarþorpinu við að láta ekki silfur
hafsins ganga úr greipum sér, eru víst eina lýsingin
í íslenzkum bókmenntum af þessum atvinnuvegi,
sem reisti heil sjávarþorp og markaði tímamót í
atvinnusögu heils landsfjórðungs.
Afrakstur landnótaveiðanna
Að lokum er svo rétt að drepa lítillega á sögu-
legar staðreyndir um afrakstur landnótaveiðanna.
Heimildir eru teknar úr „Þáttum úr sögu Austur-
lands“ eftir Halldór Stefánsson, í 4. bindi Austur-
lands, safni austfirzkra, fræða.
Síldar er fyrst getið á útflutningsskýrslum árið
1867. þá voru fluttar út frá Seyðisfirði 119 tunnur
af síld. Þessa síld höfðu Seyðfirðingar veitt sjálfir,
en árið eftir, 1808, komu tvö útgerðarfélög frá
Mandal í Noregi til Seyðisfjarðar. Framkvæmda-
stjórar félaganna voru maður að nafni Jakobsen og
hinn landskunni athafnamaður Ottó Watline.
Norðmennirnir veiddu vel um sumarið og fluttu
veiðina til Noregs, um 2500 tunnur af saltsíld,
annað eins er talið að þeir hafi misst úr lásum í
stormi um haustið. Með þessum aðgerðum hófst
síldveiðin á Austfjörðum. Jakobsensfélagið kom aft-
ur næsta ár, cn Ottó Wathne kom ekki aftur fyrr
en 1880, en þá settist hann að á Seyðisfirði fyrir
fullt og allt.
Næstu árin var stopul veiði, enda tíðarfar kalt
og stundum ísaár, en 1875 glæddist veiðin aftur á
ný og þá bættust æ fleiri Norðmenn í hópinn, sem
leitaði til landsins, bæði á Seyðisfirði og á öðrum
Austfjörðum. Nafnkunnastur þeirra, sem nú komu
til landsins og settust að, voru, auk Wathnebræðra
á Seyðisfirði, þeir Klausen og Randulf, sem tóku
bólfestu við Eskifjörð og Reyðarfjörð, og Thoresen
á Mjóafirði. Á Eskifirði var líka sænskt veiðifélag
í nokkur ár.
Frá Eskifirði hófst síldarútflutningur árið 1874
og upp frá því eru útflutningshafnirnar tvær, Seyð-
isfjörður og Eskifjörður, einu löggiltu verzlunar-
staðirnir á veiðisvæðinu, og stóð svo að mestu
a. m. k. fram um 1890. Árið 1874 var bezta veiði-
árið, sem komið hafði fram að því. Þá var heildar-
útflutningurinn 8694 tunnur, svo til allt frá Seyðis-
firði. Á næstu árum eykst veiðin jafnt og þétt, en
nær hámarki á árunum 1880—1885, sem á Austur-
landi eru kölluð síldarárin miklu. 1881 skiptir um.
og eftir það er veiðin meiri á suðurfjörðunum, enda
fleiri nótalög að veiðum þar samanlagt.
Heildarú tf 1 utn i ngu r þessara miklu veiðiára var,
skv. útf 1 utningsskýrslum frá Seyðisfirði og Eskifirði,
Árið 1880 93040 tunnur
— 1881 76777 —
— 1882 48108 —
— 1883 23176 _
— 1884 27257 —
— 1885 23200 —
eða samtals þessi fimm ár 291558 tunnur. Mestur
var útflutningurinn frá Seyðisfirði árið 1880, 60170
tunnur og frá Eskifirði árið 1881, 45356 tunnur.
Árið 1884 cr útflutningurinn frá Seyðisfirði svo
kominn niður í 2457 tunnur, en frá Eskifirði eru
þá fluttar út 24800 tunnur. Árið 1886 er heildar-
útflutningurinn aðeins 9480 tunnur, og upp úr því
fór veiðin að verða stopulli, og aðeins þrisvar sinn-
um til aldamóta verður hún meiri, en það var árin
1891, 1893 og 1895. Aldamótaárið er útflutningur-
inn aðeins 6697 tunnur.
Um 1890 hættu Norðmenn að mestu árlcgum
hingaðkomum sínum til sumarsíldveiða, en þeir
Norðmenn, sem búscttir voru hér, tóku að stunda
þorskveiðar og verzlun jafnframt.. Þátttaka fslend-
inga í síldveiðunum var nokkur frá byrjun, og voru
þeir ýmist einir um þær, eða í félagi við Norðmenn.
32
FH.TAI.S VERZLUN